Nýja dagblaðið - 17.07.1937, Síða 1

Nýja dagblaðið - 17.07.1937, Síða 1
Geríst kaupendur Nýja dagblaðsíns strax í dag! rvyj/% 0/^(5» IBIL?MÐIHÐ 5. ár. Reykjavík, laugardaginn 17. júlí 1937. 163. blað Framsóknarflokkuriun og Alþýðuflokkuriim votta núverandí ríkísstjórn traust íram tíl næsta Alþíngis Þegar landkjörsstjórn hafði lokið talningu atkvæða og út- hlutað uppbótarsætum, var þingræðisleg nauðsyn að veita nú- verandi ríkisstjórn stuðning þingmeirahlutans þar til Alþingi kemur saman, væntanlega um miðjan októbei’. Þeir af þing- mönnum stjórnarflokkanna, sem heima eiga hér í bænum og í grendinni, hafa nú þegar lýst yfir slíkum stuðningi, en þeir sem fjær búa, munu gefa slíka yfirlýsingu símleiðis í dag. Auk þess hafa miðstjórnir beggja flokka í gær samþykkt svofellda yfir- lýsingu um áframhaldandi samstarf fram til haustþingsins: •>••'• " - ■ f •■• : „Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem hafa sam- Síldaríréttír Togarinn Brimir kom í gær- morgun til Norðfjarðar með 732 mál síldar, er hann veiddi austan við Langanes. Til Siglufjarðar komu frá því kl. 10,30 í fyrradag til kl. 15,30 í gær aðeins 4 skip. Eitt þeirra, Síldin, fékk 700 mál í tveim köst- um, út af Vatnsnesj. Hægara veð- ur var í gær og minni sjór, en livasst var þó enn útifyrir. I gær sást mjög mikil síld vaða ínni í Vopnafirði. Sjómenn veiddu vel i lagnet. — þegar skejdi var sent, kl. 16, sáust engin síldveiði- skip i firðinum. — FÚ. eiginlega meira hluta á Alþingi, hafa komið sér saman um að leita samninga um ágreiningsmál sín og önnur mál, sem úrlausn- ar krefjast og gera, ef samkomulag næst, opinberan málefna- ••:tS6M samning um áframhaldandi stjóniarsamvinnu. Á meðan á þess- um samningaumleitunum stendur, korna flokkarnir sér saman um að styðja núverandi ríkisstjórn, enda verði Alþingi kvatt saman eigi síðar en 15. okt. næstkomandi.“ Togari dæmdur. Togarinn Napier frá Aberdeen, er varðskipið Ægir tók innan land- lielgislínu við Dyrhólaey síðast- liðinn sunnudag, var í fyrrakvöld dæmdur í lögreglurétti Vestm.- eyja til þess að greiða 22 þúsund krónur og afli og veiðarfæri gert upptækt. — Skipstjórinn áfrýjaði dóminum. — FÚ. Beínagrind nýfundin af manni, sem varð útí fyrir 16 árum Lax Hann er tekinn að gauga í ár víð ísaf jarðardjúp það er ekki vitað að lax hafi gengið í ár við ísafjarðardjúp fyr on á allra siðustu árum. í fyrrasumar veiddqst 20 laxar í algengt silunganet í Ósá við Bol- ungarvík. þá hafa veiðst nokkrir iaxar i Hvannadalsá i Nauteyrar- hreppi, sem er fyrir botni ísafjarð- ardjúps. Virðist laxagengdin fara fremur vaxandi. Ilefir þetta leitt til þess að nú er farið að setja klakseyði í ár vestra. Verða að þessu sinni flutt 12 þús. klakseiði í Laugardalsá, 25 ' þús. i Selá hjá Melgraseyri og 10 þús. í ísafjarðará, en hún rennur ! i samnefndan fjörð innst í Djúp- j inu. í boði Búnaðarfélagfs Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri fór með Ole Her- 'Mg ritara búnaðarfélagsins norska og Winther Lutzen búnað- arráðunaut Færeyinga í sex daga ferð til Norðurlands í boði Bún- aðarfélags