Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 6
að öðru leyti og nokkuð haft við í söng. Var séra Ólafur Ólafsson, prest- ur fríkirkjusafnaðarins, fenginn til þess að kasta rekunum á beinin. XXXV Að sjálfsögðu varð mönnum ekki tíðræddara um annað þessa daga en bein Steinunnar og atburði þá, sen forðum höfðu gerzt á Sjöundá. Kom brátt í ljós, að mörgum var hugleikið, að vegur Steinunnar yrði gerður all- mikill. Þótti þeim við hæfi, að rang- látu þjóðfélagi, sem fótumtróð tilfinn- ingar fólks og beitti refsingum, ei voru verri glæpnum, væri gefin sök á ógæfu Steinunnar. Öð'rum þótti nægjanlega hossað samvizkulausu glæpakvendi með því tillæti, er beinum Steinunnar hafði þegar verið ákvarðað. Um þetta virðast menn hafa þráttað og deilt, þar sem fund um þeirra bar saman. Steinunn og Bjarni stigu fram í hugum margra í Jjóma, sem ekki hafði fyrr um þau leikið, hafin yfir fordæpiingu liðinn ar aldar. Aðrir létu sér fátt um finn ast. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, sem um þessar mundir var ritstjóri Visis, gerðist oddviti þeirra, er taldi sökina hvíla á aldarfarinu, en ekki einstaklingunum, er orðið hefðu leiksoppar þess. Daginn áður en bein Steinunnar skyldu greftruð birti hann grein, þar sem hann lýsti hneykslun sinni, ef þau yrðu molduð án útfarar- ræðu. Rakti hann ógæfu Steinunnar til þess, að hún hefði verið gefin manni, sem ekki var henni samboð- inn, að ráðstöfun foreldra sinna, og hefði það snúið viðkvæmni hennar i hörku og leitt til óhæfuverka, er hún ikynnist „íturmennina" Bjarna, hinum „djarfmannlega fullhuga". Mynd sú, sem hann dró upp aí Steinunni, var glæsileg: „Hún Steinunn var gædd öllum þeim kostum, sem konu má prýða, frá náttúrunnar hendi. Hún var flug- gáfuð, viðkvæm og glaðlynd. Allra kvenna var hún fríðust og tígulegust. Andlitið var svipmikið og einbeitt, og gullhárið hennar tók henni í beltisstað'. ... Tímarnir liðu. Hún varð gjafvaxta og bar eins og gull af eiri af stall- systrum sínum“. Banameini Steinunnar lýsti hann með þessum orðum: „Hún springur af harmi“. Hann sagði líka, að Steinunn hefði zerið alin upp á góðu prestsheimili 5g notið menntunar. Var það sögn, er kom um þetta leyti fram í ýmsum Reykjavíkurblöðum, að séra Jón Ormsson hefði að einhverju leyti fóstrað hana unga. En nú er ekki vitað, við hvaða heimildir það studd- ist, ef einhverjar hafa verið', og er þess vegna hæpið að leggja á það trúnað. Greinin snart marga inn að hjarta- rótum. Menn, sem þá voru í Reykja- vík, minnast ungra stúlkna, sem felldu tár yfir þeirri Steinunni, er birtist þeim á síðum Vísis þennan dag. Beinin voru samt greftiuð með þeim hætti, sem ráðgert hafði verið. Um miðjan dag hinn 19. janúar söfnuðust rúmlega tveir tugir karla og kvenna saman í líkhúsinu í kirkju- garðinum. Kaldan gust lagði inn rif- urnar á veggjunum, því að úti vai frost og stormur af suðvestri. 1 miðj- nm kór stóð flatur, ósjálegur kassi, og hafði verið skotið undir hann tveimur bekkjum. í honum voru bein Steinunnar og leifar kistu þeirrar, sem hún hafði verið dysjuð í á Skóla- vörðuholti árið 1805. Utfararathöfnin hófst með því, að sungin voru nokkur vers úr Passíu- sálmunum: Af því að út var leiddur alsærður lausnaiinn, gerðist mér vegur greiddur í guðs náðar riki inn og eilíft líf annað sinn. Blóðskuld og bölvan mína burt tók guðs sonar pína. Dýrð sé þér, diottinn minn. Ut geng ég ætíð síðan í trausti frelsarans undir blæ himins