Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 6
I. Þriðja dag júlímánaðar árið 1805 héidu tveir menn úr hlaði á Torfa- læk á Ásum. Beindu þeir för sinni niður að Húnavatni, hrundu þar fram báti og hófu veiðiskap á vatninu eða í ósnum. Leið dagur að kvöldi, og nótt færðist yfir. Það hefur valdið ugg og kvíða á Torfalæk, að nóttin leið svo, að menn irnir komu ekki aftur. Var leit þá hafin, og fannst annar þeirra örend- ur. Hins varð hvergi vart, svo að kunnugt sé. Menn þeir, sem fóru hina síðustu veiðiför sína á Húnavatn þennan sum ardag, hétu Erlendur Guðmundsson og Ólafur Benediktsson, báðir bænd- ur á Torfalæk. Erlendur var launson- ur Guðmundar þess Erlendssonar, sem dó með voveiflegum hætti á Hjaltabakkasandi á útmánuðum 1777. Hann hafði verið virtur vel, en gerð- ist ruglaður annað veifið, þegar ald- ur færðist yfir hann. Það var á laug- ardagsmorgun fyrir páska, að hann iór að heiman frá Torfalæk. Er það eitt kunnugt um ferðalag hans, að sveitungi hans einn, Illugi Björnsson á Hjaltabakka, sá hann vaða út í sjó- inn upp í mitti. Sagðist Illugi hafa haldið, að hann væri hræddur við sig og þess vegna haft síg á brott. Gerðist þetta litlu fyrir dagsetur. Af brekkunni við lestavaðið á Laxá, irvaðst Illugi þá hafa séð, að Erlend- ur var kominn upp úr'sjónum, en á páskadagsmorgun fannst hann dauð- ur á sandinum, um fjórar álnir frá sjó, ofan og utan við Húnsstaðahólma. Lá hann þar á grúfu, með handleggi niður með síðunum, niðurfletta prjónahettu á höfði og tvenna vettl- inga á annarri hendi og sneri höfði til sjávar. Guðmundur hafði arfleitt Erlend son sinn fáum vikum áður en hann Torfalækjarmál — 1. frásöguþáttur dó, og var um verulegar eignir að tefla, tuttugu hundruð í jörðum og tiu eða ellefu hundruð í lausafé. Urðu deilur um þetta erfðafé, en konungur staðfesti að lokum erfðaskrá Guð- mundar, svo að eignirnar féllu Er- lendi í skaut. Erlendur Guðmundsson var orðinn hálffimmtugur, er þeir bændur týnd- ust í veiðiförinni, og hafði lengi búið á Torfalæk. Kona hans hét Guðrún Skúladóttir, og var hún nokkrum ár- um eldri manni sínum. Erlendur var vel við efni, bókfær í bezta lagi og kaDaður maður skarpur og skilsam- ur-, Ólafur Benedilctsson var fyrir skömmu kominn að Torfalæk, maður ofarlega á þrítugsaldri, og átti konu þá, er Þórdís hét, Illugadóttir, hálf- fertuga að aldri. Það var lík Ólafs Benediktssonar, sem fannst, og segir Hjaltabakka- prestur í prestsþjónustubók sinni, að hann hafi sjódauður orðið. Hvarfs Erlends er aftur á móti að engu get- ið. Enginn reki var gerður að því, að kanna, hvað gerzt hafði í veiðiför þeirra bændanna, svo að getið sé í embættisbókum, enda óhægt um vik, þar eð enginn var til frásagnar. Sýn- ist eðlilegt að álykta, að engum hafi blandazt hugur um, að þeir hafi báðir dáið slysadauða. Þess er þó ekki að dyljast, að fljótt komst á loft það kvis, að Erlendur hefði ráðið Ólafi bana og strokið síð- an. Gísli Konráðsson sagnaritari, skráði að nokkrum áratugum liðnum þær frásagnir, er hann hafði heyrt af þessum atburði, og lætur hann þess getið, svo sem til skýringar, að Erlendur hafi verið í tygjum við konu Ólafs, sambýlismanns síns, og liermir þá sögu, að hann hafi komið heim að Torfalæk um nóttina og sótt peninga sína, en nágranni einn á að hafa skotið undir hann hesti til þess að auðvelda honum flótta á Strandir, hið fyrirheitna land þeirra, sem stór- lega höfðu af sér brotið. Hann innir jafnvel orðum að því, að sumir hermi, að blóðdrefjar hafi sézt í sand inum skammt þar frá, sem lík Ólafs fannst. í handriti að Húnvetninga- sögu Gísla er svo að auki skrifuð svo- felld* árétting annars sagnaritara þessa tíma: „Erlendur mun til skamms tíma hafa á Ströndum lifað og kallað sig Guðmund Erlendsson. 1832 lifði hann Á hálfri öld höfðu þrír bændur á Torfalæk farizt voveiflega eða 30 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.