Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 12
Hinn 18. júní 1962 lagði ég af stað til Grænlands, og voru þá liðin ná- kvæmlega 25 ár, síðan ég kom þang- að í fyrsta sinn. Þá var 6g eitt sum- ar: við f ornleifarannsóknir í Vestrí- byggð, þar sem kallað er Austmanna- dalur inn frá Ameralik-firði, sem víst hefur heitið Lýsufjörður að fornu. í þetta sinn er ferðinni aftur á móti heitið til Eystribyggðar, til Brattahlíðar í Eiríksfirði, þar sem Eiríkur rauði nam land forðum. Þar er kjarni hinna fornu byggða, sem íslendingar stofnuðu á Grænlandi. Jörgen Meldgard, safnvörður í Kaup- mannahöfn, var svo vænn að bjóða mér að taka þátt í fornleifarann- sókn, sem þarna á að gera í sumar. Síðastlióið haust. fannst í Brattahlíð kirkjugarður og leifar af smákirkju, sem almennt var þegar talið, að væri Þjóðhildarkirkia sú, sem um er tal- að í Eiríks sögu rauða, og er sú saga svo alkunn, að ekki þarf mörgum orðúm um að fara. Leifur Eiríks- son boðaðj kristni á Grænlandi, send- ur af Ólafi konungi Tryggvasyni. Þjóðhildur, móðir Leifs, tók greið- lega við trúnni af syni sínum, en Eiríkur rauðj amaðist við þeirri nýj- ung Þjóðhildur fór sínu fram og lét byggja kirkju' eigi allnær hús- um til þess að styggja ekki bónda sinn uai nauðsyn fram. Svo segir sagan, en hvar var sú kirkja? Var þetta ekki tómur tilbúningur? Menn hafa velt þessu fyrir sér, en aldrei fundið neitt, sem til þess benti, hvar Þjóðhildarkirkja hafi verið. Nörlund var í Brattahlífl og gerði þar miklar rannsóknir 1932, en ekki tókst hon- u<n að finna Þjóðhildarkirkju, og var hún honum þó ofarlega í huga. En i fyrrahaust finnst hún svo ófor- varandis ,eigi allnær húsum, um 250 m. frá gómlu bæjarrústunum. Finnsl hún, segi ég, og það er ef til vill helzti afdráttarlaust að orði komizt, en þarna hefur þó verið kirkja og kirkjugarður, og það er einmitt þetta, sem Jbrgen Meldgard ætlar ag rannsaka í sumar, sendur af Þjóð- mi'njasafninu í Kaupmannahöfn með fríðu föruneyti. Árdegis hinn 18. júni leggjum við af stað frá Reykjavík með íslenzkri leiguiClugvél Grænlandsverzlunarinn- ar. Skömmu eftir hádegi sjáum 'við hrikalega strönd Austur-Grænlands bera við hafsbrún, og bráðlega erum við inni yfir jöklinum, sjáum skrið- jökla falla niður í fjarðarbotna, glampandi sólskin yfir öllu og stór- skorin fegurð, flugið yfir jökulinn virðist undarlega stutt, því að fyrr en varir sést til flugvallarins í Narssars- suaq, þar sem hann liggur eins og hefluð fjöl, sem rekið hefur á land í óbyggðum. Hann er þó ekkert smá- smiöi þessi völlur, þegar að er gáð, og DR. KRISTJAN ELDJARM NOKKRIR DAGAR ekki af vanefnum gerður. Banda- ríkjamenn lögðu þessa braut og höfðu þarna herstöð mikla, en hafa nú yfirgefið staðinn og fengið mann- virkin í hendur Dönum. Grænland er amt í Danmörku. Flugvélin svífur langt út yfir völlinn, fer stóran hring 'út yfir Eiríksfjörð, rennir sér síðan skáhallt yfir Braltahlíð, um þveran fjörðinn og brunar inn á völlinn heilu og höldnu. Við færum klukk- una þrjár stundir aftur á bak, og höf- um þá komið í Eiríksfjörð nokkurn veginn á sömu mínútunni og við 'lögð um af stað frá Reykjavík. Öðru vísi mér áður brá. Þegar ég fór til Græn- lands 1937, vorum við þrettán sólar- hringa frá Kaupmannahöfn til Godt- háb, ef ég man rétt. 0 Flugvöllurinn er i Eiríksfirði aust- anverðum, en andspænis honum vestan fjarðarins er Brattahlíð, sem nú heitir Qagssiarssuq. Narssarsuaq merkir Stóraslétta, en slétta sú myndast af gífurlegum framburði jök- ulsár, sem þarna rennur til sjávar. Út þaðan eru fjöll sæbrött og ekki svigrúm til byggðar, þótt ekki skorti þroskamikinn gróður, en inn frá vell- inum hafa að fornu verig nokkrir bæir, þótt ekki séu þeir stói'býli eins og norðan fjarðarins. Einn þessara bæja, og líklega sá, sem næst ur er flugvellinum, sem nú er, mun að líkindum hafa heitið Stokkanes. Sumir hafa viljað láta flugvöllinn bera það nafn. Á flugvellinum biðu okkar tveir menn frá leiðangri Meldgárds í Brattahlíð, norskur fornleifafræð- ingur að nafni Erling Johansen, gam all kunningi minn, og kaþólskur prestur amerískur, sem nú býr í Godtháb og hefur lært að tala ágæta dönsku og nokkuð í grænlenzku. Hann heitir Michael Wolf, kallaður Mike meðal kunningja, ágætur dr,eng ur og hefur nú fengig áhuga á að kynna sér fornleifafræði Grænlands, enda segist hann þess albúinn að eiga hér heima alila ævi, ef hin 492 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.