íslands. Voru skoðaðir meðal annars bændaskólarnir á Hvanneyri og Hólum, tilrauna- * stöðin á Akureyri og verksmiðjur Kaupfélags Eyfirðinga. Einnig var ekið fram Eyjafjörð og kynntu þeir sér búnaðarháttu bænda. I fyrramorgun fann Valdimar Jóhannsson kennari mannsbein í þrengslum, hálftíma gang í suður frá Kolviðarhóli. — Farangur og peningar, sem fundust á staðnum, leiddu i ljós, að þetta voru bein Dagbjartar Gestssonar, bátasmiðs, íþróttaskólanum að Laugarvatni lauk 30. f. m. — Skólinn stendur vfir í 9 mánuði. Forstöðurnaður og aðalkennari skólans er Bjöm Jak- obsson. — Að þessu sinni voru Af orustum í Madrid fréttist það helzt í gær, að ákafar loftor- ustur hafa verið háðar yfir Mad- rid bæði i fyrradag og gær og veitir stjórnarhernum betur. Hins- cr úti varð á Hellisheiði i des- cmbcr 1921. — Dagbjartur ætlaði írá Eyrarbakka til Reykjavíkur einn og gangandi. Var hans á sinum tíma mikið leitað, en árangurslaust. — FÚ. brottskráðir 4 kennarar: Guðjón Tngimundarson, Svanshóli Stranda- sýslu, .Tón F. Hjartar, Siglufirði, Páll Sigurðsson Ilólum í Hjalta- dal og Sigrún Jónsdóttir, Höfn í Hornafirði. — FÚ. að her hennar hafi beðið lægri lilut í Arragoníu. Framsókn uppreisnarmanna við Santander er stöðvuð. Síðustu daga hefir stjómarher- inn tekið tvö þúsund uppreisnar- \egar er það játað af stjórninni, liermenn höndum á vígstöðvunum við Madrid. — FÚ. Iþróttaskólanum að Laugarvatní slitið Fjórir nýír ípróttakennarar Loftornstur yíír Madrid Stjórnarherínn tekur tvö þúsund fanga LONDON: Tóli prestaköll óveitt. Þeim, sem stunda guðiræðinám, ier iækkandi. Fjórir guðiræðingar luku próii í iyrra og einn á pessu ári. Viðtal við dr. Jón Helgason, biskup. Eins og mörgum mun kunnugt, voru nýlega auglýst á milli 10 og 20 óveitt prestaköll. Af því að þetta eru óvenjulega mörg presta- köll, sem laus eru á sama tíma, íór ég frant á það við Dr. Jón H.elgason biskup, að fá upplýsingar um þetta fyrir Nýja dagblaðið. ! Varð biskup fúslega við þeirri ! málaleitun. Biskupinn var að vinnu í skrif- stofu sinni er ég kom lieim til hans í gær. — Hvað eru þetta mörg óveitt prestaköll, sem þér auglýsið í sumar? — það eru þessi 12 prestaköll, sem nú sem stendur eru óveitt: Stafholtsprestakall í Mýrapró- fastsdæmi, Brjánslækjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi, Staðarprcstakall í Norður-ísafjarð- arprófastsdæmi, Viðvíkurpresta- kall í Skagafjarðarprófastsdæmi, Hvammsprestakall í Laxárdal í Skagafjarðarprófastsdæmi, Glaum- hæjarprestakall i Skagafjarðar- prófastsdæmi, Hálsprestakall i Suður-þingeyjarprófastsdæmi, Skeggjastaðaprestakall í Norður- Múlaprófastsdæmi, Hofteigspresta- kall í Norður-Múlaprófastsdæmi, Hofsprestakall i Suður-Múlapró- fastsdæmi, Kirkjubæjarklausturs- prestakall i Vestur-Skaftafellspró- fastsdæmi og Sandfellsprestakall í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi. Á Hálsi og Skeggjastöðum eru settir prestar. — Eru svo til prestar i öll þessi prestaköll? — það er nú líklega varla, því í fyrra útskrifuðust ekki nema fjórir guðfræðingar og á þessu ári aöeins einn. — Verða samt