Nýja dagblaðið - 31.12.1935, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 31.12.1935, Qupperneq 4
4 N Ý J A dagblaðYð Þrir menn — Þrjár framkvæmdír Biistjóraverkfallinu lokið Hræðilegasti eldsvoði Það er ebki ætlunin hér að fara að leggja dóm á það fólk, sem nú er fulltíða og alið er upp eftir stríð. En þess mun þó mega geta til, að unga fólkið sé ekki jafn- bjartsýnt, ekki jafnánægt með lifið, eins og jafnaldrar þess voru fyrir ófriðinn. Þetta á sjálfsagt margar rætur. En ein er sú, að æskunni hefir ekki verið sköpuð liæfileg aðstaða til þess að alia meö sér táp og hreysti. Sjörinn er kaldur, leik- vellir engir, skíðafæri sjald- gæft eða þá langt undan, í- þróttasvæði ófullkomin, og í- þróttahús allt til þessa of fá og fátækleg. Gatan, kvikmyndahúsin og gildaskálar liafa orðið aðalúr- ræði þegar verja skyldi tóm- stundum, þegar frá eru taldar sundlaugarnar hérna fyrir inn- an bæinn, sem alltaí hafa ver- ið afræktar um fjárframlög svo samboðnar væru lágmarks- kröfum urn hollustu-hætti. Það mun vekja eftirtekt hugsandi manna, þegar á það eí bent, að al-hugkvæmasti stjórnmálamaðurinn sem á al- þingi hefir átt setu á þessari öld, svo ekki sé lengra tiljafn- að, velur sér að upphafsmáli að flytja frumvarp um að reist verði sundhöll í Reykjavík. Var þetta tilviljun? Jónas Jónsson hefir haft stórfelldari áhrif á uppeldis- löggjöf þjóðarinnar meðal ann- ars en noklcur annar maður. Hann skilur hversu mikið veltur á uppeldi og menningu, og þá ekki aðeins á skólum, heldur einnig og engu siður á sjálfsuppeldi fóllcsins. Þess vegna var frumvarpið um Sundhöllina fvrsta í'rurn- varpið sem hann flutti. Þekking sem veitt er af kenn- urum í skólum er mikils virði. En sjálfsþjálfun í leilc, i iþrótt, leiðir íiJ hreysti og bjartsýni sem elcki er siður nauðsynleg hverri kynslóð og hverri þjóð. Það er veí-ið að ieggja sið- ustu hönd á sundhöllina að kalla. Hún mun verða tekin í notkun á næsta afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Litla, hreina, volga laugin i Nýja harnaskólanum liefir ver- ið einskonar meðflutningsmað- ur þessa merka máls, sem mætt hefir svo óslciljanlega mikíu skilningsleysi þeirra manna, sem höfuðstaðurinn hefir bezl treyst til þess að vera forsjón i sameiginlegu málunum. Þá er ekki lítið virðingar- verð hin þrautseiga barátta Norðmannsins L. H. Miiller fyrir því, að kenna íslending- um að meta skíðin og skíða- íþróttina, Fyrir mörgum árum fór hann sögulega ferð þvert yfir landið um hávetur á skíðum, einvörðungu i þvi skyni að vekja alhygli okkar á skíða- íþróttinni. Og nú liéfir lionum unnizt það á, að risinn er upp fyrsti skíðaskálinn, og það hvortlveggja í senn á heitum og köldum stað, Og þó eins nærri höfuðstaðnum og tiltækl var. | Loks liefir þriðji maðurinn, Jón Þorsteinsson, unnið það þrekvirki að koma upp full- konmasta íþróttahúsi sem reist L. H. Miiller. hefir verið hér á landi, og um útbúnað ýmsan stendur jafn- fætis því, sem bezt þeklcist er- lendis. Mun þessi framkvæmd Jóns Þorsteinssonar marka tímamót í íþróttalífi bæjarins, en þörfina sýnir bezt hin mikla notkun þess, þrátt fyrir það, að húsið var ekki fullbúið fyrr en komið var fram á vetur. Og enn sannar það áhrif þessarar nýju aðstöðu, að atvinnufyrir- tæki i bænum, eru tekin að leggja fram gjald fyrir tvær leikfimisstundir og böð handa starfsmönnum sínum í viku liverri þeim til heilsuverndar. Er þetta nýmæli, sem verða mætti til fyrirmyndar. Líkamlegu uppeldi og heilsu- vernd höfuðstaðarins bætist mildll liðsauki með Skiðaskál- anum, íþróttahússinu og Sund- höllinni. Og sú mun kynngi þessara þriggja samstæðu fram- kvæmda að eklci Iíði á löngu, þar til almenningsálitið heimt- ar sundslcála og baðstað með sólbaðsstöðum við Nauthóls- vík, sumarskóla fyrir börn með tilheyrandi leikvöllum, baðstað og garðyrkjusvæðum á