Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Síða 9
 BerdreymLnn og göldr- óttur — jprátt fyrir allt — Spjallað viS aídraSan Sfrandamann, GuSmuná Jéhann Magnússon frá Hrófá Það hefur löngum verið haft á orði, að Strandamenn væru göldróttir. Hvað sem því líður, hefur ýmislegt merkilegt borið fyrir Guömund Jóhann Magnús- son frá Hrófá. Hann var fjármaö- ur frá fermingu fram yfir sjötugt, sótti meðul úr Dölum norður á Hólmavík, þegar aðrir fengust ekki til þess, fékk lungnabólguna tíu sinnum og brjósthimnubólgu einu sinni og vann erfiðisvinnu heilan vetur, meðan beinflísar úr hnéskelinni voru að ganga inn í lið. 'Þegar hið sanna kom í ljós, ætlaði læknirinn á Hólmavík ekki að trúa sínum eigin augum. Mað- ur gæti haldið, að orðum hans fylgdi áhrifamáttur, og enginn vafi leikur á því, að hann er ber- dreyminn. Hann verður áttræð- ur í haust, en þessi lífsreyndi öldungur er enn í fullu fjöri, og þegar við fréttum, að hann væri staddur í bænum, lögðum við leið okkar upp á 12. hæð í Sólheim- um 23 og báðum hann að segja okkur af ævi sinni. — Ég fæddist á Hafnarhóli á Sel- strönd 4. nóvember 1882. Faðir minn hét Magnús Stefánsson og var ættað- ur úr Flatey á Breiðafirði. Hann varð bráðkvaddur á Gjögri í kringum há- tíðarnar veturinn sem ég fæddist. Þegar ég var á öðru árinu, fluttist móðir mín, Bergljót Björnsdóttir, að Skarði í Bjarnarfirði og var þar eitt ár með mig. Þaðan ári seinna aíf Bessastöðum og svo að Ósi í Stranda- sýslu eitthvert harðasta vorig um þessar mundir. Þetta var eilífur flæk ingur. Hún var vinnukona á Ósi, sem er rétt fyrir innan Hólmavík. Þar var ég svo til 22 ára aldurs, en hjónin, sem þar bjuggu, voru Þórarinn Hall- varðsson og Guðmundína Kristjáns dóttir. Þetta voru mikil hallærisár og þrældómurinn mikill. Það er ek! i trúlegt nú, en þegar móðir mín flutt- ist að Ósi, var hún svo horuð, að hún gat varla gengið frá sjónum og heim til bæjar. Þegar ég var nítján ára, missti ég hana úr lungnabólgu. Það var ekki um neina lækningu að ræða. Læknirinn, sem þá var á Hólmavík, hét Scheving og átti norska konu, sem Lára hét. Hann hafði engin meðul, þó að reynt væri að ná í hann og sagt, að hann kynni ekki að setja þau saman. Það var Lára, sem gerði það, ef nokkuð var. — Hvað varð svo um þig? — Ég fluttist að Fagradal í Dölum. Þar var ég átján ár hjá sömu hjón- unum, Magnúsi nokkrum Halldórs- syni og Ingibjörgu Finnsdóttur. Þá byrjuðu mínir erfiðleikar, þegar ég varð að fara að heiman til állra vandalausra og gerast vinnumaður, en ég álít, að ég hafi staðið mig vel í þeim erfiðleikum. — Hvernig leizt þér á þig í Döl- unum, þegar þú komst þangað fyrst? — Mér leizt illa á mig, reglulega illa. Þar var sjávarhætta mikil og lenti algerlega á mér að gæta fjár- ins, og svo stóð ég ýfir því á vet- urna, þegar beitt var. Og þaðan var langt að sækja lækni, annaðhvort varð að fara út-í Stykkishólm, suður í Búðardal eða norður á Hólmavík. Um veturinn fór ég tíu ferðir suður að Búðardal og lá einu sinni úti í byl hjá Kjartanssteini í Svínadal, þegar fólk treysti sér ekki einu sinni milli húsa í sveitinni. Það var ekki einu sinni borið við að mjólka, veðrið var svo slæmt. — Kól þig ekki í þessari ferð? TfMINN SUNNUDAGSBLAÐ 489

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.