Nýja dagblaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Sigurður Helgason Með áætlunarbíl Ber er hver að bakí Saga Sigurður Helgason skóla- sumarið, og pabbi þeirra fer stjóri, hefir áður sent frá ser fyrir fáeinum árum, smásögu- safn, sem hét Svipir. Nú ríður hann aftur úr hlaði með nýrri skáldsögu: Ber er hver að baki. Þetta er ekki svo lítil bók, 140 bls. Sagan gerist úti á einum af- kjálká landsins, Hún er um baráttu öreiga fjölskyldu við harðýðgi manna og miskunnar- leysi náttúruaflanna. Sagan hefst á því, að hjón með þrjá unga drengi eru að ílytja búferlum á eyðikot inni í afskekktri, veglausri og fjöll- um girtri vík, þar sem langt er til allra mannabygða og tor- farið, bæði á sjó og landi. Nýju hjónin í Hvalvík, Einar og Anna, hafa verið á hrakn- ingi, átt ýmsa nágranna og mis- .jafna. Og þau flytjast á eyði- kotið með þeirri ánægjukenndu íullvissu, að þar verði þau og böm þeirra þó látin óáreitt af mönnunum. Bóndinn hefir hlotið viður- nefni. Ilann er kallaður dula — og ber nokkuð nafn með rentu. Þarna geris't svo meginefni sögunnar. Þáttur ráðsnauðra, þróttlítilla einyrkja, með hug- aiih fullan af vanmáttartilfinn- ingu og tortryggni gagnvart meðbræðrum þeirra. Þessi bók Sigurðar Helga- sonar er um margt vel gerð. Hún er rituð í léttum, við- feldum stíl, einkum \nða fram- an 'til, og sumar lýsingamar eru afbragðsgóðar. En einn kaflinn þykir mér beztur. Hann er um það, þegar Einar leggur af stað til næstu byggða og skilur drengi sína effir eina í kofunum. Mamma þeirra hefir dáið um til að leita ráða „dýralæknis" við doða í nýborinni kú, sem flutt hefir verið innundir bað- stofupallinn úr hrundu fjósinu. Lýsing söguhöfundar á líðan drengjanna, samtali þeirra og hugsunum fyrstu nóttina, sem faðir þeirra er að heiman, iepptur í iðulausri stórhríð, er fyrirtak. Lesandi lifir sig ósjálfrátt inn í þessa dapurlegu atburði. Það er sem hann sjái fyrir sér þessi litlu einmana snáða, þar sem þeir leggja út úr bæjar- dyrunum með heypokann milli sín, til að gefa kindunum tuggu; sjá æðisgenginn storm- inn kasta þeim niður á frosinn klakann, hvernig þeir í hug- stola örvænting höggvá fingr- unum niður í hjamið með hverja taug þanda af skelfingu, skríðandi í átt til bæjarhreys- isins, í óttatrylltri glímu við sjálfan dauðann. Eða loks þegar litlu kútarnir eru komnir inn og sitja í orð- lausri örvænting á rúmfletinu, aleinir, í hriktandi baðstofu- skriflinu, langt frá öllum lif- andi verum, nema hálfdauðri kúnni undir pallskörinni og nokkrum hungruðum kindar- skjátum í skemmuhjallinum. Hverng h ræðslan um afdrif föðurins, sem þeir halda úti í bylnum, rennur saman við skelfingu stormgnýsins, myrkr- ið og kuldann og hungrið, sem leggst að lokum með lamandi magni á líkami þeirra og sálir. Þessi kafli sögunnar er rit- aður af manni með ótvíræða skáldhæfileika. Og Ber er hver að baki, er eflaust bezta saga höfundar, sem út hefir komið. H. J. í Kalkutta Höfnin til íshafsins Rithöfundurinn John Fran- kel hefir ritað í erlent stórblað nýverið ferðalýsngu norður gegnum eyðimerkur Lapplands og alla leið til íshafsins við norðurströnd Finnlands. Eftirfarandi grein er nokkrir þættir úr ferðasögu hans í lauslegri þýðingu og nokkuð stytt. I Rovaniemi endar járn- braut Fnnlands. Heimskauts- baugurinn liggur aðeins 4 km. norðan við þorpið, eins og ó- sýnileg slá þvert yfir landið. Rovaniemi — það er einhver viltur hljómur í þessu nafni. Tungan getur haft það lengi að leik. Það er Finnlands nyrzti „stórbær", þyrping af tréhús- um með 5000 íbúa — á mörk- unum milli Finnlands og Lapp- lands. Áætlunarbíllinn er í bakgarði pósthússins. Það liggur einhver kynleg, þögul eftirvænting í hugum farþeganna. Þeim fer líkt og heimskautaförum, sem sendir eru úr síðustu höfn: Hvað bíð- ur þeirra á ókunnri leið? Koma þeir nokkurntíma aftur? Og hér er bíllinn, gulur og gljáandi, gerður í