hent- ugum stað'við Skerjáfjörð, og íþrótta- og leikvelli í Vatns- mýrinni. En úr þvi að þetta allt yrði fengið, þyrfti elcki að kvíða bæjarbrag eða yfirbragði æskulýðsins og það jafnvel ekki þótt eitthvað kynni á að bjáta um árferði. Aihugasemd við viidöm Herra ritstjóri: Almennt er það álitið, að bókmenntagagnrýni sé listgrein út af fyrir sig og að af henni megi krefjast eins mikils á sinn hátt og öðrum greinum bókmenntanna. Enda þótt þess- ari kröfu sé sleppt, verður samt að gera þá lágmarkskröfu til þeirra, sem finna hjá sér köll- un til að skrifa um bækur, að þeir skrifi heiðarlega og eftir beztu samvizku, því gagnrýni hefir það tvöfalda hlutverk að vera höfundinum og hinum al- rnenna lesanda til leiðbe'ining- ar. Fyrir nokkrum dögum birt- ist í Nýja Dagblaðinu ritdóm- ur um bók Gunnars M. Magn- úss, „Brennandi skip“. Höfund- ur þessa ritdóms, hr. Benja- mín Kristjánsson, byggir gagn- rýni sína á bókinni meðal ann- ars á því, að hún sé frá höf- undarins hendi ætluð fyrir böm, en þetta er þvert á móti sannleikanum og hefir við ekk- ert að styðjast í bókinni sjálfri. Því fer fjarri, að við séum að mælast undan réttmætri gagnrýni á skáldverkum, vér gerum aðeins þá kröfu, að gagnrýnin sé heiðarleg og byggð á sanngimi. En ritdóma eins og þennan teljurn vér ó- réttmæta. Jafnframt viljum vér taka það fram, að við tök- um að öðru leyti enga afstöðu gagnvart þeirri bók, sem hér er um að ræða. Um leið viljum vér nota tæki- færið til að skora á ritstjóra og aðra blaðamenn að gæta heiðurs blaða sinna í þessu efni, og hafa gát á, að þau flytji ekki almenningi ritdóma, sem virð- ast byggðir á vísvitandi blekk- ingum, hvort heldur er til lofs eða lasts. Virðingarfyllst, f. h. Bandalags ísl. listamanna, rithöfundadeildarinnar. Halldór Kiljan Laxness. Friðrik Ásmundsson Brekkan. * * * Hvað sem líður skilningi eða misskilningi sr. B. Kr. á því, sem gert er að meginatriði í ofanskráðu máli, þá vita allir, sem ritdóminn lásu, að hann er mat á bókinni yfirleitt og að höfundur færir ýtarlegar til- vitnanir til stuðnings þeim endahnút, sem hann ríður á mál sitt, að bókin sé blátt áfram gersneydd öllum tilveru- rétti, sem skáldrit. — Það er og víst, að sr. B. Kr. stendur í áliti almennings, og þar á meðal ýmissa helztu bókaútgef- enda sjálfra, býsna ofarlega í metorðastiga þeirra, sem um bækur skrifa hér á landi. Hitt er líka víst, að það væri ástæða til meiri gleði yfir kröf- unni, sem háttvirtir fulltrúar „B. í. l.“ gera í upphafi máls síns um gagnrýni bókmennta, éf þeir ágætu menn hefðu vaknað dálítið fyrr til meðvit- undar um köllun sína í þessu efni. En þegar ljósi er varpað á þá staðreynd, að allan þann tíma, sem „B. í. 1.“ hefir starf- að, eða a. m. k. verið til, hefir það hummað fram af sér fjölda ritdóma, sem eru hinár ógeðs- legustu lofgreinar um hinn versta leir, þá verður, satt að segja, svo óbragðleg vandlæt- ingargríman, sem sett er upp nú, þegar svo skyndilega er skorað á blöðin „að þau flytji ekki almenningi ritdóma, sem virðast byggðir á vísvitandi blekkingum, hvort heldur er til lofs eða lasts“, að Nýja Dag- blaðið a. m. k. telur sig ekki standa illa að vígi að benda þeim, er slík ráð gefa, á að líta í spegil eftir bjálkunum, áður en þeir þrútna verulega af því að koma auga á flísamar hjá öðrum. Framh. af 1. síðu. vitneskju um ákvörðun nefnd- arinnar sendi það bílstjórum í Vörubílastöðinni Þróttur og Bifi'eiðastjórafélaginu Hreyfill, sem er félag fólksbif reiða- stjóra, bréf, þar sem það stað- festir fyrra tilboð sitt um 29 aura verð frá dælustöð í Reykjavík og Hafnarfirði. Einróma samþykkt að aflýsa vepkfalli Kl. 12 á miðnætti hófst á Hötel Borg sameiginlegur fund- ur Vörubílastöðvarinnar Þrótt- ur, Bifreiðastjórafélagsins Hreyfill og Vörubílastöðvar H afnarfj arðar. í ræðum manna kom fram mjög einróma álit