Nýja dagblaðið - 16.10.1936, Page 1

Nýja dagblaðið - 16.10.1936, Page 1
4. ár. Reykjavík, íöstudaginn 16. október 1936. 238. blað. um mistökín vid Portúgalssöluna verður bí Nýja dagblaðið hefir tvo undanfarna daga lauslega skýrt frá hinum herfilegu mistökum forstjóranna í Pisksölusam- bandinu viðvíkjandi fisksölu til Portúgal s. 1. sumar. Var því haldið fram hér í blaðinu, að forstjórarnir myndu með þessu axarskapti sínu hafa haft af fiskeigendum fjárupphæð, sem t í blaðinu nemur hundruðum þúsunda. Þessi skrif blaðsins hafa nú þegar haft þau áhrif, sem nán- ar verður hægt að lesa um í næsta blaði. Forstjórar Fisksölusambands- ins, þeir Kristján Einarsson, Ólafur Proppé og Thor Thors (í'yrir Richard bróður sinn), liafa í gær sent Nýja dagblað- á xnorgun inu skjal, sem felur í sér játn- ingu um áðurnefnd mistök og hið mikla tjón, sem af þeim hefir hlotizt. Er játning þessi undirrituð af öllum þrem for- stjórunum. Þessi eftirtektai verða en öm- urlega játning hinna „ráð- kænu‘‘ manna verður birt hér í blaðinu á morgun. óf yrirs j áanlegar afleíð- íngar fyrir heimsfriðinn Vonir Frakka og Englendínga um nýjan LocarnosáUmála eyðilagðar London kl. 16,30 lþ./lp- FÚ. Yfirlýsing Belgíukonungs í gærkvöldi (sbr. frétt á 3. síðu blaðsins) um að Belgía ætlaði að halda sig utan við alla samn- inga, er gætu dregið hana út í stríð á milli nágraimalanda hennar, hefir valdið alvarlegum truflunum á stjórnmálasviði Vestur-Evróu. Hún boðar feigð allra vona Frakka og Breta um að skapa nýjan Locamosátt- mála, hún bindur enda á hem- aðarbandalag milli Frakka og Belga, og hún getur haft áhrif á starf Belgíu sem meðlims Þjóðabandalagsins. í Genf er óttast, að Belgía kunni að segja sig úr Þjóðabandalaginu, og vakin athygli á því, að í ræðu sinni á ráðuneytisfundinum minntist Leopold konungur ekki á Þjóðabandalagið, né á skyld- ur Belgíu gagnvart því. Frönsk blöð eru mjög skor- inorð í garð Belgíu í dag. Segja þau afdráttarlaust, að Belgía hafi rofið samninga sína við Frakkland, og við Þjóðabanda- lagið, og að hið margumrædda „sameiginlega öryggi“, er Bel- gía ásamt öðrum löndum hafi gengist fyrir að skapa, hafi nú beðið alvarlegan hnekki. Þjóðverjar svara fyrir- spurn Breta um það, hvort Þjóðverjar væru fúsir til að taka þátt í umræð- um um slíkan sáttmála. Svarið var afhent í morgun, en hefir ekki verið birt. Þess er getið til, að ástæðan fyrir hinni skyndilegu stefnu- breytingu Belga sé óttinn við það, að í Frakklandi kunni að koma til alvarlegs áreksturs milli kommúnimans og fasism- ans, og að í slíkum árekstri kynni að felast ófriðarhætta. Þykir Belgíu kommúnisminn og jafnaðarstefnan hafa náð fullmiklum tökum á frönsku þjóðinni, og vinátta Frakklands og Sovét-Rússlands mælist þar ekki vel fyrir. Sænskur bóndi og fornfræðingur Boðskapur Belgfíukonungs getur haft En um leið og Belgía hefir eyðilagt vonir Frakka um nýj- an Locarno-sáttmála, hafa Þjóðverjar loks svarað fyrir- spurnum brezku stjórnarinnar Sænski bóndinn Olaf Christofferson er frægur fyrir forn- fræðirannsóknir sínar og hefir hlotið Vasaorðuna í viður- kenningarskyni