Nýja dagblaðið - 03.04.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 03.04.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstjórnarskrifstofurnar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Simi 2323. Eftir kl. 5: Sími 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Simar 3948 og 3720. Stuðningur fyrst um sinn Ókunnugir menn kynnu að halda, að Framsóknarmönnum gengi til mikil og þröngsýn flokkseigingirni, að taka einir stjórn landsins, með „stuðningi fyrst um sinn". En ástæðan til þess, að Framsóknarflokkurinn hefir nú aðstöðu til að mynda hreina flokksstjórn, er einmitt sú, að hann hefir starfað að landsmálunum með óvenjulegri víðsýni. Til eru tvær meginstefnur í flokkspólitík. Hin bezt kunna er sú, að hrifsa allt undir flokk- inn, og útiloka alla þá áhrifa- menn á opinber mál, sem ekki tilheyra flokknum. Úti í heimi ganga kommúnistar og nazist- ar lengst í þessum efnum. Hér hefir gætt mikið til hins sama. Alþýðuflokkurinn valdi ein- eingöngu flokksmenn á skrif- stofu alþýðutrygginganna, og sjálfstæðismenn völdu á sama hátt hvern einasta starfsmenn í sjúkratryggingarnar. Báðir þessir flokkar vilja láta líta svo á,að þeir einir geti ráðið I land- inu og þeir einir eigi að gera það. Framsóknarflokkurinn trúir að vísu á gildi sitt og framtíð, en hann hefir ekki þessa óbil- andi Tyrkjatrú. Framsóknar- menn hafa sýnt það í verki, að þeir eru samvinnumenn. Með tuttugu ára starfi eru Fram- sóknarmenn búnir að spinna þræði vingjarnlegrar og gagn- legrar samvinnu um þjóðlífið, þar sem áhrif Alþingis ná til. Meginregla Framsóknarmanna er sú, að fulltrúar hinna þriggja raunverulegu stjórnmálaflokka eigi sem allra víðast að starfa saman að lausn vandamáianna, og að á þann hátt einan geti landið notið allra þeirra krafta sem þjóðin á til á hverjum tíma. Astæðan til þess að Fram- sóknarflokkurinn hefir nú myndað flokksstjórn og er ekki smeykur, þó að stuðningurinn sé að eins „fyrst um sinn", er sú, að Framsóknarm. vita, að þeir eru, án þess að menn hafi veitt því eftirtekt, búnir að byggja nýtt stjórnarform i landinu með samvinnu allra flokka. Bönkunum, síldarbræðslunum, fisksamlaginu, fiskimálanefnd, i síldarsöltuninni, kjötverzlun- 'inni og mjólkurskipulaginu er stjórnað af bræðingsstjórn allra flokka, og Framsóknar- flokkurinn hefir átt meginþátt í að skapa allt þetta nýstárlega samstarf. Það má bæta við nokkrum stjórnarnefndum, sem starfa að andlegum málum, svo sém menntamálaráði, Þingvalla- nefnd, skólabókaútgáfan, kirkjuráðið o. s. frv. í flestum þessum nefndum vinna full- trúar fyrir núverandi lífsstefn- ur að lausn vandamála út frá einu sjónarmiði, að starfa eins og þjóðinni hentar bezt. Framsóknarmenn byggja þessa stjórnarstefnu á því, að þjóðin sé of fámenn, of fátæk og of bæld af gamalli kúgun til þess að henni henti að svo sem helmingur þjóðarinnar sé rétt- laus og áhrifalaus á hverjum tíma. Framsóknarmenn vilji leita að mannsefnum hvar sem þau er að finna, og vinna að því að hver maður, sem nokkur dugur er í, fái að starfa meðan dagur endist. Gott dæmi um þessi vinnubrögð eru það, að ég flyt nú með tveim öðrum þing- mönnum frv. um skipulag bæja og kauptúna, þar sem gert er ráð fyrir að Guðm. próf. Hann- esson fái aðstöðu til að starfa að þessu áhugamáli sinu, sem hann hefir ekki rétt til, sökum aldurs og annarra lagaákvæða nema ef þetta frv. nær fram að ganga. í öðrum flokkum hefðu gamlar væringar frá óskildum viðfangsefnum, verið látnar standa í vegi fyrir þeirri eðli- legu og réttmætu . viðurkenn- ingu, sem hér er vikið að. Það var töluvert erfitt að f á því framgengt, að helztu flokkarnir