Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 7
Eitt af því, sem hrjáði fölkig f heið inni, var mjólkurleysið, einkum börn og gamalmenni, svo sem fram kemur í frásögn Halldórs Laxness af gömlu feonunni. Seint í janúannánuði 1894 fór einn heiðarbændanna, Sigbjörn Jóhannesson á Mel, til bæjar í ná- grenninu til þess að sækja mjólkur- lögg. Bæjarleiðin var nálægt tíu kfló- metrum. Þegar bóndinn var á heim- leið brast á stórhríð, er stóð sólar- hringum saman. Maðurinn varð úti, en konan beið heima milli vonar og ótta með börn þeirra ung. Einn morguninn lá hundur bónda í glugga tóftinni á baðstofuþekiunni, og duld- ist konunni ekki lengur, hversu kom ið var. Þegar hríðinni létti, bjóst hún til ferðar. Hún sagði bornunum, að hún ætlaði til gegninga í penings- húsin, og skyldu þau bíða róleg, þótt henni dveldist venju fremur lengi. Raunar hafði hún ráðið af að freista iþess að brjóUst út að Brunahvammi, bæ á heiðinni upp af Vopnafirði, til þess að biðja um hjálp. Við, sem ök- um Jökuldalsheiði í upphituðum bíl á sumardegi og fárumst yfir því, hve djúpt hann sekkur í gljúpt túnið á Eangalóni, getum ekki sett okkur í spor þessarar konu, sem þrammaði norður fannbarðar heiðarnar, þar sem bóndi hennar lá helfrosinn undir barði eða steini, vitandi af bömum sínum einum og umsjárlausum í kot inu, óralangt frá mannabyggðum. Ekki tók lífið heldur mildum hönd um á gamla bóndanum í Fögrukinn, einu heiðarkotinu. Skömmu eftir hríðina, sem minnzt er með áletrun- inni á steininum hjá Eiríksstöðum, gerSust áhyggjur hans yfir örbirgð sinni svo þungar, að hann afréð frek ar að svipta sig lífinu en hrekjast á sveitarframfæri. Ef þetta hefði gerzt nokkru fyrr, hefði gamli ma«- urinn verið dysjaður þar á einhverj- um grjótásnum. En nú var aldarfar orðig svo milt, að náðarsamlegast var leyft að jarða hann án yfirsöngs í kirkjugarðinum í Möðrudal. En svo tmjög eimdj Þó eftir af gamla hugar- farinu, að jafnvel hin vígða mold nægði ekki til þess, að Kinnarbónd- inn lægi kyrr. Fólk í Möðrudal þótt- ist sjá hann hvarvetna á sveimi, og um nætur dreymdi það, að hann væri að troða sér inn um gluggana á bæn- um. Almælt er, að dyr og gluggar hafi verið krossaðir á hverju kvöldi til þess ag verjast ásókn bónda, stáL fleinar þrír verið reknir niður í leiði hans og húslesturinn jafnvel lesinn einu sinni frammi í bæjardyrum. En heiðarbóndinn lét hvorki skipast við krossinn né kyngma, en að lokum er sagt, að eyfirzk vinnukona í Mö'ðru- dal, Oddrún að nafni, hafi einn morg un snarazt út í kirkjugarg og þulið svofelld stef yfir leiði bóndans: Þú, sem ert genginn : •xff^XSx^MSslSS Altarisfaflan í MöSrudalslcirkju. KrlStur situr á pálmabjargi, en í baksýn eru sandar MöSrudals og tindar VÍSidalsfjalla. (Ljósmynd: Páll Jónsson). til þinnar hvíldar, ligg þú hér kyrr / og lát alla í friði. Sinntu ekki lengur um samvistir manna, fyrst lífið þér þótti langt og biturt. Önd þin lifir hjá æðstum guði, bót, sem vinnur á breyskleika þínum, því hans náð er öllum næg til hiálQar. Þetta vers hlýtur að leyna á sér, því að með því frelsaði Oddrún Möðru- dal, enda hefur það sennilega verið flutt af miklum mógi. III. Það var nístingsköld norðangjóla með skúraleiðingum, þegar vig kom um vestur yfir fjallgarðana og sáum heim að Möðrudal. Svartir bruna- sandarnir voru ekki búsældarlegir yfir að líta, og gráar vfðiflesjumar sýndust ósköp umkomulausar í þefis- um gróðurlitlu víðernum. Þag er undarlegt til þess að hugsa, að ein- mitt þarna skuli oft hafa verið eitt af stærstu búum landsins, sjö eða áfta hundruð fjár á fóðrum, auk fjölda hrossa, og Möðrudalsbændur frumkvöðlar í verklegum nýjungum, jafnvel mörgum áratugum áður en þorri stéttarbræðra þeirra á vildis- jörðum í mildustu sveitum landsins fóru að hyggja á teljandi nýbreytni. Til eru tveir vitnisburðir útlendinga, sem gistu Möðrudal með hálfrar ald- ar millibili, og er i báðum rómað. hve þar var myndarlegt heimili og mannvænlegar heimasætur. Gyða Thorlacius, hin danska sýslumanns- frú frá Eskifirði, kom þangað á lang ferð sinni af Austurlandi suður í Ár- nessýslu árið 1814. Ber hún lo£ á heimilið og segir, að heimasæturnar" þar hafi verið laglegustu sveitastúlk- urnar, sem hún sá í allrj ferðinnL Árig 1860 kom þar hinn svonefndi Fox-leiðangur, er gerður var út til þess að kanna aðstöðu til símalagn- ingar. í bók Zeilaus um förina er T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB 487

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.