Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 6
M&örudsiur á bfra-Fjalli. Þar er tvibýli. Kirkjan, sem Jón Stefánss. byggði, er örskammt frá bæjarhúsunum (Ljósm Þ.J.) aðist mér að eiga gistingu undir sama þaki og Bjarni Þorgrímsson. Hann hafði brugðið sér úr heiðinni i kaupstaðinn, gyrtur vænu snæri. Strákahópur elti hann um plássið á Búðareyri, þegar hann fór út úr dyr- um. Ungu stúlkurnar, sem gengu um beina í gistihúsinu, brostu kankvís- lega, en gættu allrar háttprýðL Hann var kringluleitur og með stóra vörtu á nefi, lágur maður vexti og snöggur hreyfingum og reyrði snærið rösk- lega að sér, áður en hann rak á hnút- inn, maður viðræðugóður í tómi um sauðfé og gróðurfar í heiðinni: Kólf- urinn, maður, gildur eins og fingur — laukur fyrir sauðkindina á vorin. Hann hefur vafalaust átt metfé, sem stóð séraguðmundarkyninu hjá Bjartj í Sumarhúsum lítið að baki. Halldór Kiljan hefur brugðið upp mýnd af'lífinu í einu býlanna í Jök- uldalsheiði fyrir tuttugu og fimm ár- um í örstuttri frásögn í Dagleið á fjöllum. Hann varð hríðtepptur í einu kotinu, ásamt ferðafélögum sín um. Þá var heiðabyggðin tekin að gerast þunnskipuð. Bændurnir, sem brott fluttu, brugðu á ýmis ráð. Einn þeirra hafði keypt blaðið Hæni á Seyðisfirði og skrifaði i það fyrir sveitunga sína um ágæti Grænlands. Bóndinn, sem Halldór gisti hjá, hafði lógað einu kúnni sinni um haustið, svo að hann yrði ekki heylaus fyrir kindurnar. Móðir bóndans, farlama gamalmenni, stundi í rúmi sínu og margtönnlaðist á þvi, hvað sig lang- aði í mjólk. Þegar ferðamennirnir gáfu henni mjólk, sem þeir höfðu meðferðis, drakk hún hana ekki í neinu óhófi, heldur geymdi hana í skál á hornhillunni og smádreypti á henni.. „Eg með alla mjólkurílöng- unina,“ tautaði hún fyrir munni sér. En bóndinn reri fram í gráðið og brosti út undir eyru, sæll á sinni heiði. Þó hafði Grænlandsgrejnjn í Hæni vakið þá hugsun, að á Græn- landi kynni jafnvel að vera enn betra undir bú en á Jökuldalsheiði. Þegar hann heyrði, að Halldór hefði dvalizt á Ítalíu, spurði hann fyrstra orða: „Eru góðir afréttir á ítalíunni?" Hugurinn var allur við afrétti og beitiland. í augum ókunnugs vegfaranda er yfirbragð Jökuldalsheiðar ærið kald ranalegt. En eigi að síður getur hún vafalaust verið fögur í augum þeirra, sem tekið ^afa við hana tryggð. En víst er hitt, að mörgum hefur hún reynzt þung í skauti. Þar hefur marg- ur maðurinn lotið í lægra haldi í vetrarhríðum og margur orðið að þreyja langa vöku, þegar neyð kreppti að. Skammt frá Eiríksstöð- um á Jökuldal er eins konar minnis- merki um eina stórhríðina. Þar er höggvið stórum stöfum á stein þessi áletrun: SKAÐINN MIKLI 15,—18. OKT. 1868“. Þessi áletrun er gerð til minningar um margra daga stór- hríð, er varð svo skæð bústofni bænda á Norðausturlandi, að í sum um hreppum fórst fé, svo að þús- undum skipti. Möðrudalsbær í tíð Sigurðar Jónssonar. Hér var mjólkurskóli fyrir nálega hundrað árum og smjör verkað til söiu í Kaupmannahöfn. Erlendir menntamenn undruðust hina rótgrónu menningu, sem mætti þeim innan þessara dyra, og hér dó hinn brotlegi bændahöfðingi að iokum, án fyrirgefningar konu sinnar. 486 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.