hefðu forseta á Alþingi, en nú er þar byrjuð venja, sem reyn- ist vel, og hefir haft mjög góð áhrif á störf Alþingis. Það var líka erfitt að koma því til leið- ar, að allir flokkar . ættu full- trúa í stjórn síldarverksmiðj- anna. Nú er það orðið, og að lokum komin sterk og tiltölu- lega samstæð stjórn með mjög dugandi framkvæmdastjóra. Það var heldur ekki vel tekið upp af Haraldi Guðmundssyni og nánustu vinum hans, þegar ég kom á því skipulagi, að Al- þýðuflokkurinn fengi 4 for- menn í sjúkratryggingunum, en hinir flokkamir 2 hvor. í stað þess að hafa nálega ekkert vald í sjúkratryggingunum, vildi H. G. hrifsa allt, jafnvel þó að það yrði ekki nema stundar- friður, þar til allt var tapað að nýju. Framsóknarmenn munu halda áfram sinni rólegu og víðsýnu stjórnarstefnu. Þeir eru viðbúnir að ganga til kosninga í vor, eða að vori, og sýna trú sína í verkinu. En þó að flokk- urinn sé viðbúinn að berjast fyrir stefnu sinni og málefnum, þar á meðal því atriði, að hvor- ugur nábúaflokkurinn fái að- stööu til að byrja á einræðis- brölti og útiloka alla aðra menn frá starfi og áhrifum, þá er Framsóknaxmönnum miklu kærara starfið, og skapandi þróun, heldur en óþarft og til- gangslaust strið. Hin nýja stjórn þriggja Framsóknarmanna, er ekki eins veik og andstæðingarnir halda. Hún styðst við sinn eigin kraft, við orku flokksins og við hin margháttuðu hjálparvígi, þar sem allir flokkar eiga fulltrúa, (Frh. á 4. síðu.) Dregíð fyrír Eftir Jónas Jónsson Efst við Skólavörðustíginn I j Reykjavík hafði ungur málari, Kristján Magnússon, keypt sér hús, gert um það prýðilegan garð og byggt áfast við það myndar- lega vinnustofu, með stórum og hentugum sýningarglugga. í þessum glugga voru stöðugt nýj - ar myndir, því að málarinn var afkastamikill I bezta lagi. Hann haf ði valið sér staðinn með hag- sýni. Allir Reykvíkingar unna hinu fagra útsýni frá Skóla- vörðutorginu. Allir útlendingar ganga þangað til að sjá Leifs- myndina. Þúsundir manna gátu ekki komizt hjá að sjá málverk Kristjáns Magnússonar, um leið og þeir gengu á þann stað, þar sem er mest og víðast útsýn I Reykjavík. Seint í vor sem leið var ég ný- kominn heim úr langri ferð. Ég kom frá Skólavörðutorginu og hugsaði mér að líta um leið I gluggann hjá málaranum. En þegar þangað kom, var ekkert listaverk til sýnis. Tjald dauðans var dregið fyrir gluggann. Krist- ján Magnússon hafði andazt af holskurði fyrir fáum dögum. Kristján Magnússon hafði verið óvenjulega hraustur maður alla æfi. Skyndilega hafði hann feng- ið innvortismeinsemd, sem beztu læknum tókst ekki að ráða við. Mér þótti þetta fráfall svo sviplegt, að mig langaði til að kynna mér lítið eitt æfiferil þessa unga listamanns. Ég fékk smátt og smátt að vita aðalat- riðin úr hinni stuttu æfisögu hans. Kristján var fæddur á ísafirði 1903. Faðir hans var skipstjóri. Kristján missti báða foreldrana meðan hann var á barnsaldri. Seytján ára fór hann til Ameríku og stundaði málaranám í listaháskólanum í Boston alla vetur frá 1921—26, en var sjómaður á sumrin, að ísfirzkum sið. Hann stundaði síðan framhaldsnám eitt ár vestan hafs, kom síðan heim, og byrjaði að mála náttúru ætt- landsins. Hann fór víða um land og valdi sér mörg hin mikil- fenglegustu viðfangsefni. Hann lagði alveg sérstaklega stund á að mála landið í fannahjúp. Enginn íslenzkur málari hefir látið eftir sig jafnmargar vetr- armyndir eins og hann. Jafnhliða því að Kristján fór um landið og málaði byrjaði hann að halda sýningar á lista- verkum sínum, bæði I Reykjavík, í Bandaríkjunum, í Englandi, i Hollandi og Stokkhólmi. Hann fékk á skömmum tíma meiri samband en