Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Blaðsíða 12
EGILL SKALLAGR/MSSON OG KRISTJÁN FJÓRDI Þegar Egill Skallagrímsson var gamall orðinn og blindur, hafði hann uppi þá frægu ráðagerð, ag ríða til þíngs og hafa með sér kistur þær, sem geymdu enska silfrið, er Aðal- steinn kohungur gaf honum. Þær ætl- aði hann að láta bera til-Lögbergs, þegar þar væri sem fjölmennast, og sá siifrinu í mannþröngina. Þótti hon- um undarlegt, ef allir skiptu yel á milli sín, en vænti frernur, að þá yrðu hrundningar og pústrar og rnætti svo fara um siðir, að allur þingheimur berðist. Egili kom ráðagerð sinni ekki fram. Hann var borinn ráðum, gamli maðurinn. En fleiri hafa þeir verið en Egill Skallagrímsson, sem hugðu skemmtan góða og stórmennsku, er í minnum yrði höfð, að strá silfri í mannþröng og sjá, hvort allir skiptu vel með sér. Svo lét Kristján IV Danakonungur gera, þegar hann var krýndur árið 1596. Kristján IV var krýndur eftir langt þrátefli danskra valdsmanna og þýzkra fursta. Þegar hann hafði loks haft vilja sinn fram, þótti honum hlýða, að krýningarhátíð yrði sem stórfenglegust. Miklum fjölda tiginna manna sunn- an úr álfu var boðið til krýningarinn- ar, og tóku gestirnir brátt að streyma að, bæði sjóleið og landleig norður Jótland. Svo stríður var straumurinn milli Nýborgar á Fjóni og Krosseyrar á Sjálandi, að öll skip í þeim bæjum báðum gátu engu öðru sinnt en þess- um mannflutningum. Þó komu ekki allir þeir kóngar og stórhöfðingjar, sem boðnir höfðu verið. Hreppti sumt gestanna miður gott veður á sjónum, og fer orð af því, að sjóveikin hafi ekki gert sér mannamun. Fimmtudaginn fyrir krýninguna var Brandenborgara von til Kaup- mannahafnar, og skyldi þeim fagnað með mikilli viðhöfn, enda var þá ráð- ið, að konungur skyldi sækja drottn- ingarefni sitt til þeirra. Hann lét nú berja bumbur og reið út úr borginni með alla karlmenn, sem komnir voru til krýningarhátíðarinnar, ríkisráðið, aðalsmenn sína og riddara og hundrað lífverði í rauðum bolhlífum og rauð- um buxum og með gult slag á öxlum og fjaðrahatta á höfði. Það var liðið langt á dag, þegar gestirnir mættu konungssveitinni, og orðið dimmt, þegar komið var á Valbyhæð. Þar hafði 'erið reistur afarhár turn með gylltri kúlu, hálfmána og hrafni með Konungur ríður undir heiðursbogann þanda vængi.’ Við veginn voru fall- byssur og við þær sex álna háar her- mannalíkneskjur. Hófst nú skothríð mikil í myrkrinu, og létti henni ekki fyrr en sex hundruð fallbyssukúlur höfðu flogið út í myrkrið og tuttugu og fimm þúsund eldflaugun) verið skotið út úr turninum. Hestarnir prjónuðu, lostnir skelfingu, og púður- reykurinn fyllti vitin. Þegar kom að borgarmúrunum, hófst skothríð á ný. Sex hundruð skotum var hleypt af á herskipum úti á höfninni og hálfu öðru hundraði í víggirðingum borgar- innar. Þegar inn í borgina kom, ætlaði allt af göflunum að ganga, svo ákafur var fögnuður mannfjöldans, og í hverjum glugga brunnu kertaljós. Það var bezta lýsingin, sem þá þekktist. í konungshöllinni hófst veizla mikíl, sem þó truflaðist nokkuð við það, að um eittleytið um nóttina var her- klukkum hringt og bumbur barðar. Það hafði komið upp eldur í götu við Gamlatorg og breiddist hratt út, þótt lygnt væri, svo að um skeið voru horfur á, að Kaupmannahöfn brynni til ösku, í stað þess að njóta krýning- arhátíðarinnar. Konungurinn reið sjálfur á Brimarhólm og skipaði sjó- Konungur riður undir sllkihimni frá Frúarkirkjunni Dæian yfir vínbrunninum 180 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.