fyrir rannsóknir sínar og fræðastörf. Á myndinni sést hann athuga fornmennjafund, er hann hefir rekizt á á akri sínum samtímis og hann yrkir jörðina. Uppreisnarherinn býður aðeins eftir skipun um að ráðast á Madríd Báðir aðilar seg’jast hafa yfirhönd- ina í Oviede London kl. 16,30, 15./10. FÚ. 1 útvarpi uppreisnarmanna var í morgun tilkynnt, að allt væri nú undirbúið fyrir árásina á Madrid, og að hemaðarflug- vélar uppreisnarmanna hefðu á ný kastað sprengjum yfir borg- ina, og hæft hermannaskála og nokkrar opinberar byggingar. Herir þeirra Mola og Franco biðu aðeins eftir skipuninni um að sækja fram til Madrid. 1 dag hefir sá hluti af liði Franco hershöfðingja, sem telst ‘til Talaveravígstöðvanna, þok- ast nokkuð áleiðis til höfuð- borgarinnar. Þá er sagt, að hersveitir uppreisnarmanna á Siguenzavígstöðvunum hafi komist innan 34 mílna frá Madrid, eða séu aðeins 8 mílur frá Guadalajara. Spánska stjórnin tilkynnir, að stórskotalið hennar haldi uppi skothríð á dómkirkjuna í Oviedo, þar sem uppreisnar- rnenn hafi leitað sér hælis. En uppreisnarmenn segja aftur á móti, að hjálparher þeirra sé kominn til Oviedo, og hafi hrakið stjómarhersveitimar þaðan og hafi fallið af liði stjórnarinnar meira en 2000 menn. Uppreisnarmenn segjast einn- ig hafa borið sigur úr býtum í tveimur orustum við stjórnar- hersveitir í nánd við Huesca, cg hafi mannfall stjómarliða verið 250 manns í annari or- ustunni, en 500 í hinnL Tvær kröfugöngur á leíð til London í annari eru einungfis blindir menn London kl. 16,80, 16./10. FÚ. Hinir 200 atvinnulausu ! verkamenn, sem eru á leiðinni | fótgangandi frá Jarrow til London, hafa látið svo um mælt, að yfirlýsing stjórnarinnar frá því í gær, um að hún tæki ekki á móti fulltrúum frá slíkum kröfugöngum, næði ekki til þeirra, þar sem tilgangur þeirra ] væri aðeins sá, að leggja bæn- arskrá fyrir þingið. En bænar- skráin fer fram á það, að stofn- | að verði til iðnreksturs í Jar- j row, í því skyni að veita at- vinnulausum mönnum vinnu. (Jarrow var mikill iðnaðarbær áður en kreppan skall á, en nú eru 8 af hverjum 10 vinnufær- um mönnum þar atvinnulaus- ir). Bænarskráin er borin í kistli, sem borinn er í broddi fylking- ar. Þingmaður kjördæmisins, sem Jarrow er í, er í fylgd með kröfugöngumönnum, en það er Miss Ellen Wilkinsson. Kröfu- göngumenn eru nú komnir til Wakefield. önnur kröfuganga, sem er á leið til Lundúna, er farin af blindum mönnum, og feta þeir sig áfram hönd í hönd í áttina til höfuðborgarinnar, en þeir ætla að krefjast endurbóta á löggjöfinni um styrk til handa blindum mönnum. Ægir tekur togara í land* helgi úti fyrir Yestfjörðum Varðskipið Ægir tók síðastl. þriðjudagskvöld togara í land- helgi út af Súgandafirði og fór með hann til Isafjarðar. Átti Nýja dagblaðið í gær tal 2við 2bæjarfógetann á Isa- firði, Torfa Hjartarson. Sagði hann, að togarinn væri frá Grímsby héti Holborn og hefði verði ákærður fyrir hlerabrot. Féll dómur í máli togarans síðdegis í gær og slapp skip- stjórinn, Warander, með á- minningu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.