um að hrund- ið væri öllum átyllum til að lialda uppreisninni áfram. Ekki gátu Jakob Sigurðsson og Mey- vant Sigurðsson að fullu setið á skaðsemdarfýsn sinni og mun hafa þótt lítið til koma að viti bornir menn skyldu leggja alla valdadrauma þeirra í rústir. Kl. 2 eftir miðnætti var gengið til atkvæða og sam- þykkt í einu hljóði að aflýsa verkfallinu kl. 6 í morgun. Með þessu er lokið þriðju uppreisnastilrauninni, sem íhaldið gerir á þessu ári. Verðlækkun á benzíni Olíufélögin Shell og' B. P. munu hafa ákveðið að hækka verð á benzíni um 5 aura frá 1. jan. En verðlækkunin kemur þó væntanlega aftur fram á benzíni almennt, þegar Nafta h.f. hefir byggt geymi og flutt verulegar birgðir hingað til lands. Framh. af 1. síðu. Þótt oft hafi stærri og fleiri hús brunnið, eiga nú fleiri um sárt að binda af völdum elds- ins en dæmi eru lengi til. Hlýtur þetta að verða til varn- aöar frá því að hafa kerti á jólatrjám i slíku fjölmenni og í slíkum eldgildrum, að kalla má. játar ábeinlínia ófarir Itala London kl. 17,00 30./12. F0. Mussolini játaði í dag í fyrsta sinn að nauðsynlegl mundi að gera hlé á sókninni í Abessiníu. ítalska ráðuneytið átti um þetta sérstakan fund í dag, og að honum loknum var gefin út opinber tilkynning, þar sem skýrt er frá því, að slíkt hlé á sókninni sé óhjákvæmilegt, aðallega til þess, að unnt sé að koma skipulagi á samgöngur. Þá segir í tilkynningunni að í hverjum hemaði, og einkum í nýlendustyrjöld, komi ávalt tími, þegar það sé óhjákvæmi- leg nauðsyn, að gera lát á sókn- inni. Á ráðuneytisfundinum í dag’ gerðist það einnig, m. a., að fjármálaráðherrann tilkynnti, að greiðsluhalli myndi verða á fjárlögum ársins, 1934—35, sem svaraði 33 milljónuin ster- lingspunda, og væri það vegna hernaðarútgjalda. En í áætlun um útgjöld ársins 1936—1937 er ekki minnst á hernaðarút- gjöld, önnur en vaxtagreiðslur. Hagfræðingar hafa reiknað út, að ófriðurinn í Abessiníu muni kosta Ítalíu allt að 8.860.000 kr. á dag. Messur í dag: í dómkirkjunni k). 6 e. h. sr. Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 6 e. h. sr. Árni Sigurðsson. í Hafnarfjaröarkirkju kl. liy4 e. 'h. (aftansöngur) sr. Garðar porsteinsson. í fríkirkj- unni kl. 11 e. h. sr. Jón Auðuns. Messur á nýársdag. í dómkirkj- unni kl. 11 f. h. sr. Bjarrn Jóns- son og kl. 5 e. h. sr. Friðrik Frið- riksson. í fríkirkjunni kl. 2 e. h. sr. Árni Sigurðsson. f Hafnarfjarð- arkirkju kl. 2 e. h. sr. sr. Garðar porsteinsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 11 f. h. sr. Jón Auðuns. í Kálfatjarnarkirkju kl. 5 e. h. sr. Garðar porsteinsson. Veðurspá: Norðaustan gola og léttskýjað. Hjónaband. Á aðfangadag jóla voru gefin sarnan í hjónaband ungfrú Arnbjörg Davíðsdóttir og Hörður B. Loftsson vélamaður. Kennsla í íþróttaskólanum hefst aftur 8. janúar. Hjónaband. Síðastliðinn laugar- dag' voru gefin saman i hjónaband ungfrú Lilja porkelsdóttir og Jó- hannes Kárason. Heimili ungu lijónanna er á Grettisgötu 28. Sr. Bjarni Jónsson gaf þau saman. Kona bráðkvödd Kl. 41/2 í gær síðdegis, varð bráðkvödd frú Sveinbjörg, kona Þorsteins Gunnarssonar, Bar- ónsstíg 81, sem lengi var stefnuvottur hér í bænum. Hné hún niður á götunni, og var þegar flutt á sjúkrahús Hvíta- bandsins, en var látin, er þang- að kom. Næturlæknir í nótt: Ólafur Helgason Ingólfsstr. 6. Sími 2128. Aðra nótt: Árni Pétursson, Skála. Sími 1900. Föstudagsnótt: Bjöm Gunnlaugsson. Sími 2232. Næturvörður þessa viku í Keykjavíkurapóteki og Lyfjabúð- inni Iðunn. Togararnir Gyllir og pórólfur eru að liúa sig á vciðar. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Iíaupm.hafnar frá Reylcjavík. Goðafoss er i Reykjavík. Dettifoss or á leið til Hamliorgar frá Vest- nuumaeyjum. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reýkjavík.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.