Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 5
Sé3 frá eyðibýlinu Rangalóni suður yfir Sænautavafn til Sænautasels. Mun lengra suður í heiðinni voru Vesturhús. — (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). Hvergi á landinu reis þó upp önn- ur eins heiðabyggS og á Norðausíur- landi. Þar var alls staðar búið. Á Jökuldalsheiði, heiðunum upp af Vopnafirði og Þistilfirði, Öxarfjarðar iheiði — þar risu hvarvetna upp býli. í hugum þeirra, sem varla hafa þess- ar slóðir augum litið og þaðan af síð- ur staðið einn í dag í sporum þessa flóttafólks úr láglendissveitunum, slær kannske einhverjum ljóma á [hörfnar heiðabyggðirnar. En það er hætt við því, að þær hugmyndir eígi frekar heima í veröld draumanna en veruleikans. Roskin kona í Skeggja- staðahreppi, sem sjálf ólst upp á heiðarbýli í Þistdfirði og bjó þar við mikla ómegð, þegar hún var á léttasta skeiði ævi sinnar, sagði við okkur: „Þar var lífið eins og það væri iklippt úr úr Heiðarbýlissögum Jóns Trausta. Við rústir kotanna á Öxar- fjarðarheiði er maður kominn á sjálft sögusviðið og óhugnanlegir at- hurðirnir birtast manni hver af öðr- um.“ Á Jökuldalsheiðinni byggðust ekki færri en sextán kot á tveimur ára- tugum upp úr 1840 og þorri þeirra hélzt lengi við byggð. Nokkur voru í byggð fram yfir 1940, og síðasti bóndjnn | heiðinni, Guðjón Gíslason í Heiðarseli, fluttist ekki brott þaðan fyrr en 1946. Þá hafði nútíminn og tæknin haldið svo innreið sína á Jökuldalsheiði, að hann hafði komið upp vindrafstöð á bæ sínum. Á Rangalóni hangir dálítið af kofun- um enn uppi, og þar var gömul elda- vél í fordyri ásamt einu hefti af Jörð og bláþrykktum pésa með áskor unum um að kjósa D-listann. Tún- bleðillinn var allur þakinn lágvöxn- um víði og harðbalagróðri heiðar- innar og skafl við vatnsbakkann, fá- ein skref frá bæjarrústunum. Meðal þeirra, sem lengst þraukuðu á heiðinni, var Bjarni í Veturhúsmn, sem margir ætla, að endurvakinn sé f Bjarti í Sumarhúsum til meira lang lífis og frægðar en heiðabændum fellur að jafnaði í skaut. Býli Bjarna var alllangt sunnan við þjóðveginn og stóð þar á bakka lítils vatns, mitt í geysimiklu flóa- ílæmi. Það hefur trúlega verið nokk uð blautlent umhverfis bæinn og kom ið sér vel, að bóndinn kippti sér ekki upp við það, þótt hann blotnaði í fæturna. Á þetta býli komst Bjarni þeim hætti, að kona af skaftfellskum ættum, Anna Einarsdóttir að nafni, keypti það og fluttist þangað. Gerð- ist Bjarni ráðsmaður hennar, og þeg- ar hún féll frá, hélt hann þar áfram búskap. Þótt varla yrði sagt, að hann væri meyjarmannslegur á þann mæli- kvarða, er nú er á slíkt lagður, tókst honum að fá ráðskonu, sem virðist hafa unað ævinni sæmilega hjá hon- um í heiðarkotinu. En ekki varð Bjarna ævinlega svona vel til kvenna. Þegar hann var/ ungur maður, varð í lífi hans at- burður, er mun einsdæmi meðal sam tíðarmanna hans. Hann var þá vinnu maður hjá séra Arnljóti Ólafssyni á Sauðanesi. Hafði hann mikinn hug á að verða sjáMbjarga bóndi, og taldi hann fýsilegan áfanga á leið að því marki að kvænast bóndadóttur, er ætti arfs von. Lagði hann mikinn hug á hreppstjóradóttur á Heiði á Langanesi og þrábað hennar, en þeg ar hún vísaði honum jafnan á bug, hversu fast sem hann sótti mál sitt, brá hann á óvenjulegt ráð. Skrifaði hann andskotanum biéf og leitaði fulltingis hans við kvonbænirnar. Bréfið skildi hann eftir úti á víða- vangi, en svo illa tókst til, að það komst til annarra en þess, er því var beint til. Er í almæli, að séra Arn- ljótur hafi fengið það í hendur og sett vinnumanni sínum harðar skrift ir fyrir tiltækið. Varð það lokaþátt- ur kvonbænanna. Fyrir meira en tuttugu árum auðn- T I M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 435

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.