ekki kosnir prest- ai bráðlega á sumum þessum stöð- um? — .Tú líklega í fjórum presta- köllum og á sunnudaginn á að fara fram prestskosning í Staf- lioltsprestakalli og þar eru fimm umsækjendur, þeir: Bergur Björns- son prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd, Páll þorleifsosn prcstur á Skinnastað, Gisli Bryn- jólfsson cand. theol., þorgrímur V. Sigurðsson prestur á Grenjað- arstað og- þorsteinn Björnsson, sem var kapelán hjá Sveini Guð- mundssyni í Árnesi í Stranda- rýslu. Um Glaumbæjarprestakall í Skagáfirði hafa svo sótt þeir I Tryggvi Kvaran prestur á Mæli- felli og Lárus Arnórsson prestur á Miklabæ. þcgar hér var komið hringdi síminn, og- á samtalinu lieyrði ég að biskup mundi vera að fara í ferðalag. — Já, ég ætla að skjót- ast vestur í Súgandaíjörð með Brúarfossi næst og vigja kirkju, sem er nýbyggð á Suðureyri. En kemur Brúarfoss á Suður- eyri? — Nei, en ég verð sóttur á mót- orbát út í fjarðarmynnið og skip- stjórinn ætlar að vera svo góður að liægja á skipinu og skjóta mér ofan í bátinn, og ef til vill kemst ég á sama hátt með skipinu til iiaka. — Mér finnst biskupinn tala um þetta ferðalag eins og hanr sé ung- iii maður ennþá. — Já, eg er vanur við að ferðast, og Súgfirðingar hafa sýnt svo rnikinn myndarskap við þessa kirkjubyggingu — fullbyggð er luin alveg skuldlaus — að mér -annst sjálfsagt, að ég færi, þó ég þyrfti eitthvað á mig að leggja. — Eru þetta einhver fornbréf sem þér hafið þarna í þessari stóru skrifuðu bók á borðinu yðar? — Já, það er bréfabók Skálholts- i iskupsdæmis fr 1684—89, en ann- ars er ég að ijúka við að ganga frá Sögu Reykjavíkur einmitt núna í kvöld, og hérna hefi ég hana hjá mér. þetta verður 20 arka bók og mikið af myndum í henni af Reykjavik frá ýmsum tímum. þarna er t. d. mynd af Hólavallaskóla, sem ég hefi gert eftir grunnmáli og lýsingum; þarna cr dómkirkjan eins og hún var áður en byggt var við hana og hún stækkuð. þarna er mynd af gömlum bæ, í þessum bæ fædd- ist .Tón Guðmundsson, fyrsti rit- stjóri þjóðólfs, og svo eru hér nýrri myndir: Arnarhvoll, Sjafn- argata o. s. frv. Alls eru 232 myndir í bókinni, en um helming- ur bókarinnar er lesmál. —• Eruð þér búinn að vinna lengi að þessari sögu? — Já, og eiginlega fór ég fyrst að hugsa um þetta á skólaárum mínum; þetta er aðallega bygg- ingarsaga Reykjavikur fram um 1900, en eftir þann tíma fer vöxt- urinn að verða svo ör, að illmögu- legt er að fylgjast með því, — svona í hjáverkum. Eg hefði gjarnan viliað vera þarna lengur og fá meiri fréttir, því af nógu var að taka, en mér fansl það of mikil ágengni, að tefja lengur, óskaði ég svo bisk- upi góðrar ferðar vestur með Brúarfossi og mótorbátnum, til að vigja þessa nýju kirkju, en það mun vera 17. kirkjan, sem Dr. Jón Helgason biskup vígir. Magnús Stefánsson. Flug yfír Atlantshaf LONDON: Brezku og amerisku flugbátarnir ,,Caledonia“ og ,Clipper“ lögðu af stað í gærkvöldi í annað tilrauna- f’.ug sitt yfir Atlantshaf. Lagði Caledonia af stað frá Newfound- land, en Clipper frá írlandi. - FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.