blíðan, blessaður víst til sanns. Nú fyrir nafnið hans út borið lík mitt liðið leggst og hvílist i friði. Sál fer til sæluranni Dýrðarkórónu dýia drottinn mér gefur þá, réttlætisskrúðann skíra skal ég og einnig fá upprisudeginum á, hæstum heiðri tilreiddur, af heilögum englum leiddur í sælu þeim sjálfum hjá. Þessu næst las séra Ólafur yfir kistunni og fól Steinunni miskunn guðs. Síðan voru sungin tvö vers. Fjórir menn báru kistuna til graf- ar í suðvesturhorni kirkjugarðsins, og kastaði prestur þegar á hana rekun- um, er hún hafði verið látin síga nið- ur í gröfina. Þá voru enn sungin nokkur vers, og að lokum gerði prest- ur bæn sína í hljóði. Eftir greftrun beinanna uiðu nokkrar hnippingar í blöðum út af viðhorfum til Steinunnar. Til tals kom „meðal nokkurra manna og kvenna, sem skilja hvatir og ástríður Steinunnar, að reisa minnismerki á afskekkta leiðinu hennai'“. Gunnar frá Selalæk vítti bæði launungina við greftrunina og óvirðulegan umbúnað beinanna, en Páll V. G- Kolka, er þá var ungur læknanemi í háskólanum, hæddi Steinkudýrkunina og þá, sem honum virtist hafa viljað, að talað væri fyrir minni kvenna yfir gröf- inni. Skúli gamli Thoroddsen var aft- ur á móti gramur yfir því, að ekki skyldi hafa verið bannað að rjúfa Steinkudys, „ævigamlan endurminn- ingastað ótal margra manna“, og kvað hennar myndi verða saknað. Nú komu skáldin líka til skjalanna. Magnús Gíslason og María Jóhanns- dóttir birtu löng kvæði um Steinunni, en Andrés Björnsson lét nægja tvær vísur: Hlýna mun í haugum senn hundrað ára meinakindum. Nú hafa ungir andans menn ást á þeirra beinagrindum. Karlar fyrr af kaldri ró kastað gátu steini að syndum. En tangó dansa drengir nú með daðurkvenna beinagrindum. XXXVI Hér hefur verið rakin til nokkurrar hlítar saga þeirra Steinunnar og Bjarna frá Sjöundá, eftir þeim gögn- um, sem nú eru tiltæk. Vitanlega er þó ekki fyrir það að sverja, að ein- hvers staðar kunni enn að leynast gögn, er varða þau. Hér hefur aftur á móti viljandi verið gengið fram hjá ýmsum furðusögum, sem bersýnilega eru hugarburður einn, svo sem finna má í ritum Gísla Konráðssonai, og nokkrum sögnum, sem hæpið er, að eigi við rök að styðjast. Því var til dæmis haldið fram um það leyti, er dys Steinu.inar var rofin, að hún hefði verið uppeldisdóttir séra Jóns Ormssonar í Sauðlauksdal, og er það enn sögn fólks vestur í Barðastrand- arsýslu. Fyrir það verður ekki synj- að, að hún kunni einhvern tíma að hafa verið á hans vegum, en sönnur hefur ekki tekizt að færa á það. Sögur hafa og gengið um það, og hafa nýlega veríð endurteknar, að flaska og líkskurðarhnífur hafi fund- izt í kistu Steinunnar, þegar dysin var rofin. En ekki er vikið að því einu orð'i í skýrslu Matthíasar Þórðar- sonar þjóðminjavarðar, sem lét ijúfa dysina og rannsakaði það, er í kist- unni var, svo að harla litlar líkur eru til þess, að þetta sé annað en kvik- saga, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. í ritum Gisla Konráðssonar eru mai'gar sögur, er bera öll einkenni þjóðsagna og fá engan veginn staðizt, að minnsta kosti sumar hverjar. Þ er hermt, að Jón Þorgrímsson hafi komið í heimsókn að Kirkjuhvammi til Þorbergs Illugasonar veturinn 1802, og hafi Þorbergi sýnzt tveir á feið, þar sem Jón var einn. Það <júlk- að'i Gísli sem feigðarboða. Þá er sagt, að Guðrún Egilsdóttir hafi orðið vör við blóð á skyrtu Bjarna, þegar hann 318 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.