Nýja dagblaðið - 23.07.1936, Page 4

Nýja dagblaðið - 23.07.1936, Page 4
4 N t J A DAGBLA&IÐ WHGamlaBió— Æfintýrið í frum- skógínum Spennandi og skemti- leg talmynd. tekin á hinum undurfögru og einkennilegu suðurhafa eyjum Mouna Loa og Mouna Kea Aðalhlutverkin leika: Claudette Colbert og Herb. Marshall. Næturlæknir er í nótt Bjami Bjarnason, Leifsgötu 7. Sími 2829. Útvarpað í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Létt lög. 20,00 Erindi: Júlí 1914 — júlí 1936 (sr. Sigurður Einarsson). 20,25 Aug- lýsingar. 20,30 Fréttir. 21,00 Lesin dagskrá næstu viku. 21,10 Ein- söngur (Einur Markan). 21,35 Út- \ arpshljómsveitin: Sylviaballet, eftir Delibes. Elsa Sigiúss hélt kveðjusöng ■sinn í Gamia Bíó í gærkvöldi. Um 30 útlendingar dvelja nú sem stendur í gistihúsunum hér í hænum. Yfirleitt er nú mjög mik- ið um erlenda ferðamenn víðsveg- ar í landinu. Englendingarnir, sem komu með Esju, hafa margir gist um borð í skipinu. pýzka skemintiferðaskipið Mii- waukee kom hingað í gærmorgun í annað sinn. Voru með því um 600 farþegar, enskir, þýzkir, franskir og spánskir. Ferðamenn- irnir fóru í bílum til þingvalla og Gi'ýlu. Skipið fór héðan aftur síðdegis í gær. — Alcala Zamora fyrv. Spánarforscti var meðal far- þega, og birtist viðtal við hann á öðrum stað í blaðinu. Kappróðramót Ármanns verður háð í kvöld ki. 9. Róðurinn hefst fi’á LaugarneStöngum og endar í bafnarmynninu. Keppt verður um hinn l'agra bikar, sem Sjóvátrygg- 'ngarfélag íslands gaf, og Ár- mann er handhafi að. Nú taka þátt í róðrinum 3 bátshafnir, all- ar frá Glímufélaginu Ármann, og róa þær allar samtímis. — Róið x'ei'ður á hinum ágætu kappróðr- arbátum, Grettir og Ármann, sem Armann á, og Ingólfi, sem K. R. á. I fyrra vann C-lið Áimanns, en þá lceppti A-lið Ármanns ekki. Ölhnn er heimilt. að horfa á róð- urinn, og aðgangur er ókevpis. Freysteinn Gunnarsson skólastj. Kennaraskólans var meðal far- þega á Gullfossi til útlanda í fyrrakvöld. Ætlar hann að sitja þing kennaraskólastjóra á Norður- löndum, sem lialdið verður í Hindsgavl á Fjóm fyrstu vikuna í ágúst. Að mótinu loknu mun Frey- síeinn ferðast um meðal ná- grannaþjóðanna og kynna sér til- högun á kennaramenntun hjá þeim. Skýrsla Búnaðarsambands Vest- fjarða fyrir árin 1932—1935 er ný- lega komin út. Rit þetta er 110 l:ls. að stærð. í því eru greinar- gerðir um aðalfundi sambandsins 1932—34, yfirlit um 25 ára af- mæli samhancfsíns, senv var 1932, Víðtal við Zamora Framh. af 1. síðu. — Heima á Spáni. Fór þaðan i þessa ferð. — Og hafið þér þá enga hugmynd um aðstöðu flokk- anna þar, hvor muni vera betri, eða til hvers þessi bylting muni leiða? Hafið þér ekki staðið í sambandi við heima- land yðar, síðan þér fóruð? — Ekki nú undanfarið — og hvað verða vill get ég ekk- ert um sagt öðrum fremur. — Þér vitið þá ekki hvað mikið af fregnum þeim, sem hingað hafa borizt, muni rétt hermt? — Nei. Ég tel að vísu