Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 8
komizt svo að orði um gistinguna i Möðrudal: „Þegar við um kvöldig sáum fólkið samansafnað og heyrðum gamla manninn lesa fornsögurnar fyrir þessa áhugasömu áheyrendur, vorum við einhuga í aðdáun okkar á bænda- menningunni, fjarri hinum mikla heimi og áhrifum hans. Já, — stund- um freistast maður á slíkum stundum til þess að spyrja: Hvað er eiginlega menning? ___ Tökum til dæmis Lundúni og bregðum okkur síðan í hið yfirlætislausa hús Jens Kristjáns Jakobsen á Straumey... Segið mér svo: Á hvorum staðnum fundum við menninguna? Eða förum til Parisar — eða Kaupmannafaafnar, svo að ekki sé ofy langt leitað___jöfnum saman þessari Aþenu Norðurlanda og Möðrudal___ Hugleiðingum mínum um. þvilíkan samjöfnuð lauk ég eitt- hvað á þessa leið: Er því þann veg farið, að fátækt fólk, sem lifir og hrærist utan meginsírauma hinnar svonefndu menningar, sé þess megn- ugra að varðveita þjóðlega eigin- leika, hreina og óspillta, og sé þess vegna auðugra að sönnum þjóðar- verðmætum, þreki og hetjudug? Æ, þá bið ég þess, að mitt hjartfólgna föðurland haldi áfram ag vera fá- tækt, hið fátæka land skáldanna, og dönsku þjóðinni verði hlíft við eitri hinnar heimsborgaralegu menningar, banvænum þjóðareinkennum henn- ar." Um Aðalbjörgu, dóttur bóndans, segir Zeilau, að penni sinn 'sé of sljór til þess að lýsa henni og þess vegna vitni hann til orða eins félaga síns: „Það er satt að segja furðulegt að íyrirhitta hér fólk, mitt í auðn- inni, og sérstaklega þó þessa stúlku, sem alizt hefur að öllu leyti upp fjarri hinum menntaða heimi, sem svo er kallaður, og menningarstraum um hans. Og þó — ef þessi unga stúlka væri klædd tízkubúningi frá West-End og leidd í veizlusali sam- kvæmislífsins, þá veðja ég einum á mótí tíu, ag hún myndi undir eins kunna að hegða sér þar og engum verða til ásteytingar, nema ef vera kynni, að fegurð hennar vekíi öf- und." En Sigurður í Möðrudal var ekki allur, þar sem hann var séður. Hann stóð ekki aðeins sterkri rót íslenzkr ar menningar, heldur var hann einn- ig svo stórhuga og framsýnn búmað- ur, að hann hófst handa um nýjung- ar, sem þorri samtíðarmanna hans lét sig ekki einu sinni dreyma um. Þremur árum eftir að Zeilau og fé- lagar hans heyrðu hann lesa forn- sögurnar í baðstofunni í Möðrudal, rég hann til sín ráðskonu, sem hafði lært hannyrðir í Kaupmannahöfn og mjólkurmeðferð, smjörgerð og osta- gerð á Sjálandi. Þessi stúlka Hét Sig- ríður Magnúsdóttir, ættuð úr Skál- e'yjum á Breiðafirði. Var þá hafin í Möðrudal kæling mjólkur, sem var Jóii f Möðrudal viS orgeliS, albúinn að heyja kappsöng vlð hvaða söngmann sem er. (Ljósmynd: Páll Jónsson). þá einsdæmi og er jafnvel ekki rækt enn sums staðar. Á sumrum efndi Sigurður bóndi til námskeiða, þar sem ungar stúlkur skyldu læra með- ferð og vinnslu og loks sendi hann smjör á markað^ í Kaupmannahöfn — frá þeim bæ á íslandi, er einna hæst stendur yfir sjó og lengsta leið á til hafnar. En svo gerðist líka önnur saga í Möðrudal, og mun meira hafa verið um hana rætt á sinni tíð en mjólk- urkælinguna, ostagerðina og smjör- söluna. Þar kom, að Sigurður bóndi felldi hug til þessarar konu, er fór svo kunnáttusamlega höndum um málnytina í Möðrudal. Gerðust skipti þeirra allnáin, og þar kom, að Sig- ríður varS ávaxtarsöm. Að lögum og venjum hefði hún átt að fara brott af heimilinu, þegar slíkt varð npp- víst. En ekki var við neinn kotung að etja, þar sem Sigurður var, og varð því löng töf á þvi, að ástkona hans yrði á brott hrakin. Lóks kom þar, að eiginkona hans gekk að heim- an, en Sigríður fór vestur á land til að sækja systur sína til dvalar í Möðrudal. Sjálfur var Sigurður orð- inn roskinn maður og' þrotinn aS heilsu. i Um þessar mundir hafði Einar Ás- mundsson í Nesi fyrir skömmu kvænzt einni heimasætunni í Möðru- dal. Nú lét hann til skarar skriða gegn Sigríði, þótt yfirvöldin hlífðust við að skerast í leikinn. Hann gerði ferð sína að Möðradal og hrakti Sig- ríði þaðan brott. Hinn dimmi skuggi yfir háfjallabænum, þar sem leið- angursmennirnír dönsku höfðu þrett án árum áður séð þjóðmenninguna standa svo traustum fótum, þéttist óðum. Veturinn eftir andaðist Sig- urður bóndi, þreyttur maður og mæddur. Guðmundur Friðjónsson á Sandi segir svo frá að Sigurður hafi sent Aðal.björgu dóttur sína, þokka- dísina, sem gestirnir dáðu svo mjög forðum, á fund konu sinnar, þegar honum elnaði sóttin, og beðið hana að mælast til sátta og fyrirgefning- ar. En köld voru svörin, sem goldin voru. Hin særða eiginkona bað fyrir þessi skilaboð til deyjandi eigin- manns síns: „Segðu föður þínum, að ég muni ekki hata hann í gröfinni". Eftir lát þessa mikla bændahöfð- ingja, er lauk ævi sinni á svo dap- urlegan hátt, varð síðan hvimleiður málarekstur út af því, hvort ástkona hans hefði ekki fleira haft á brott með sér úr Möðruaal en hún átti. Nokkrum árum síðar gerðist annar maður, sem stórum kvað að, bóndi í Möðrudal. Hann hét Stefán Einars- son. Hann hafði lært úrsmí^i í Dan- mörkú, en nú biðu hans meiri um- Framhald á 500. síðu 488 TtlUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.