Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 14
Erskísie Caldwelfl: BIÐLAÐ TIL SUSIE BROWN Hálftíma eftir að sól gekk til viðar hinum megip við Missisippi, hraðaði Sampson Jones för sinni eftir rykug- um veginum áleiðis til Elbow Creek, þangað sem Susie Brown bjó búi sínu handan við hólinn. Við og við flutti hann byrði sfna milli handa, þvi að hún seig í. Þegar hann kom upp á hæðina, svo að aðeins hóllinn hennar Susie Brown var á milli, sá hann glampa á Ijós í gluggum hennar og flýtti för smni enn. Susie var að sýsla í eldhúsinu. Hún var að þvo upp eftir kvöldmatinn. Hún var raulandi, og endrum og eins sló hún til flugnanna, sem þyrptust að ljósinu. Sampson opnaði ryðgaðan hliðlás- inn og hissaði upp um sig buxurnar. Honum hafði aldrei áður virzt Susie svona faileg. — Þú ert sætari en sekkur af sykri, ljúfan, kallaði hann gegnum opinn eldhúsgluggann. Susie snarsnerist á hæli. Pannan, sem hún var að þurrka, rann úr hendi íhennar og skall á eldstónni. — Hvað viltu nú einu sinni enn, Sampson Jones? hrópaði hún, því að hann hafði gert henni ónotalega bilt við. — Hvaða erindi átt þú hingað upp í hálendið? — Þú fékkst að vita erindi mitt, þegar ég kom hingað i fyrsta sinn, ljúfan, sagði hann og skákaði þungum skókassanum upp í gluggakistuna, svo að hún gæti séð hann. — Af hverju ertu að þráast þetta? Það er tilgangslaust fyrir þig að láta sem þú vitir ekki, hvers vegna ég kem. Susie horfði á skókassann og velti því fyrir sér, hvað í honum gæti verið. Hún varð hugsi út af þessum kassa. Undanfarin þrjú skipti hafði Sampson ekki fært henni neitt, þótt hann kæmi í bónorðserindum. — Eg hef engan tíma aflögu handa grindhoruðum væskli, sagði hún að lokum og sneri sér frá skókassarum — Horleggirnir mínir eru horfnir, sagði hann. — Eg er enginn væskill lengur. Susie snaraði diskaþurrkunni upp á snúruna yfir eldavélinni og leit snöggt á sig í speglinum yfir hillunni. svo gekk hún þvert yfir eldhúsið og horfði grunsemdaraugum á Sampson og skókassann hans. — Þegar ég er tilbúin að ganga i hjónaband, ætla ég að ná mér í al- mennilegan karlmann, sagði hún og horfði fyrirlitlega á Sampson Jones. — Eg ætla ekki að sóa sjálfri mér á einhvern léttavigtarrindil. Sampson brosti íbygginn til hinnar reiðilegu, húðbrúnu stúlku. — Heyrðu, ljúfan, sagði hann í- smeygilega. — Hvað heldur þú, að ég hafi gert? — Hvað? spurði hún, forvitin. — Eg vigtaði mig rétt fyrir skömmu og var þá tvö hundruð og tíu pund. Hann sveiflaði fótunum inn um op- inn gluggann, en Susie stjakaði við honum, svo að liann skall á jörðina utan við gluggann. — Eg vigta mína menn sjálf, sagði Susie ákveðin. — Eg trúi ekki þínum þyngdarsögum fremur en hvers ann- ars, sem er að stjákla hér í kring. — Af hverju ætti ég að segja rangt til um sjálfan mig? spurði hann dap- ur í bragði. — Hvers vegna ertu svona kröfuhörð? — Vegna þess, að þú ert ekki neitt nálægt því að vega tvö hundruð pund, sagði hún snakill. — Eg veit, hvern ig mann ég vil fá, þegar ég er tilbúin til þess að snúa mér að karlmönnum, og þú ert ekki ímynd þess karlmanns. Mig varðar heldur ekkert um, hvað þú ert með í þessum skókassa. Hún þagnaði andartak til þess að