lík- lc-gt að fregnimar séu eitthvað ýktar — vona það a. m. k. —- slíkar fregnir eru það venju- lega. — Já, vonandi eru þær það, segir sonur hr. Zamora, sem tekið hefir þátt í samtalinu, — nóg er nú samt. — Farið þér þá héðan beint til Spánar, eins fljótt og þér getið komizt? — Nei. Ég fer fyrst til Nor- egs, síðan til Þýzkalands, og kannske víðar. — Hafið þér þá ekki í hyggju að hverfa í bráð heim til Spánar? — Jú, það geri ég sennilega, liklega ekki síðar en í septem- bei', ef til vill í ágúst. — Vér þökkum samtalið og kveðjum. Og að vörmu spori er hr. Zamora horfinn ásamt fjölskyldu sinni, enda er nú liðið að burtfarartíma „Mil- waukee“. Flugufregnir hafa heyrzt um það að Zamora mundi halda sambandi við uppreisnarmenn, eða jafnvel að einhverju leyti standa á bak við þá, en auðvit- að er ekkert á slíkar fregnir að treysta, enda hafa þær ekki komið fram í neinum opinber- um skeytum. Hinsvegar er hann náttúrlega enn sá áhrifa- maður, þótt forsetaembættinu yrði hann að láta af í vor, að auðskilið er að menn geri sér í hugarlund, að hann muni ekki sitja alveg óvirkur hjá, á þessum örlagastundum hinnar spænsku þjóðar. Olympsku leikar Framh. af 8. slðu. um hafa þegar verið sett ýms heimsmet. Hverjír vinna Olympsleikana ? Talið er að Finnland vinni í spjótkasti, Bandaríkin 100 m. hlaupið. Og í sundi sýnist muni verða áhöld um Holland, Bandaríkin og Danmörku. Ann- ars er vitanlega ekki hægt að segja neitt um slíkt fyrirfram. Stundum hefir það komið fyrir, að óþekktur keppandi hefir komið fyrstur að marki, jafn- vel meðal mikilla íþróttaþjóða. Allur heimurinn horfir nú með spenntri eftirvæntingu til alheimsleikanna í Berlín. B. S. Dardanella- málin Við Dardanellasundið, sem nú eru loks komnir um nýir samningar, eins og sjá má á útvarpsfrétt á öðrum stað í blaðinu, stóðu einhverjar stór- fenglegustu flotaárásir ófriðar- ins mikla 1914—1918. Þá ætluðu Englendingar og 'Frakkar að brjótast þá leið inn í Svartahafið og koma Tyrkj- um í opna skjöldu. Sú árás tókst ekki. Strandir sundsins voru þétt settar skotvígjum svo öflugum og sterkum, að stórskeyti hinna ensku bryndreka unnu ekki á. Bretar höfðu þarna sum sín stærstu herskip, skutu þau þvert yfir Gallipoliskagann og nokkuð að baki virkjanna, en það kom fyrir ekki. Leiðin vannst hvergi og bandamenn urðu að hverfa frá eftir noklc- urt mannfall og mikla fyrir- höfn. Fékk herstjórnin, sem þessu réð, óþökk fyrir svo von- laust tiltæki og dýrt. Nú á að binda umferðina um sundið með samningum. En ýmsir leggja fremur lítið upp úr slíkum hlutum á ófrið- artímum — og ekki alveg að á- stæðulausu. Síldarfrétftir Frh. af 1. síðu. ur eða austur í síldarleit. Alexandrine drottning hlóð í gær á Siglufirði síld og síldar- mjöli til útflutnings. Tunnufarmur lcom í fyrra- lcvöld. Loftur Guðmundsson ljós- rnyndari kvikmyndaði í fyrra- dag síldarvinnslu Ríkisverk- smiðjanna í Siglufirði utan húss og