Nýja dagblaðið - 23.07.1936, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.07.1936, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐLÐ 8 Flokkar, sem vilja lifa á annara verknm Það hefir ætíð verið háttur lítilmenna og andlega volaðra, að vilja telja sér heiðurinn af annara verkum, þegar það sást að þau verk voru þörf og þjóð- holl. Og þegar menn og flokkar draga fram tilveru sína á fylgi kjósenda, sem náð er með blekkingum, en eru hinsvegar of manndómslausir til að veita góðum málum forystu, þá er hún skiljanleg aðferðin sú, að telja sér til gildis það, sem aðrir hafa hrundið í fram- kvæmd. Nýjasta dæmið um þessa til- raun íhaldsmanna, er sundhall- armálið. Þeir verða að játa að hafa sýnt frumv. um sundhöll í Reykjavík óvild og fálæti, þegar það kom fram. Þeir verða að játa, að hafa alger- lega brostið skilning á þörf- inni fyrir sundhöll í bænum. Þeir verða að þola þá smán að hafa um áratug eftir áratug haldið sundlaugunum innan við bæinn í svo vansæmandi ófremd og óhirðu, að fullkomlega var blöskrunarefni. Þeir verða að liggja undir þeim klafa stað- reyndanna, að hafa þrjózkast ár eftir ár við svo litlum og sjálfsögðum óskum bæjarbúa, að fá upp sólskýli suður við Skerjafjörð og það að háska- legasta rusl fjörunnar yrði hreinsað á burt. Það var ekki fyr en eftirlits- leysið þarna suður frá var nær orðið starfsliði Mbl. til óhappa, að farið er að sópa saman mesta ruslinu og óþverranum, sem íhaldsmeirihlutinn hafði horft á árum saman liggja fyr- ir hvers manns fótúm, er þar vildi nota sjóinn sér til hreysti- • og heilbrigðisauka. Ihaldsmenn vita að sömu ár- in, sem sundhöllin lá algerlega ónothæf fyrir ræfilshátt for- ráðamannanna í þessum bæ, þá voru reistar milli 20 og 30 sundlaugar víðsvegar um land- ið, fyrir sameiginlegan áhuga og athafnir Framsóknarmanna í ríkisstjóm og á Alþingi og íbúanna í sveitum og bæjum. Og svo mikinn fjandskap sýndi íhaldsklíkan í Reykjavík þessum vinsælu menningar- framkvæmdum Framsóknar- flokksins, að farið var að breiða út lygasögur um það, að beinlínis væi’i óholt og hættu- legt að iðka sund inni í sund- laugum bæjarins og í hinum nýbyggðu laugum við skólana úti um land. Kvað svo rammt að þessari starfsemi íhaldsmanna, að einn af læknum bæjarins ritaði grein um málið til að kveða niður þennan ’neimskulega þvætting. Þess hefði mátt vænta að íhaldsmenn hefðu vit á að þegja um afskipti sín af sund- málum þessa bæjar. En fyrst þeir bera ógiftu til að gaspra um þau efni, verða þeir að þola að sjá sjálfa sig í skuggsjá fortíðarinnar. Fjárframlag ríkissjóðs til sundhallarbyggingar í Reykja- vík frá þinginu 1928 var því skilyrði bundið, að sundhöllin y rði fullbúin til afnota 1930. Eins og öllum er kunnugt, varð þetta ekki og á þinginu 1933 er heimildin endurnýjuð. Þá sátu þeir í ríkisstjóm Þorst. Briem og Magnús Guðmunds- son. En hvað gerðu þessir nafn- toguðu íhaldsmenn? Þeir svik- ust um að greiða féð af hendi. Og hinir miklu „vinir“ sund- llstarinnar innan íhalds- flokksins og við Mbl. þögðu eins og steinar. Eftir stjómarskiptin 1934, tilkynnti Eysteinn Jónsson fj ármálaráðherra borgarst j óra Reykjavíkur, að féð yrði goldið eftir þeim ákvæðum, sem þar um giltu í samþ. þingsins, en þau voru, að 100 þús. kr. gyld- ust til verksins, móti framlög- um bæjarins, enda yrði verk- inu hraðað sem mest. Afganginn af tillagi