Nýja dagblaðið - 23.07.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 23.07.1936, Blaðsíða 2
t N t J A DAGBLAÐIÐ M'ordur - V estur Til Norðurlandsins eru ferðir — um Borgarnes — og áframhaldandi til Austurlandsins á sunnudögum og föstudögum. Til Dala og A -BarðastrandarBýslu á mið- vikudögum og laugardögum og Hólmavíkur á miðviku- dögura. Til Stykkishólms á þriðjudögum, föstudögum og r laugardögum. Til Olafsvíkur á þriðjudögum og föstu- dögum. Upp um allt Borgarfjarðarhérað eru venjulega ferðir frá Borgarnesi strax eftir komu Laxfoss þangað. Beinustu og ódýrustu ferðirnar norður og vestur á land eru með Laxfossí til Borgarness og þaðan með bifreiðum. Farseðlar og nánari leiðbeiningar hjá: Afgreiðslu Laxfoss Bifreiðastöð íslands sími 3557. sími 1540. Háryötn A.T.E. Eau de Portugal Eau de Cologne Eau de Quinine Bay Rhum ísvatn. Reyniö það og sannfærist um gæðin. Smekklegar umbúðir. Sanngjarnt verð. Afengísverzlun r í k í sí n s. í Allt meö íslenskum skipuni! „----VEIT ÉG ÞAÐ, en það er þó að minnsta kosti eitt sem má reyna til að bæta og blíðka skapið með og pað er REGLULEGA GOTT KAFFI En ef þú villt búa til óað- fínnanlegt kaffí þá verðurðu blessuð góda að nota PRtVJU Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir prótt Freyju kaffibæti. Danska skáldið Holger Drachmann Eftir Eirík Sigurðsson kennara á Akureyri. (Framhald). Brandes vann þá að háskóla- fyrirlestrum sínum, sem hann flutti nokkru síðar og vöktu mikla athygli. Brandes veitti þessum ritgerðum Drachmanns sérstaka eftirtekt. 0 g dag nokkum heimsótti hann Drach- mann á málaravinnustofu hans, og þakkaði honum fyrir grein- arnar, og hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Það eru fáir hér, sem skrifa þvílíkan stíl, sem þér gerið“. Nokkru síðai' spurði Brandes hann, irvort hann hefði ekki ort kvæði. Drachmann sagði, að það hefði hann að vísu gert, en þau stæðust ekki gagnrýni. Þá sagði Brandes ákveðinn: „Þér hljótið að geta ort kvæði“. Daginn eftir var Drachmann að mála landslagsmynd frá Thems. Allt í einu kastar hann penslinum og tekur blað og penna. — Honum flaug í hug atburður eitt kvöld, sem hann hafði séð í fátækasta hluta Lundúnaborgar. Og hann skrif- aði niður í einni svipan kvæðið „Enskir socialistar“. Skömmu síðar var það prentað, og bráð- lega fylgdu fleiri kvæði á eftir. Þetta var fyrsta sönnun þess, að penninn gat betur túlkað innstu hugrenningar Drach- manns en pensillinn. Bráðlega varð Drachmann frægt skáld, sem ritaði bæði í bundnu og óbundnu máli. Lagði hann þá I málaralistina að mestu leyti á : hilluna. Þannig vildi það til að Drach- mann varð fyrsta skáld raun- sæisstefnunnar í Danmörku, þó hann væri ekki nema að | litlu leyti sammála þeirri ! stefnu í skoðunum. En það sem ! þeir Brandes áttu sameiginlegt j var útþráin. Árið 1872 gefur hann út tvær bækur, aðra í bundnu, en hina í óbundnu máli. Nokkur viðvaningsbragur var á þeim, en þó góðar lýsingar með. Og í þeim spegla sig hugsjónir þær, ei' þá voru efst á baugi. Hann fylgdist vel með helztu 1 stefnum þess tíma og hann hallaðist að verkalýðshreyfing- unni, en þó meira af sálfræði- legum ástæðum, en frá stjórn- arfarslegu sjónarmiði. Hann liafði fyllstu samúð með alþýð- unni og unni henni réttlætis. Hann starfar því mikið út á við í ýmiskonar félögum og hópum um þetta leyti. En sam- tímis verður hann afskiptalaus um heimilið. En það gat unga „bamabrúðin" hans ekki þolað. Hún hafði hrifizt af hinu hrif- næma og fjölþætta æskulífi Drachmanns. En nú sneri það ekki lengur að henni, heldur út á við að hinum og öðrum mál- efnum. Hún verður óánægð yf- ir hinu órólega heimilislífi. Hann aftur á móti gat ekki breytt til. Samkomulagið fór út um þúfur. Þau urðu að skilja. Svo skiptir hann eignunum í tvo hluta, og lætur konu sína og dóttur hafa annan þeirra. Svo fer hann í ferðalag — sár- hryggur, en þó í öðru ánægður að vera aftur óbundinn og frjáls. Hann ætlaði til Suður- Ameríku, en komst aldrei lengra en til Hamborgar vegna peningaleysis. 1 Hamborg skrif- aði hann bók er hann nefndi „Dæmpede Melodier“ (Lækk- andi lög). Það nafn gefur hug- mynd um hugrenningar hans um þessar mundir. Hann syng- ru þar um ljósar sumamætur og hverfandi kvöldstemningar. Bók þessi ber merki skilnaðar- ins — hann saknar heimilisins og ungu bamabrúðinnar sinn- ar. Hann kom heim til Dan- merkur aftur um haustið. Strax næsta ár fór Drach- mann aftur utan. Hann fékk utanfararstyrk fyrir tilstilli föður síns, sem þá var orðinn prófessor. I það sinn fór hann til ítalíu og veiktist þar. Frégn- ii um veikindi hans voru mjög ýktar í blöðunum. 1 einu sænsku blaði var hann talinn dáinn, og fékk hann æfiminn- ingu sína senda suður á Ítalíu. — Þegar honum batnaði fór hann til Þýzkalands og var þar um veturinn, og í janúarmán- aðarlok hafði hann stóra skáld- sögu undirbúna til prentunar. Þennan vetur kynntist hann Hinrik Ibsen. Þennan sama vet- ur skrifaði hann kvæði það, sem síðar er frægt orðið, og þýtt hefir verið á íslenzku fyr- ir nokkrum árum. Það er kvæð- ið „Sakuntala“. Hann kom einu sinni í leikhús um veturinn, þar sem leikið var indverska æfintýrið „Sakúntala". Kvæðið skrifaði hann á skemmtiskrána milli þátta. Þetta var veturinn 1.876. Smátt og smátt fær Drach- mann fleiri og fleiri nýja strengi fram á hörpu sinni. Ljóðrænan verður yfirgnæf- andi Rímið strengir öll ytri bönd. í þessari ferð skrifaði hann kvæðabókina „Kvæði frá hafinu“. í þeirri bók kemur fram margt nýtt. Formið var laust og efnið mótað af hugblæ og tilfinningum skáldsins, en lítið um hin praktisku málefni eins og raunsæisstefnan krafð- ist. Það var auðséð, að Brandes stjómaði ekki lengur penna hans. í hinni rómantísku stefnu átti Drachmann heima. Og með næstu bókum sínum segir hann skilið við Brandes og raunsæis- stefnuna — „hinn þurra úr- lausnarskáldskap", eins og hann kallaði hana. Framh.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.