Nýja dagblaðið - 03.04.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 03.04.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Karlakór Akureyrar Það er engin nýlunda hér í Rvík að heyra karlakórssöng. Hann hefir verið stundaður hér af miklu kappi hin síðustu ár, en blandaður kórsöngur hafð- ur fremur útundan, sem hefir þó ólíku meiri skilyrði til að skapa fagra, göfuga og tilbreyt- ingaríka músík, þegar raddir beggja kynja eru smekklega notaðar. Það var þvi ekki eingöngu til þess að hlusta á karlakórssöng, sem ég fóx niður í Gamla Bíó, heldur fyrst og fremst til þess að sjá hinn merkilega mann, Áskel Snorrason, í eigin per- sónu, manninn, sem hefir skap- að hið dásamlega lag „Atburð sé ég anda mínum nær“, lag, í raun og veru er ein fundin perla og dýrmæt þjóðareign eins og kvæðið. í öðru lagi er það sjálfsögð skylda allra söng- hneigðra manna, að koma til dyra þegar svo góða og langt að komna gesti ber að garði. Meir- en hálfur fjórði tugur söngmanna gekk fram á pall- inn og allra síðast sérlega lag- legur maður, karlmannlegur og þéttur á velli. Hann hvíslar að söngmönnum og þeir hefja þegar' söng sinn: „ísland ögr- um skorið“, eftir Sigvalda Kaldalóns, en það lag ætti að verða þjóðsöngur íslendinga, (því að „Ó, guð vors lands“, er og verður lofsöngur, hátíða- söngur, en ekki almennur þjóð- söngur). Það kom svo æ betur í ljós, að hér er á ferðinni karlakór, sem vert er að hlusta á. Ekki eru þó söngraddirnar betri en gerist, heldur er það hinni nákvæmu, smekkvísu, innfjálgu, en þó um leið karl- mannlegu stjórn Áskels Snorra- sonar að þakka. „Hér var mað- ur, sem sagði satt“, segir E. B. Karlakór Akureyrar hrífur á- heyrendurna með gáfulegum (stemningsríkum) söng fremur en hávaða. Þó álít ég að Á. S. gæti gert sönginn tilbreytilegri með því að leyfa söngmönnum kröft- ugri upphlaup við og við, það má nefnilega vara sig á því að mjög jafnmildur kórsöngur verði ekki svæfandi. Annars mun vera leitun á söngstjóra, sem betur kann að fara með þá söngkrafta, sem hann hefir yf- ir að ráða. Það var t. d. ekki laust við að sumir áheyrendur fylltust nokkrum ugg, þegar að K. A., sem ekki virðist vera sér- lega raddsterkur kór, fór að syngja hið þaulsungna lag: „Ólafur Tryggvason", en það fóru svo leikar, að ég man ekki til að hafa orðið eins hrif- inn af að heyra það lag sungið — og svo var um fleiri. Tveir einsöngvarar sungu þarna, báð- ir laglega, sérstaklega virðist Sverrir Magnússon sjómaður hafa óvenju bjarta tenorrödd, en hættir við að syngja of hratt. Söngnum var forkunnar vel tekið og að maklegleikum. Stjórn Á. S. er dæmi þess hvað gera má með almennum söngkröftum. Þó hefir K. A. ó- venju góðum bassamanni á að ÁSKELL SNORRASON skipa, og er það mikill styrkur í hverju söngfélagi. Sennilega er lítið um góða bassamenn hér á landi, enda er ísl. kór- söngur oft eins og grunnlaus turnbygging. Eitt var þó sem tilfinnanlega skorti á söngskemmtun þessari, nefnilega áheyrendur. Það er svo breytið, að menn forðast oft hið bezta, en elta allskonar „göjl“ í þúsundatali. Hér er flokkur alþýðumanna, fagur- lega þjálfaður 1 listrænum söng. Hvar eru nú söngelsk- ir, sjómenn, verkamenn, iðn- aðar- og verzlunarmenn, stétt- arbræður og systur þessara góðu gesta, og hvar eru nú aðr- ir söngelskir Reykvíkingar? — Væntanlega fylla þeir húsið í dag, þegar K. A. syngur hér í síðasta sinn. Ríkarður Jónsson. Bióin. Hin ákærða Hin ákærða heitir myndin, sem Nýja Bíó er að sýna. Leika aðal- hlutverkin Douglas Fairbanks og Dolores del Rio, dansparið Gaby og Tony Seymour. Mynd þessi er spunnin af öf- und og afbrýði öðrum þræði, en ást hinum. Yvettee, sem lítur Tony girndaraugum, en leggur hatur á Gaby, deyr fyrir hendi morðingja. Böndin berast að Gaby. Það er ógerlegt að sanna sakleysi hennar, allt bendir ótví- rætt til þess gagnstæða. Á síðustu stundu leysist þó hnúturinn. En þá vitneskju, hverjum dauðasökin hvílir á, er bezt að geyma áhorfendunum. Vid kynntumst í París Myndin, sem Gamla Bíó er að hefja sýningar á, Við kynntumst í París, gerist að mestu í Sviss að vetrarlagi. Ung amerísk stúlka, sem hefir tízkuteikningar að atvinnu, leik- in af Claudette Colbert, leggur leið sína til París. Það hefir ver- ið hennar draumur að komast þangað. Þar kynnist hún tveim- ur Ameríkumönnum, sem hún fer með til Sviss. Þar henda mörg atvik við í- þróttir og leiki og áhyggjulaust líf. Ungu mennirnir fella ástar- Reykjavikurannáll h.f. REVYAN r oyoooir 17. sýning í dag kl. 2 e. h. stundvís- lega í Iðnó. Venjulefft leikhúsverð. Aðgöngumiðar við inn- ganginn. 18. sýning annað kvöld kl. 8 stundvís- lega. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 1—7 og á morgun eftir kl. 1. Venjulegt leikhúsverð daginn, sem leikið er. 19. sýning Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7, á morgun kl. 1—7 og eftir kl. 1 á þriðju- dag. Venjulegt leikhúsverð daginn sem leikið er. PRENTMVNDASTOFAN LEIFTUR Hafnarstræti 17, (uppi), býr til 1. ílokks prentmyndir. Sími 3334 K A V P i Ð LÉREFTSTUSKUR hreinar og heillegar, (mega vera mislitar), kaupir Prentsmiðjan EDDA h.f„ Lindar- götu 1D. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. hug til stúlkunnar og þriðji keppinauturinn bætist í hópinn. En að siðustu verður ekki leng- ur fram hjá því komizt að gera upp reikningana. Að lokum myndarinnar siglir unga stúlkan hraðbyri mót ströndum fósturjarðar sinnar og nýju tímabili æfinnar. Karlakór Aknrevrar Söngstjórí Askell Snorrason Muníð síðasta samsöng Karlakórs Akureyrar í Gamla Bíó kl. 3 í dag. Aðgöngumidar hjá Eymundsen og K. Viðar. VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR A LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF- UNNAR. ViStækjaverzlunin veitir kaupendum viBtækja meirl tryggingu um hagkvæm viðskipti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram f tækj- unum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt eingðngu varlð til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiðslu þess og tll hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert helmili. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækj’argötu 10 B. Sími 3823. iVIROINIA OGAREIIiIR 20 stykkja pakkimt kostar kr. 1,35. Fést / Sl/urn hum Skyndisalan heldur áfram. H1 j ó <3 f æ r a. Iol \jl s i ð- Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá Samband isl. samvinnufélaga Sími 1080. ► Borgíð Nýja dagblaðið!

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.