Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 12
Hver sá ferðamaður, sem leið á 11 m þjóðveginn milli Reykjavíkur og Akureyrar, kemst ekki hjá því að veita athygli reisulegum garði vestan Hörgár, skammt frá Hörg- árbrú. Einna bezt nýtur útsýnis þangað af Moldhaugahálsi, um þaö bil, sem skilur Þelamörk og Krækl- ingahlíð og sveigt er inn til Akur- eyrar. Þó að ekki væri fyrir annaö en það, sem staður þessi er í dag í höndum núverandi ábúenda, þá mundi fáum heilskyggnum manni verða litið undan, er sjónum hans mætti sú staðarlega reisn þar, sem blasir vió hverjum vegfaranda. En varla mundi forvitni ferða manns minnka við það, ef hann vissi, að á þessum stað var fyrrum eitt mesta höfuðból Norðanlands, setið af rikum bændahöfðingjum og síðar munkaklaustur í hálfa þriðju öld, enn síðar aðsetur æðsta valdsmanns á Norður- og Austur- landi, skólastaður, sem á sér stutta en merka sögu og loks vígslubisk- upssetur. Möðruvallaklaustur Möðruvellir i Hörgárdal koma lítt eða ekki við sögu fyrr en liðið er nokkuð á þjóðveldistímann, en þá búa þar ýmsir höfðingjar, sem kunnir eru úr íslandssögu. En nokkru eftir þjóðveldisöld, eða árið 1296, verða mikil þáttaskil í sögu Möðruvalla. Þá sat sá biskup á Hól- um, er Jörundur hér, Þorsteinsson. Beitti hann sér fyrir stofnun tveggja klaustra á Norðurlandi ná- lega samtímis, Reynistaðaklausturs og Möðruvallaklausturs í Hörgár- dal. Var biskup sjálfur æðsti stjórn- andi beggja klaustranna, þ.e. ábóti, en setti príor til þess að gegna helgisiðum og klausturlifnaði á Möðruvöllum og ráðsmann til bess að stýra fjármálum staðarins. Ekki var þessi skipan þó í fullu sam- ræmi við kirkjulög og ákvæði Ág- ústinsreglu, sem klaustrið var af, en þetta stofnskrárákvæði Jörund- ar biskups um valdaskiptingu í Möðruvallaklaustri, átti þó eftir að fá fulla staðfestingu síðar, og mun ekki hafa verið út af því breytt nema þann stutta tíma, sem Lár- entíus biskup lét undan munkum um þetta atriði og siðar verður vik- ið að. Jafnan mun klaustrið hafa verið fámennt, svo sem’ fleiri ís- lenzk klaustur, og hafa bræður ef til vill aldrei farið fram úr 5 að tölu, og stundum munu þeir hafa verið færri. Hér er þess ekki kostur að rekja sögu Möðruvallaklausturs að gagni þau rúm 250 ár, sem það átti eftir að standa. Margt gerðist þar þó sögulegt og ekki allt með sóma. Ar- ið 1316 bar það til tíðinda á Möðru- völlum, að klaustrið brann, svo og kirkjan, „og týndust þar allar klukkur og allur kirkjuskrúði. Féll þar þá niður klausturlifnaður, en Auðun biskup lét skipa bræðrum á prestavistir." í þessu sambandi eru nafngreindir fimm bræður (munk ar) og frá því sagt, að einn hafi orðið prestur i Lögmannshlíð, ann- ar á Víðivöllum, tveir fluttust að Hólum og önduðust þar, og sá fimmti, Ingimundur Skútuson, gekk 1 klaustur í Noregi. Auðun biskup gaf bræðrum að sök, að þeir hefðu í ölæði kveikt í klaustrinu, og hefur því ekki talið fært að byggja þar klaustur að nýju yfir slíkan drykkjumunkalýð. en tekjur allar af Möðruvöllum gengu til Hóla. Liggur þetta mál niðri í sjö ár. er þá er Lárentíus kunnir kirkjunnar menn, Jón Skál- holtsbiskup og Þorlákur ábóti í Þykkvabæ, skipaðir til þess að dæma um Möðruvallamál. Verða lyktir í svipuðum anda og erki- biskup hafði úrskurðað