innan. Nokkur síldarskip hafa kom- ið til Akureyrar undanfarin dægur með síld til söltunar og bræðslu. Afli er lítill og telja eyfirzkir sjómenn, að síldin fari þverrandi og óttast að hún sé á förum. Segja þeir að gangan hafi að þessu sinni stefnt óvenju mikið til hafs eftir að kemur austur um Grímsey, og verði henni því minna fylgt austur með landi en endranær. Togarinn Brimir kom til Norðfjarðar í fyrrakvöld með 1800—1900 mál af síld. Síldin er ætluð til beitu og bræðslu. I gærmorgun hófst síldar- söltun á Skagaströnd. Fjögur skip komu þangað í fyrrinótt og gærmorgun með tæplega 1000 tunnur til söltunar, þar af 954 kryddsaltaðar. Skipin eru „Huginn annar“ með 274 tunn- ur, Ægir með 217, Snæbjörn með 166 og ísbjörn með 339. Von var á fleiri skipum í gær- kvöldi eða nótt. Við Ingólfsfjörð á Ströndum eru starfræktar tvær síldar- stöðvar og nemur söltun rúm- lega 3000 tunnum alls. — Góð síldveiði hefir verið við Selsker í Húnaflóa undanfarna 3 daga. Á þessum þrem dögum hefir vélbáturinn Síldin frá Hafnar- firði aflað 1500 tunnur til sölt- unar og vélbáturinn Freyja frá Súgandafirði 1100 tunnur. Jón Sigurðsson erindreki hef- ir verið í Ingólfsfirði á vegum síldarútvegsnefndar, til þess að athuga stærð og fitu síldarinn- ar. Síldin er bæði stór og feit. Fitumagn hefir reynst allt að 24,7% og lengd 35—36 em. Norska flutningaskipið Svan- holm kom til Ingólfsfjarðar í gær með tunnur og salt og hleður aftur síld til Svíþjóð- ar. Er það fyrsta síldin, sem fer frá Ingólfsfirði á þessu sumri. Samkv. fréttum frá F.tJ. son, Leifur Sigfússon, Einar Kristjánsson, söngvari og frú, Freysteinn Gunnarsson og frú, Halldór Kiljan Laxness, Gísli Jóns- son, Jón Sigurðsson læknir, And- rés Andrésson klæðskeri o. fl. Gufuskipið Ármann frá Bíldu- dal kom á mánudag til Húsavíkur með 165 tunnur síldar. Verzlun Stefáns Guðjohnsen keypti síldina til söltunar. — FÚ. Af Héraði er símað að síðasta hálfan mánuð hafi verið sífelldir óþurkar á Héraði og norðurhluta Austurlands og mjög lítið verið hirt af töðu. — FÚ. Dómur í málinu gegn skip- stjóranum á togaranum Reboundo Gy 1268 féll í fyrrakvöld. Var togarinn dæmdur í 20100 kr. sekt fyrir landhelgisbrot og veiðarfæri ■B8B Nýja Bió H Svarfti óaldar- Slokkurinn (Come on Tarzan) Aðalhlutverkið ieikur Cowboy-hetjan Ken Maynard og undrahasturinn T A R Z A N Afar spenaandi mynd. Börn fá ekki aðgang. Fasteignaaala Helga Sveins- sonar er f Aðalstræti 8. Inng. frá Bröttugötu. Símí 4180. Fasteignastofan H&fnarstr. 15. Annast kaup og sölu fast- eiffna í Reykjavik og úti um land. Viðtalstimi kl. 11—12 og 5—7 0g & öðrum tlma eftir s&mkomulaffi. Sími 8827. Jónas. 150 börn á dagheímili Framh. af 1. síðu. hald, sem börnin virðast una sér vel við, það er klifurgrind. Þar geta þau klifrað og hangið, á höndum og fótum. 