Vestur- heimi. Þessi stóri bíll á fyrir sér 530 km. vegalengd, gegnum eyðiskóga Lapplands, norður að hafi. Bílnum er skift í þrennt. Fremst er bílstjórinn, skemmti- ferðafólk og langferðamenn, í miðjunni rúm fyrir flutning og aftast sæti fyrir farþega 6 stuttum leiðum, bændur skóg- böggvara og vegavinnumenn. Við fáum okkur sæti fremsrt. Hver skyldum við svo sem vera? Norskur hafnarstjóri með þriflega konu, á skemmtiferð yfir landamærin. Svo er það rauðbirkinn Skoti, juristi að lærdómi og heiðursritari í „De- bating klubb“ í skozkum smá- bæ. Virðuleikinn og skyldutil- finningin hvílir þyngra á hon- um en nokkumtíma hinn geysistóri bakpoki. Hann kepp- ist við að skrifa niður athug- anir sínar í fyrirlestrarefni seinna, er heim kemur. Allra aftast — af tilviljun — situr sænskt par, ný trúlofað, sem er að taka sér ofurlítið af brúðkaupsferðinni fyrirfram. Þau hafa yndæl blá augu, sem verða glampandi, fallegar rjóðar kinnar, sem öðru hvoru verða ennþá rjóðari. Og svo er þama að síðustu lítill, sólbrendur Frakki með enn lágvaxnari konu. Þau halda upp á Norðurlandaferðir. Á töskunum þeirra stendur: Norðkap, Island, Spitzbergen. Lappland vantar ennþá á list- Borgin er ein sú stærsta á Vestur-Indlandi og stendur víð stærstu óshólma í heimi, sem eru litlu minni en ísland að Slatarmáli. Frá Kalkutta tá Bretar m a. mikinn hluta al þeim margvtslegu nýlenduvörum, er peir sækja til Indlands. ann. — Svo ekur bíllinn. Eftir stutta stund höfum við kynntít og erum eins og gamlir vinir. Ilafnarstjórinn segir sögur af sér frá fyrri árum, konan hans hlustar af áfergju — eins og hún heyri þær í fyrsta sinn. Þau nýtrúlofuðu horfa ekki Tilkynniná frá Gjaldeyrís- og mnflutningsiiefnd Þeir, sem óska að flytja yörur til landsins á fyrstu 4 mánuðum ársins 1937, sendi umsóknir um gjaldeyris- og innflutningsleyfi til nefndarinnar fyrir 12. nóvember næ8tkomandi. Þeir sem senda umsóknir síðar, mega bú- ast við að þær verði ekki teknar til greina. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd Umsóknir um námsstyrk samkvæmt ákvörð- un Mentamálaráðs (kr. 10 OOO), sem veittur er á fjárlögum ársins 1937, sendist ritara Menntamálaráðs, Ás- vallagötu 64 Reykjavík, fyrir 1. des- ember 1936. Styrkinn má veita konum sem körl- um, til hvers pess náms, er Mennta- málaráð telur nauðsyn að styrkja. Umsóknir um styrk til skálda og lista- manna, sem veittur er á íjár- lögum 1937 (kr. 5000,00), send- ist ritara Menntamáiaráðs, Ásvallaáötu 64, Reykjavík, fyrir 1. desember 1936. GANGLERI X. árg. II. hefti Þetta rit er málgagn guð- spekinga hér á landi, eins og kunnugt er. II. hefti þessa árangs er ný- lega komið út. Ritstjóri þess á þar flestar greinarnar, þeirra, sem í heftið skrifa. Efni þess er þetta m. a.: — Af sjónarhól, Eilífð (kvæði), Trú og guðspeki, Skapandi list og Niður með vopnin, allt eftir ritstjórann. Þá er ritgerð þýdd Návist guðs, ef'tir R. W. Emer- son, Vegur helgunarinnar, eftir " ----................ mikið út um gluggann heldur hvort á annað. Þau eru enn á uppgötvunarferð í eigin eðli og sál. En frönsku hjónin horfa út með athygli. Það er langt síðan þau trúlofuðust. Framh. George Arundale, Karma, eftir Kr. Sig. Kristjánsson, þjóð- skipulag og þróun eftir Jón Arnason, Trúmál eftir Guðm. Árnason o. m. fl. Þetta rit er mjög læsilegt að vanda. Ritstjóri þess, Grétar Fells, er einkar viðfeldinn rit- höfundur, óvenjulega drengi- iegur og Ijós í rithætti. Og þótt guðspekinafnið sé í sjálfu sér nokkuð yfirlætisfullt og kenningar þessara fræða, sumar hverjar a. m. k., ein- hverjar þær torskildustu, sem hugsun leikmannsins getur á annað borð beitt við athugandi skynsemi, er margt þar svo | fallegt, hugnæmt og heillandi, að jafnan er óblandin ánægja að því að lesa margt það, sem um þessi efni er ritað, einkum frá hendi rtistjórans. H. J.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.