áður, og skyldi allt fært til þess horfs, sem Jörundur biskup, stofnandi klaust- ursins, ákvað í fyrstu um stjórn og reglu þess. Tveir af Möðruvalla- munkum voru nú látnir, þeir Þor- björn og Brandur, en eftir lifðu Ingimundur, Þorgeir og Þórður. Möðruvallaklaustur var síðan byggt upp að nýju eftir 10 ára auðn, og var Þorgeir munkur skipaður príor, en Þorkell nokkur Grímsson ráðs- maður. Virtist nú allt vel horfa, en ekki liðu nema nokkrir mánuðir, MÓDRUVELLIR Kálfsson orðinn biskup á Ilólum og tók við öllum staðarmálum svo sem forveri hans, Auðun biskup, hafði við þau skilið, þar á meðal Möðru- vallastað i brunarústum og munk- um tvístruðum heima og erlendis. Árið 1323 var Lárentíus biskup staddur í Noregi og tók þá vígslu. Ingimundur munkur bar þá fram kæru á hendur biskupi og Hóla stað fyrir erkibiskupi vegna þess, að klaustur hafði ekki verið reist að nýju á Möðruvöllum og taldi það brigð á stofnskrá klaustursins. Það er eftirtektarvert, að ekki er þessu máli hreyft fyrr en að Auð- uni biskupi látnum, og sýnist svo sem sakargift hans um íkveikju munkanna hafi veriö á rökum reist og þeir ekki treystst til að sækja á hann um endurreisn staðarins. En um leið og nýr biskup kemur til, hugsa þeir til hreyfings, að minnsta kosti Ingimundur munkur. Má vera, að hann hafi verið öðr- um munkum saklausári um svall og íkveikju og því talið sér óhætt að reka málið við erkibiskup. Lár- entíus bar fyrir sig sömu ástæður og hann taldi Auðun biskúp hafa gert, en kvaðst annars mundu lúta úrskurði erkibiskups um málið. Var úr^kurður erkibiskups á þá leið, að skylt væri að byggja upp klaustríð, en bræður þá, sem sannir yrðu að brennunni, skyldi reka í harðasta klaustur. Líða svo þrjú ár, að ekkert er að- hafzt í málinu, en þá kemur Ingi- mundur munkur til íslands með bréf erkibiskups, og eru tveir valin- þar til munkar tóku enn aö gera uppsteit gegn biskupi, og var krafa þeirra nú sú, að príor skyldi fara með fjárráðin, jafnframt þvi sem hann stjórnaði helgihaldi. Jón Skál holtsbiskup studdi munka i þess- ari kröfu, og lét Lárentius biskup undan henni í bili, en skaut þó málinu til endanlegs úrskurðar erkibiskups. Meðan beðiö vai úr- skuröarins, tóku munkar sjálíir að séi öll staðarforráð á Möðruvöll- um, ei\. ekki tókst betur til en svo, að þeir urðu uppiskroppa bæði urrí mat og hey, enda héldu þeir sig rikmannlega um skeið og höfðú um sig fjölmenni, og varð af mik- ill kostnaður. Lárentíus biskup hafði livorki um það mörg orð né stór, en tók staðinn meö valdi, skipaði þar nýjan pnor og ráðsmann með hon- um og beið úrskurðar erkibiskups. Vorið eftir, 1329 barst bréf erki- biskups og kórsbræðra, og var sá úrskurður á lagður, að allt skyldi standa svo sem Lárentíus biskup vildi. Hafði biskup hina mestu sæmd af framgöngu sinni, en munkar þeim mun meiri vansæmd. Skildist Lárentíus biskup að lokum vel við Möðruvallaklaustur og gaf bræðrum þar 10 hundruð, segir sagan. Eins og sjá má af þessari frá- sögn, hefur klausturbragur, agi og stjórn á Möðruvöllum verið rneð slíkum endemum um þessar mund- ir, að furðu gegnir, og væri sagan lengur rakin, mætti segja frá fleiri viðburðum, sem benda til þess, að losarabragur hafi enn haldizt í 36 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.