ríkis- sjóðs, sem er um 2/5 af kostn- aðinum öllum, átti svo að greiða á næstu tveim árum eftir að sundhöllin væri fullgerð. Þau voru lögfest ákvæði þingsins. En hvað gerðist svo? Hefir bæjarstjórn Reykja- víkur látið „hraða verkinu“ eins og Alþ. mælti fyrir? Svarið er öllum kunnugt. Af herfilegri fjármála- óstjóm og af áhugaleysi hefir íhaldsmeirihlutinn ekkert hafst að svo lengi sem auðið var. Loks rétt fyrir síðustu ára- mót, er hægt að dratta íhald- inu til hreyfinga um fram- kvæmdir, mörgum árum eftir að hinir sælu íhaldsmenn í þá- verandi landsstjórn, M. G. og Þ. Briem, áttu að greiða ríkis- tillagið af hön'dum. Að lokum má spyrja þess, fyrir hvaða sakir Mbl. rís nú upp og þykist brenna af áhuga fyrir sundmennt Reykvíkinga. Að nokkru leyti var þessu svarað hér í blaðinu í fyrradag og eins í upphafi þessarar greinar, Það eru vinsældir sundhallarinnar, sem hinn vol- aði flokkur íhaldsmanna reyn- ir nú að draga í sitt net. Og þá íbúð 2—3 stofur og eld- hús með nýtízku þægmdum óskast til leigu 1. okt. n.k. Uppl. í síma 3948. »Lua —m NÝJA DAGBLAÐIÐ I" Útgefandi: Blaðaútgáían h.f. Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli Guðmundsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: pórarinn pórarinsson. Ritstjórnarskrifstofur: Hafn. 16. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofjg Hafnarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. f lausasölu 10 aura eint Prentsm. Acta. Sími 3948. r Gróandasmjör Egg Rabarbari Reyktur rauðmagi Reyktur silungur S. í. S. Sími 1080. Nýbreytni í bunaðarkennslu Sú nýbreytni var tekin upp í vor, að verknám búnaðarskól- ans á Hólum í Hjaltadal fór að hálfu leyti fram við Héraðs- skólann á Reykjum í Hrúta- firði. Stjórnaði Björn Símon- arson frá Hólum þar verki. — Unnin voru alls um 360 dags- verk — þar af mjög mikið að framræzlu og garðrækt. Með- al annars var ræst fram stórt svæði, sem hægt er að verma með hveravatni og gerðir stór- ir jarðepla- og rófnagarðar. Landið austan við skólann var gert að sáðsléttu, en suður frá skólanum var landið plægt og búið undir fullræktun næsta ár. — FÚ. er ekki skeytt um hitt, þótt allar staðreyndir mæli gegn því, sem þeir eru að halda fram. En svo er annað atriði. Mbl. er að reyna að fela þá stað- reynd, að bærinn er kominn í það fjármálalegt öngþveiti, að borgarstjóri er í fullkomnum vandræðum með að fá útbúnaði sundhallarinnar lokið, vegna fé- leysis. Þetta vita kunnugir. Þetta veit Mbl. En þetta þarf að fela í lengstu lög. Þessvegna æpir nú Mbl. að fjármálaráðherra, til þess að reyna að dylja vesaldóminn heima fyrir. xmmmmmmmmmísk prentar fyrir yð- g ur fijótt og vel * Sanngjarnt verð E Olympsku leikarnir í Berlín Þáttfakendur eru Srá 53 þjóðum FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Khöfn í júlí. Fimtíu og þrjár þjóðir eru skráðar sem þátttakendur 01- ýmpíuleikanna, og er skráin yfir helztu íþróttagreinar sem hér segir. (Talan sýnir hve margar þjóðir taka þátt í hverri grein). Aflraunir 45 þjóðir, sund 40, hnefaleikar 38, glímur 33, skilmingar 32, hjólreiðar 32, skotkeppni 31, siglingar 27, róðrar 26, reiðar 24, kajakróð- ur 19, fimmtarþraut 18, knatt- spyrna 17, leikfimi 15, hockey 14, polo 7, handbolti 6 og nókkrar fleiri. Eins og ávalt í Olympisku leikurium, eru það aflraunir, sem flestir taka þátt í. I 100 m. hlaupi keppa 14 hlauparar