anda. — Heýrðirðu, hvað ég sagði, Sampson Jones? — Eg heyrði það, já. En mér þyk- ir afskaplega leitt, ef þú ert að gera sjálfri þér óleik með þessu. Hún hallaði sér út um gluggann og starði á kassann, sem hann hélt undir handleggnum. — Kannske það skánaði í þér hljóð ið, ef þú sæir, hvað ég er með handa þér, sagði hann. — Það er ekki ólag- legur hlutur, skal ég segja þér, Eg sótti það alla leið niður í verzlunina hans Bob Bell við stóru krossgöturn- ar. Susie leit á kassann, svo rétti hún úr sér og virti Sampson Jones fyrir sér frá hvirfli til ilja. Hvitur skókass- inn var vandlega bundinn aftur með sterku, gulu snæri. Hann skein við henni í tunglsljósinu. rétt innan seil- ingar. — Hvað sagðistu vera þungur? spurði hún og hélt áfram að mæla hann með augunum. — Eg var að segja þér, að ég væri tvö hundruð og tíu pund, sagði hann vongóður — Hvað kemur þér til að halda, að ég segi þér ekki satt? Hann virti hana fyrir sér og von- aði, að hún myndi trúa efr. Hann hafði komið mörgum sinnum til henn- ar undanfarið hálft ár og lagt fast að henni að giftast sér. Stundum fékk hann að taka utan um hana, stundum utan um mittið og stundum utan um hálsinn, en venjulega hélt hún hon- um í hæfilegri fjarlægð með því að hleypa honum ekki inn, heldur tala við hann gegnum opinn gluggann. Allt hans málskraf kom fyrir ekki, Susie hélt fast við það, að sá maður, sem hún tæki saman við, yrði að vega tvö hundruð pund eða meira. Samp- son hafði aldrei verið þyngri en hundr að og sextíu pund, þangað til hann tók að elta ólar við Susie. Síðustu sex mánuði hafði honum þó tekizt að bæta við sig þrjátíu pundum með því að éta ekkert annað en baunir og feitt svínakjöt. En síðasta mánuðinn hafði hann ekkert þyngzt, hve miklu sem hann tróð í sig. Hann stóð í stað í hundrað og níutíu pundum. Og það, sem verra var, að áhyggjumar yfir þvi voru vísar með að hafa það í för með sér, að hann færi að léttast aftur. Honum lá við að örvænta. Susie hvarf frá glugganum. Samp- son flýtti sér fram fyrir húsið. Susie var setzt á efsta dyraþrepið. Sampson tyllti fæti á neðsta þrepið í tilrauna- skyni. — Komdu ekki feti nær, Sampson Jones, sagði Susie hvöss. — Eg er ekki viss um þetta, sem þú segir um þyngd þína. Sampson klappaði á þaninn kvið sér og sló á þrifleg lærin með stórum, brúnum höndum. — Kona, sagði hann stórkarialega. — Þú ert svo sannarlega erfið við- fangs. Hér er ég, karimaðurinn, með mín tvö hundruð og tíu pund, og þú lætur sem þú sjáir mig ekki..Hvað er eiginlega að þér? Hann slengdi skókassanum í ann- að þrep neðan frá, blés út brjóst- kassann og kreppti hnefana til þess að sýna sterklega vöðvana. — Af hverju nærðu ekki í vigt og lofar mér að vigta þig, ef þú ert svona viss? spurði hún. — Ertu kann- ske hræddur við að láta mig vigta Þig? Sampson hugsaði málið. Eftir stund arþögn leit hann aftur á Susie og sagði: — Minn væri heiðurinn, ef þú vild- ir vigta mig, Susie. — Eg hef bara enga vigt. Kannske þú hafir vigt? Áður en hún gæti svarað, beygði hann sig niður og tók skókassann upp. — Slepptu þessum kassa, Sampson Jones, sagði hún hvöss í bragði. — Eg 326 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.