nokkur annar ís- lenzkur málari í engilsaxnesku löndunum, báðum megin At- lantshafs. Hann seldi mikið, bæði hér á landi og ytra, eink- um I Englandi. Gæfan sýndist brosa við honum. Hann var kom- inn yfir erfiðasta hjallann. Úr mikilli fátækt, úr laridi, þar sem nálega ekkert málverk var til, þegar hann leit fyrst dagsins Ijós vestur við ísafjarðardjúp, var hann búinn að ljúka lista- mannsnámi í stórborg í voldug- asta landi heimsins, byrjaður að starfa með góðum árangri í ætt- landi sínu, með vaxandi viður- kenningu sem málari í landi Reynolds og Turners. Þá kom skuggi dauðans skyndilega í birtu vorsins, og tjald sorgar- innar var dregið fyrir gluggann, þar sem listaverk hins unga mál- ara áttu að birtast jafnóðum og þau urðu til. Saga Kristjáns Magnússonar er í einu glæsileg og raunaleg. Hann fékk að reyna sannindi hins fornkveðna, að án er ills gengis nema að heiman hafi. Kaldir voru jöklamir í ættlandi hans. Kaldir voru vindarnir, sem næddu um hann, þegar hann var að festa á línið liti og línur fs- lands, þegar það bundið í klaka- dróma. En kaldari voru þó kveðj- ur samlanda hans, listamann- anna, listdómaranna, og þeirra, sem unnu list með ást hins af- brýðissama Farisea. Viðhorfið til Kristjáns Magn- ússonar sem listamanns var mjög með tvennu móti. Þegar hann hélt sýningar heima í ætt- landi sínu fékk hann hina hörð- ustu dóma i flestum blöðunum. Honum var fundið tll foráttu að hann kynni lltið, að hann þekkti ekki nútímalist á megin- landinu, að hann málaði fyrir þá fáfróðu, sem ekki bæru skyn á þverhandarstílinn. Hinir lærðu GLEIÐARHJALLI VIÐ ÍSAFJÖRÐ KRISTJAN H. MAGNUSSON málari. landar Kristjáns Magnússonar fundu honum margt fleira til foráttu. En í raun og veru hafði hann drýgt tvær meginsyndir. Hann hafði brotizt gegnum nám með eigin vinnu og án nokkurs styrks 1 Bandaríkjun- um, en ekki í Danmörku, og hann seldi vel. Myndir hans hurfu hljóðalaust inn í heimilí fólks, sem vildi eiga myndir, alveg eins og þegar döggin hverfur á vormorgni í skini rís- andi sólar. En þegar Kristján Magnússon kom til Englands með sömu myndirnar og orðið höfðu fyrir hörðustu dómum í Reykjavík, þá fékk hann um verk sín hvað eftir annað hlý og viðurkennandi ummæli í þrem- ur voldugustu blöðunum í landinu, í Observer, Morning Post og Times, auk fjölmargra minni blaða. Frá London flutti Kristján sýninguna yfir hafið í land Rembrandts og hinna fjöl- mörgu snillinga. Það var djarft, en dirfskan sigraði. Próf. Hamel segir um þessa sýningu í Hol- landi, að hún hafi verið vel sótt og borið hinn bezta árangur. Þannig skiptast á skin og skúrir. Heima fyrir þrálátur kuldi, og ósanngirni í dómum. Erlendis viðurkenning hinna hæfustu manna til handa þess- um útlending, sem ekki hafði sér til styrktar ætt, eða auð, eða vildarmenn. Verk hans eins og ekkert annað opnaði honum dyr erlendis, sem engir samlandar hans hafa getað lokið upp. Það eru vafalaust til menn, sem halda að hægt sé að koma inn í Times og Observer pöntuðu hrósi um bláfátæka, erlenda lista- menn. En um þá menn má segja það eitt að þeir þekkja England of lítið, til að þeir séu færir að dæma um verk enskra manna. í huga mínum er ljómi um minningu Kristjáns Magnússon- ar. Ég álít hann að vísu ekki hafa sýnt það að hann væri í allra íremstu röð manna í sinni stétt. En ég dáist að þreki hans og karlmennsku, viljastyrk hans og festu. Saga hans er í mínum augum glæsilegt dæmi um vík- ingslund íslendinga eins og þeir eru á tuttugustu öldinni. Krist- ján fæðist í bæ, sem er fræg- jÍur fyrir harðfengi sjómannanna, Crh. á 4. siðuj

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.