Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 11
Leifar flíkur úr netludúk, sem fannst í gröf frá bronsöld yngri átti að taka tunnu, sem var opin í báða enda, hvolfa henni yfir glóðar ker, sem stráð hafði verið á brenni- steini, og láta reykinn af þessu leggja upp í gegnum flikina á meðan hún var að þorna. — Þetta hefur þó varla verið gert nema hjá mjög fínu fólki. Netludúkar þeir, sem notaðir voru á Norðurlöndum á .átjándu öld og fram á hina nítjándu, voru oftast er- lendur varningur. Þeir voru upprunnir í Austurlönd- um, þótt þeir væru raunar víða unnir, einkum í Mið-Evrópu. Þó er kunnugt, að í Napoleonsstyrjöldunum voru lök og klútar ofnir úr netluþræði í Dan- mörku, jafnvel svo tugum álna skipti á sama heimili á einu ári. En slíkt framtak þótti líka svo mikils virði, að það var verðlaunað. Árið 1917 voru enn til í einkaeign á Jótlandi lök úr netludúk, talin nálega hundrað ára gömul, og komst hið síðasta af þessuin lökum í þjóðminjasafnið danska fyrir tuttugu árum. Fleiri heimildir eru um það frá nítjándu öld, að ofið væri úr netlu- þræði í ýmsum afskekktustu byggðar- lögum í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð, og hefur sá siður að líkindum verið arfur frá fortíðinni. í vöruþurrðinni í heimsstyrjöldinni fyrri vei'tti danska stjórnin fé til þess að netlum væri safnað og gerð tilraun með að hagnýta þær. Illa gekk þó fyrst í stað að feygja stönglana, án þess að trefjarnar skemmdust. Loks tókst þó að fá úr netlunum efni í sæmilegt seglgarn. En um svipað leyti lauk styrjöldinni, og tilraunirnar voru látnar niður falla. Enginn veit, hve langt er síðan far- ið var að nota trefjar úr netlum, en margt bendir til þess, að það hafi # tíðkazt aftur 1 fornesikju, svo sem ráða má af bronsaldardúknum, sem áður hefur verið nefndur. Sumir telja, að endur fyrir löngu hafi þráður í net verið spunninn úr þeim, og sé til þess að rekja nafn jurtarinnar. Ætla verður, að notkun jurta eins og netlu, hörs og hamps hafi hafizt með þeim hætti, að frumstætt fólk fléttaði sér einhvers konar muni úr seigum stönglum þeirra. Síðar hefur verið farið að losa bastið eða trefj- arnar úr stönglinum. Loks hefur þar komið, að farið var að rækta slíkar jurtir til þessara nytja. 4 Netlan var þó ekki aðeins nytjuð til vefnaðar á Norðurlöndum. Heim- ildir eru um það, bæði frá Noregi og Svíþjóð, að ungar jurtir voru notaðar til matar á vorin, líkt og hvönn. Og hér þarf þó ekki að leita til löngu liðins tírr.a, því að netla fæst enn á torgum í Svíþjóð, og netlusúpa og netlugrautur er þar víða alkunnur matur. í nýlegum, dönskum mat- reiðs'lubókum eru einnig leiðbeining- ar um það, hvernig sjóða eigi netlu- súpu. Og það eru fleiri en Norðurlanda- þjóðir, sem matreitt hafa netluna. Þegar Pétur mikli kom til Nýborgar á Falstri árið 1716, gekk liðið af skip- um hans á land, gerði elda niðri á str'öndinni og hengdi þar yfir kalla. Stálu þeir öllu, sem hönd á festi og brunnið gat, til þess að kasta á eld- ana, en í katlana létu þeir netlur, sem þeir tíndu og söxuðu, ásamt saltaðri síld. Þegar þetta hafði soðið eins og þeim likaði, héldu þeir á skipsfjöl með katlana. Það er og alkunna, að netla hefur þótt ágætt fóður handa skepnum, og netlur eru jafnvel saxaðar handa kalkúnaungum, sem vanda þarf mat- gjöf við meðan þeir eru smáir. Þá hefur netla nokkuð verið notuð til litunar. Úr rótinni fæst grænn og gulur litur með ýmsum blæbrigðum, eftir því hvað er soðið með r'ótunum. Mesta athygli vakti þessi jurt þó um skeið vegna lækningamáttar, er þá var talið, að hún væri gædd. Og hvað sem um það er, þá hafa nýlegar rann- sóknir leitt í Ijós, að fáar jurtir eru jafnauðugar að ýmsum næringarsölt- um og fjörefnum. Danskt netludúkslak, sem var hundrað ár i einkaeign T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 35

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.