1 sólskýlinu hefir verið kom- ið fyrir „beddum“ sem bömin geta legið á og sofið þegar gott er veður. Annars sofa þau oft í teppum úti á túni þegár þau hafa annars tíma til að sofa. Þetta er þriðja árið, sem frú Ingibjörg Jónsdóttir veitir dág- heimilinu í Grænuborg forstöðu og hún sá um stofnun heimil- isins í Stýrimannaskólanum til 8. júní í sumar, en þá tók við forstöðunni þar Ingunn Jóns- dóttir. Alls vinna 11 stúlkur við bæði heimilin, 5 í Stýrimanna- skólanum og 6 í Grænuborg. Stofnun dagheimilisins í Vesturbænum hefir orðið fé- laginu mikill kostnaðarauki, enda á félagið nú nauðsynleg- ustu áhöld (búslóð) fyrir tvö heimili. Stjóm Sumargjafar á miklar þakkir skilið fyrir sitt ötula starf í þágu bamanna, enda fjölgar þeim öðum, sem skilja og meta það. Félagið hefir nú 1200 króna styrk frá bænum og í vetur veitti Alþingi félaginu þrjú þúsund króna styrk á næstu fjárlögum. gerð upptæk. Afli var enginn, þar sem skipið var nýkomið frá Eng- landi. — Dóminum var áfrýj- að. — FÚ. 100 þúsund Gyðinga til Kúba. Stjórnin á Kúba hefir lagt fram i þinginu frumvarp um að veita 100 þúsund Gyðingum frá þýzkalandi leyfi til þess að setjast að í land- inu, og á að koma þeim fyrir á bújörðum. — FÚ. og um minningarrit, er út var gefið í því sambandi, reikningar og loks tvær stuttar en læsilegar i-itgerðir: Búfjármál Vestfirðinga, eftir .Tóhannes Davíðsson bónda í Hjarðardal og Hugleiðingar um landbúnað og lifnaðarhætti, eftir iormann sambandsins, Kristinn Guðlaugsson bónda á Núpi. Sendisveinar. S.endisveinafélag Reykjavíkur fer skemmtiför (á hjólum) suður i Kaldársel sunnu- daginn 26. þ. m. Lagt verður af stað frá þjóðleikhúsinu við Hverf- isgötu kl. 10 f. h. Skógræktaríélag íslands ætlar á þessu sumri að setja skógræktar- girðingu umhverfis land það, er porsteinn bóndi á Reykjum gaf skólanum. — Reist verður í haust smíðahús og hafin smíðakennsla næsta vetur. — FÚ. Skipafréttir. Gullfoss fór frá Vestm.eyjum um hádegi í gær á- leiðis til útlanda. Goðafoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 10. Brúarfoss fór frá Leith í fyrra- dag áleiðis til Reykjavíkur. Detti- íoss kom til Hamborgar í gær. Lagarfoss var á Ingólfsfirði í gær- morgun. Selfoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Bremen. Súðin fer i strandferð austur kl. 9 kvöld. Farþegar með Goðafossi vestur og norður í gærkvöldi: Frú Ellen Benediktsson, fríi Áslaug Poulton, Málfr. Árnadóttir, þórunn Árna- dóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Geir Sigurðsson, Ólafur þórarinsson, Kr. Arinbjamarson, læknir og frú, Fríða Guðmundsdóttir, Torfi Bjamason og frú, Dr. Jón Helga- son, biskup, Jón Gíslason, Jóhann- es Hjartarson, Óskar Einarsson læknir, .Tónína Erlendsdóttir, Olöf Guðjónsdóttir, Lilla Straumfjörð, Sigr. Bachmann, Kristján G. Gísla- son, sr. Jón Auðuns, Ásgeir Ás- geirsson o. fl. Farþegar með Gullíossi til Leith og Kaupm.hafnar: Frk. þóra Borg, ' frk. Emelía Borg, þórólfur Ólafs-

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.