Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 11
jþeir gætu misst 'oæði hest og vagn. Óðru máli gegndi heima við og í ná- grenninu, „því að þar getur þú lagzt fyrir, þegar þú hefur drukkið könnu meira en svarar þorstanum“. H*nn bætti því þó við, að bændur ættu ekki að taka konur sínar til bæna, þegar þeir kæmu heim „drukknir og full- ir“, enda gæti það beðið til rnorguns, þe.gar bæði hvíldu í einni rekkju. Þegar Árni Magnússon frá Geita- stekk reikaði um byggðir Jótlands seint á átjándu öld, var brennivín þær veitingar, sem honum, útlendum far- andmanni, voru viðast látnar í té. „Gáfu margir bændur mér brennivin og sumir skildinga, svo hvern dag var ég drukkinn“. Þegar hann kom yfir á Þjóðu, handan Limafjarðar, „var brennivín hjá hverjum húsmanni, pel inn fyrir þrjá skildinga". Árni gerðist, sem kunnugt er, kenn ari hjá hinum ríka bónda, Andrési Kis, o,g ekki skorti heidur brennivín- ið þar. Bóndinn sjálfur virðist sífellt hafa verið drukkinn, og börnin iðu- lega drukkin á morgnana, þegar kennsla átti að hefjast, enda segir Árni, að ekki hafi verið margir dagar, að ekki væru drukknir þar fjórtán pottar brennivíns á heimilinu. „En þegar maðurinn var ei heima, drakk konan svo mikið, að mátti til sengs. Og þegar fólkið, sem var úti í hlöð- unni að treska kornið, heyrði maddam en var fallin í þungan svefn, komu þeir inn og tóku sér skikkanlegan sopa, sem finna kunnu . . . Og þeg- ar þeir skyldu nú eta miðdagsmat, var ei gott að vekja maddamen af hennar djúpa brennivínssvefni, og þegar upp kom, var hún bæði reið og harmþrungin af því mikla brenni- víni, sem upp hafði gengið. Mátti því laga brennivínstauið til og brenna i hast. fyrr en sá ríki bóndi heim kom, kannske með 6—8 menn, er oft voru þar heila nóttina að drekka og dansa“ Má af þessari frásögn ráða, að ekki minnkaði drykkjuskapurinn á átjándu öld, heldur mun hann hafa stórlega farið í vöxt, þar sem brennivínsgerð var stunduð á hverju sveitaheimili um öll Norðurlönd. þegar uppskera leyfði. Q Svíar voru engir eftirbátar Dana um drykkjuskap á dögum Árna frá Geitastekk. Það er kunnugt, að árið 1760 voru meira en tvær milljónir potta af frönsku víni einvörðungu fluttar þangað, auk annarra innfluttra víntegunda og hins heimabruggaða brennivíns og öls, er mun hafa verið miklu meira að magni, þar sem hver jarðeigandi mátti brugga brennivín „til heimilisþarfa“ að minnsta kosti, nema í verstu hallærum. Árið 1754 voru 723 drykkjukrár og veitingahús í Stokkhólmi, og kom þá ein slík stofnun á hverja 79 íbúa borg arinnar, og er þá allt talið — karlar og konur, öldungar og börn í vöggu. í sænskum varúðarreglum um brennivínsdrykkju frá þessu sama ári var talið, að ekki væri um neina of- neyzlu að ræða, þótt menn drykkju „góðan sopa til þess að hreinsa slím- ið úr maganum, þégar þeir færu á fætur", annað staup með morgunverði hið þriðja fvrir hádegisverðinn til þess að örva matarlystina, hið fjórða eftir matinn, hið fimmta síðdégis, hið sjötta fyrir kvöldmat, og loks var hið sjöunda að þeirri máltíð lokinni, „nauðsynlegt staup fyrir svefninn". Á síðari hluta sjötta tugs átjándu aldar var bannað að nota korn til brennivínsgerðar í Svíþjóð vegna harð æris, og lét stjórnin þá taka brugg- tæki bænda til varðveizlu, á meðan bannið hélzt. Tvö hundruð þúsund slík tæki lcomu þá í leitirnar, og má af því marka, I.ve almennt bruggið var, og það því fremur, að eftir var nóg af tækjum, sem ekki fundust, til þess að brennivínsgerðinni varð ekki hnekkt til neinna muna. í öllum sveitum Svíþjóðar fékk vinnufólkið, að minnsta kosti karl- menn, daglegan skammt brenmvíns, þegar þess var nokkur kostur, en mat- ur var oft dreginn við það að sama skapi. Jarðeigendur og prestar seldu hjáleigufólki og þurrabúðarmönnum brennivín. Á árunum um 1820 var brennivínsneyzlan talin fjörutíu pott- ar á hvern landsmann á ári. 0 Þegar leið á átjándu öldina, var haf ín barátta gegn heimabruggina, bæði í Svíþjóð og Danmörku. tíom þar hvort tveggja til, að allmörgum cf- bauð drykkjuskapurinn, og svo vildu þjóðhöfðingjarnir ná til sín hagneð- inum af brennivínsgerðinni, ýmist með því að reka sjálfir stór brugghús eða beina brennivínsgerðinni til brugghúsa, er greiddu þeim skatt. í Svíþjóð var þessi barátta svo hörð, að slundum stappaði nærri, að bændurn- ir gerðu uppreist, og fyrir kom það, að eftirlitsmenn stjórnarinnar voru svo hart leiknir, að þeir létu lífið. Ekki tókst að kveða niður heimabrugg ið fyrr en komið var langt fram á nítj- ándu öld. Þá var kaffiketillinn kom- inn í stað brennivínstunnunnar í sveitaþorpunum. Alian fyrrihluta þeirrar aldar var drykkjuskapurinn sú plága, sem harðast lék sænska al- þýðu. Það var margt, sem olli því, hve erfiðlega gekk að ráða niðurlögum heimabruggsins á Norðurlöndum. Það var gamalgróin venja, og drykkjuskap urinn hafði fylgt Norðurlandabúum kynslóð eftir kyi.slóð. En það kom einnig til, að meðal embættisman ;a- stéttarinnar hafði mútuþægni viðgeng izt, jafnt meðal þeirra, sem hátt voru settir, og hinna, sem fyrir minna var trúað. Sumir þeir, sem áttu sanikvæmt starfsskyldu sinni að berjast gegn heimabrugginu, gerðu sér það að fé- þúfu og sáu í gegnum fingur sér v:5 þá, er brotlegir voru. Glöggt dæmi um sviksemi af þessu tagi er að finna í bók Árna Magnús- sonar frá Geitastekk. Hann átti bróð- ur í Danmörku, Vigfús að nafni, er (Framhald á bls. 334). Drukkið fólk þyrplst að bindindispredikara við sveitakrá í Svíþjóð um miðbik nítjándu aldar: „Við ætlum, sko, að spyrja um þetta bindindisfélag, því að okkur datt hérna í hug að drífa okkur í það, það er að segja, ef við þurfum ekki alveg að hætta að drekka". T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 323

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.