frá 38 þjóðum. En í sundi, hnefaleik og glímum taka nú einnig fleiri þátt en áður hefir þekkst. Þessar 53 þjóðir senda um 5000 íþróttamenn samtals til leik- anna. Flestir þátttakendur eru frá Þýzkalandi eða 448. Næst koma Bandaríkin og Italía með um 400 þátttakendur hvort landið. Fæstir þátttakendur eru frá Bolovíu og Haiti, einn frá hvoru landi. Kapp ípróttamann- anna varð sterkara en éheitin á Nazism- anum Ekki hefir þátttaka í leikun- um áður verið jafn mikil sem nú. Þó hefir verið „agiterað“ á móti því að leikarnir yrðu sótt- ir til Þýzkalands. En meirihluti íþróttaráð- anna t. d. í Englandi og Banda- ríkjunum, hefir ekki skeytt því, en sagt sem svo, að stjórnmál væri hlutur út af fyrir sig, íþróttir kæmu þeim ekki við. Þessum tveim málum yrði að halda vandlega aðskild- um. Þessi ákvörðun hefir svo orð- ið þess valdandi, að margar þjóðir, sem voni í efa um, hvort taka skyldu þátt í leik- unum, gáfu sig fram til þátt- töku. Hin mikla þátttaka í Olymp- isku leikunum í sumar, sýnir vaxandi áhuga fyrir íþróttum um allan heim. Og þetta orsakast af því m. a. að stjórnir landanna efla í- þróttir með fjárframlögum af hollustu ástæðum. Þjóðirnar hafa reist geisi- stórar íþróttastöðvar og leik- velli til þess að auka hreysti almennings. En hér veldur og annað um. Margir atvinnuleysingjar og aðrir, sem búa við léleg kjör, stunda íþróttir til þess að „drepa tímann“. Þetta er sama fyrirbrigðið og gerðist á hnignunarskeiði Grikkja og Rómverja. Víðbúnadux-mni í E@rlm Fjöldi manns mun sækja þetta alheimsmót, sem áhorf- endur og hafa mörg hótel Ber- línar leigt öll sín herbergi löngu fyrirfram, jafnvel fyrir ári síðan. Þar að auki leigja í- búarnir íbúðir sínar þúsundum saman. En utan við sjálfa borgina er reistur heill bær fyrir í- þróttaflokkana og þátttakendur mótsins. Þar hefir m. a. verið reist geysistórt útileikhús, þar sem opnun leikanna fer fram. Margar þeirra 53 þjóða, sem senda keppendur á leikana, hafa fyrir löngu tekið sína á- kvörðun og útvegað dvalar- staði til notkunar. Þannig hafa japönsku íþróttaflolckamir haldið þar til yfir 3 mánuði. En Japanir ætla sér mikið hlut- verk á þessu móti. 3075 km. hlaup ySir 6 lönd Einn fyrsti þáttur leikanna verður lengsta boðhlaup, sem sögur fara af. Hlaupið verður frá Olympie í Grikklandi og alla leið til Berlín. Vegalengd- in er alls 3075 km. og liggur m. a. um eftirtaldar borgir: Olympie, Aþenu, Delphi Salo- niki, Sofia, Belgrad, Budapest, Wien, Prag, Dresden og Berlin. Eiga boðhlauparnir að bera log- andi blys alla þessa leið, eins- konar vígðan eld úr landi hinna frægu íþróttaleika og alla leið til Berlínar. Gert er ráð fyrir að hlaupar- arnir komi til Berlinar 1. ágúst og hafa þeir þá hlaupið með logandi kyndil síðasta áfang- ann. Annars verða leikarnir film- aðir. Um 100 kvikmyndatöku- menn annazt það verk, og er filman áætluð 500 þús. metra löng. Ný heimsmet Talið er víst, að mörg ný heimsmet verði set á þessu mikla móti. Hér keppa úrvalsmenn einir og’ hafa sum ríki lagt á það feikna áherzlu, að vanda val þeirra sem bezt. Þjóðverjar hafa til dæmis smalað íþróttamönnum sínum saman hvaðanæfa úr heimi, þar sem Þjóðverjar búa, og hafa í marga undanfama mánuði æft þá eingöngu í þeim í- þróttagreinum, sem þeim er ætlað að keppa í. Og í undirbúningsæfingun- Frh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.