Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 4

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 4
I i SKÓÚA VÉ - ÖRÆFA VÍDDIR i. Það eru komnar sólstöður. Samt sem áður er hiíinn á Norðausturlandi aðeins örfá stig. Meinkalin túnin eru lítið sprottin, og nepjukalda norðan- bræluna leggur inn allt Fljótsdals- hérað. Innstu skúradrögin hreyta úr sér síðustu dropunum í hálsinum of- an við Hrafnsgerði og Ðroplaugar- staði. Grænir sprotarnir á byggökr- unum á Völlunum eru lotlegir í hraglandanum, og iþá mun flest ár þroskast korn á íslandi, ef viðhlí't- andi bygguppskera fæst á Héraði í haust. Á Lagarfljóti rísa langar öld- ur, sem æða hvítfextar undan noxðan sveljandanum, unz þær brotna með gný við klapparnef og malarkamba í víkunum á milli þeirra. En einn er sá staður, þar sem þessa þráláta norðangjósts gætir ekki. Það er f Hallormsstaðarskógi. Björkin þekur orðið land allt innan skógargirðingarinnar, þar sem tönn sauðkindarinnar nær ekkf lengur að klippa nýgræðinginn, jafnóðum og hann rekur upp kollinn. Nú er skóg- argróðurinn í örum vexti, þar sem áður voru naktir melar og gróður- litlir hjallar, þótt utan girðingar sjá- ist ekki nokkur birkikló. Bjarkirnar sveigja krónurnar hátignarlega í storminum, og það skrjáfar og þýtur í laufinu. En samt er logn undir limi þeirra, og í hinum blómlegu greni- teigum og lerkilundum, sem græddir hafa verið í skóginum, veit enginn af veðri. Lerkitrén f Guttormslundi, gróðursett árið 1936, rísa hátt yfir birkiskdginn, stofngild og teinrétt, og bjóða öllum veðrum birginn, og inni í gróðrarstöðinni er fura svo mikils vaxtar, að íullorðinn karlmað- ur getur rétt spennt greipar um bol- inn, þegar hann faðmar stofninn í axlarhæð. Hvarvetna eru breiður af ungum lerkitrjám í hröðum vexti. Eftir tiltölulega fá ár verða þar komnir miklir lerkiskógar, sem þekja stór svæði. — Nytu akrar bænda á FOjótsdalishéraði skjóls f einhvexri líkingu við það, sem Iíallormsstaður veitir, myndu þeir áreiðanlega fræv- ir hvert ár. II. Svo bar okkur einn daginn þar á Svona gildir eru margir lerki- siofnar orðnir í HailormsstaSar- skógi. Þessi mynd er melra aS segja nokkurra ára gömul. — (Ljósmynd: Gunnar Rúnar). land, sem þau undur munu aldrei gerast, að skógar veiti skjól í vondri veðráttu. Þar er líka eydd sú byggð, sem áður var, svo.; að ekki stendur annað uppi en síðustu leifar kofanna er voru híbýli þeirra bænda, er þraukuðu þarna lengst. Við erum komin á Jökuldalsheiði. Á fyrri hluta nítjándu aldar, þegar fólki var tekið að fjölga til mikilla muna eftir Móðuharðindin, gerðist víða sú saga, að fátækt og jarðnæðis laust fólk hélt einn góðan veðurdag til fjalla með trússhest í taumi og börn sín ofan á milli — kannske líka með eina kú í togi. Það silaðist á- fram upp úr byggðinni, gekk lengi lengi og lét svo loks staðar numið í einhverjum fjalldal eða á heiðum uppi við veiðivatn og brokflóa. Þar hof það að byggja bæ. Hundruð gam- alla bæjarrústa fjarri meginbyggð- um eru til vitnis um lífsbaráttu þessa fólks. 484 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.