Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 15
veit, hvað þú ætlast fyrir. Þú ætlar að leika á mig með þessum þunga kassa. — Eg, hvaða vitleysa, Susie, sagði Sampson fljótmæltur. — Hvers vegna heldur þú alltaf eitthvað svoleiðis um mig? — Jæja þá, sagði Susie og réri í gráðið. — Ef þú ert ekki bara að ljúga, skal ég vigta þig á reizluna mina. Sampson tognaði í framan. — Áttu reizlu, Susie? spurði hann. Susie stóð upp. — Bíddu þar sem þú ert, sagði hún. — Eg er orðin þreytt á þessu jarmi í þér. Eg losna kannske við þig, ef ég vigta þig. Hún gekk að dyrunum. — Það er að segja, ef þú þorir að lofa mér að sjá, hvað þú ert raunverulega þungur. — Eg hef ekkert að óttast, Susje, sagði hann óttasleginn. Þegar hún var horfin inn í húsið, snaraðist Samp- son fram á hlaðið og tók að tína upp alla þá steina, sem hann fann. Hann setti þá stærstu í buxnavasana, og fyllti hina vasana siðan með möl og sandi. Susie var ekki enn komin, svo að hann losaði skóreimarnar sínar og tróð eins miklum sandi í skóna og hann gat. Hann rétti úr sér, þegar hasn heyrði Susie nálgast á ný, og skalf allur af ótta og spenningi. Hann var viss um, að honum hafði ekki tek izt að stafla á sig hinum nauðsynlegu tíu pundum af steinum, möl og sandi. Á síðasta andartaki fann hann einn stein og stakk honum upp í sig. Susie kom með reizluna fram á dyra pallinn og hengdi hana upp í bita. Svo leit hún á Sampson, sem kom hægt upp þrepin og hélt á skókassanum. Hann brá öðrum handleggnum gegn- um lykkjuna, sem hékk úr reizlunni. — Settu kassann frá þér, sagði hún ákveðin. Sampson leit á hana bænaraugum og horfði á hana örfá andartök, en á henni var ekkert lát, svo að hann lét kassann niður. — Eg var að plægja baðmullarakr- ana í allan dag, myrkrana á milli, sagði hann. — Mér kæmi það ekkert á óvart, þótt ég hefði tapað nokkrum pundum. — Við skulum nú sjá til, sagði hún herská. — Hengdu þig almennilega upp í reizluna. Sampson lét sig falla í lykkjuna og lyfti sér upp með erfiðismunum frá dyrapallinum. Meðan hann hékk þar, voru örlög hans á metaskálunum. Susie færði lóðið til á vogararminum. Sampson reyndi að snúa höfðinu til þess að fylgjast með, en það fór svo illa um hann, að hann gat ekkert séð. Hann gafst upp og hékk þarna á ann- arri hendinni og bað til guðs af lífi og sál. Um það leyti, sem Susie kom jafn- vægi á reizluna, var Sampson orðinn miður sín af áhyggjum og áreynslu. Hann vissi varla, hvað hann gerði, þegar Susie sagði honum að stíga í fæturna. Þegar hann náði til gólfs á ný, seig hann í hnjánum og reikaði yfir dyrapallinn. Hann hallaði sér upp að veggnum, og klóraði í hann til þess að ná handfestu og halda sér uppistandandi. Susie hafði ekki mælt orð frá vörum, frá því að hún sagði honum að koma fyrir sig fótum aftur, og hann var of veikburða til þess að spyrja hana. Allt í einu fann hann arma hennar um háls sér. í sama bili kiknaði hann alveg og féll niður. Þegar hann kom til sjálfs sín á ný, lá Susie á hnjánum við hlið hans og faðmaði hann af miklum ákafa .Hann brauzt úr greipum hennar og greip andann á lofti. Steinninn, sem hann hafði haft upp í sér, var horfinn. Hann vissi ekki, hvort hann hafði dott ið út úr honum eða hvort hann hafði gleypt hann. Honum leið illa. — Vinur minn, sagði Susie. — Eg er svo glöð, að ég skyldi vega þig. Þú hefðir átt að láta mig gera það fyrr heldur en að bíða svona lengi. — Hvað var ég þungur, Susie? spurði hann. — Elskan, þú varst nákvæmlega tvö hundruð og fimmtán pund, sagði hún ánægð. — Og rétt áðan sagðistu aðeins vera tvö hundruð og tíu! Sampson lokaði augunum. Þegar hann onnaði þau aftur, var Susie önnum kafin við að opna skó- kassann. Hún leysti utan af honum og tók af honum lokið. Síðan lyfti hún tíu punda straujárninu, sem hann hafði keypt í þeirri von, að geta hald- ið á því, þegar hún vigtaði hann. — Þetta er bezta gjöfin, sem ég hef fengið á allri minni ævi, sagði hún mjúklega og strauk með hendinni yfir sléttan flötinn neðan á járninu. — Ástin mín, bætti hún svo við og leit á hann aðdáunaraugum. Meðan hann beið eftir, að hún segði eitthvað fleira, leit hann flóttalega í augu hennar, því að hann var að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti losn að við þessi tuttugu og fimm pund af steinum, möl og sandi, áður en hún uppgötvaði það í vösum hans. TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 327

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.