Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 9
NETLA OG NETLU- DÚKAR 1 Klæðaburð langflestra þjóða, sem til þroska hafa komizt, má kenna við þrjú þróunarstig. í öndverðu vörðust menn kulda með þeim hætti að fella hærð dýr, flá þau og nota feldinn sér til skjóls. Það ei' háttur veiðiþjóða. Næsta s'tigið var hjarðbúskapur. Bú- fénaður, sem hirðingjar og bændur gættu og ólu önn fyrir, lagði til efni í fatnað með reyfi sínu. Þriðja stigið var ræktun jurta, sem lögðu mönnum upp í hendur efni í skjólflíkur, annað tveggja með trefjum sínum eða fræ- hárum. Fjórða skeiðið í klæðagerð mannkynsins er nú runnið upp með hinum margvíslegu gerviefnum, sem hundruðum milljóna þykir orðið sjálf sagt að nota dag hvern. Það er mjög misjafnt, hve langt er síðan þjóðir komust af frumstigi í klæðaburði. Sumar heimskautsþjóðir eru enn á því. Aftur á móti eru mörg þúsund ára síðan þjóðir við austan- vert Miðjarðai'haf tóku að klæðast fatnaði úr ull og líni. Þær þjóðir, sem byggðu Norður- lönd, virðast nafa komizt seint upp á lag með að nota annað í fatnað en skinn og feldi. Þeir kíæddust s'kinn- fötum, að minnsta kosti að langmestu leyti, til loka steinaldar. í gröfum frá bronsöld hafa fundizt leifar fatnaðar úr ull, og má ætla, að höfðingjar þess tíma hafi fyrstir tekið upp þá r /- breytni. ‘Það er ekki fyrr en við up> haf járnaldar, fyrir svo sem tvö þús- und árum, að ullarfatnaður virðist verða almennur á Norðurlöndum. Leðurhosur voru mjög notaðar allt fram um siðaskipti. Síðan má segja, að norrænar þjóð- ir hafi að mestu leyti haldið tryggð við ullarfatnað fram á nálæga tíma. Að sönnu höfðu þær löngu fyrr lært léreftsgerð, að Islendingum undan- skildum. Leifar dúks eða fatnaðar úr netlutrefjum hafa jafnvel fundizt í gröf frá bronsöld yngri, og lérefts- gerð úr hör var algeng um langan T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 33

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.