Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Page 13
Brattahlíð, séð út Eiríksfjörð. Hópur manna stendur við hinar fornu bæjarrústir Bratthlíðínga. — Ljósmyndirnar allar teknar af Þorsteini Jósepssyni mikla móðir hans vilji svo vera láta. Séra Wolf á vélbát góðan, sem hann hefur siglt hingað alla leið frá Godt- háb, það sem forðum var talinn sex daga róður á sexrónum báti. Fleyið heitir Garðar eftir biskupssetrinu forna, og á því siglum við nú yfir Eiríksfjörð í logni og glaða sólskini og höfum víða sýn um landnám Ei- riks rauða. Á firðinum rísa tígulegar ísborgir upp úr himinbláum haffleti og taka á sig fjölbreytilegar kynja- anyndir, Þær taka af tvímæli um að við erum staddir á Grænlandi, en ekki íslandi, annars er heimalegt um að litast, grænar hlíðar, há fjöll. Oft hafa menn furðað sig á nafni því, sem Eiríkur rauði gaf landi sínu, talið það skrumkennt. Jafnve] hin forna saga telur, að hann hafí kall- að landið Grænland til þess að laða menn að því. Má það rétt vera, en þó nafnið ekki út í hött. Eiríkur hefur skí'rt landið eftir umhverfinu hér inni í Eiríksfirði. Hvert sem litið er, blasa við grænar .hlíðar, og þó er þetta svo snemma á sumri, að gróður er ekki kominn í fullan blóma. Sérstaklega er umhverfi Brattahlíðar búsældarlegt að sjá héð- an frá firðinum, hlíðin öll græn og gróin frá fjöru og upp á efstu brún- ir. Sérlega brött er hún ekki, en þó nógu brött til þess að helga nafn- giftina Brattahlíð. En minnast má þess, að það var ekki eins auðvelt að finna landnámsjörðina meðal eyði staða Grænlands og margur kann að halda. Fræðimenn 19. og 20. aldar voru lengi að velta því fyrir sér. hver hinna stærri bæjarrústa hefði verið Brattahlíð, og er ekki hægt að rekja það hér. Fleiri staðir gátu kom- ið til greina, en enginn ber nú brigð- ur á, að Brattahlíð sé örugglega rétt staðsett í Qagssiarssuq, Segja má þó enn, að endanlega sönnun vanti, ef einhver vildi hreyfa mótmælum, en ef til vill verður nú fundur Þjóðhild- arkirkju til þess að þagga niður all- an efa. Gaman var að horfa yfir til hlíðar- innar frá bátnum, haí'a hana fyrst alla fyrir augum og finna hvernig athyglin beinist fastar og fastar að þeim depli sem að er stefnt, hinu forna bæjarstæði landnámsmannsins. Smám saman skýrist það, sem á landi er, það sést til mannaferða. Brattahlíð- ingar hinir nýju eru að smala fé til rúning'S, stórir kindahópar renna nið- ur hlíðina og á eftir fara svarthöfð- aðir menn áv hestum með marga smalahunda. Frá húsunum koma menn niður í fjöru til þess að taka á móti okkur. Það er aðdjúpt fyrir framan Brattahlíð, þótt hafnarskil- yrði séu ekki góð að öðru leyti, vél- báturinn flýtur alveg upp undir land, en síðustu metrana förum við á bát- skel upp í vörina. Sendin vör, en klappir til beggja handa, og þar standa strákar með litlar veiðisteng- ur og draga þorsk eins og þá lystir, fá jafnvel einn og einn lax, þegar heppnin er með. Maður furðar sig á þeim lífsbjargarmöguleikum, eem hér blasa við. Bændurnir hafa hundruð fjár, sem gengur að mestu leyti sjálf- ala ,en gefur þó góðan arð, það er sagt, að dilkar séu vænni á Græn- landi en hér, enda sýndust mér lömb- in talsvert stærri en heima, en vera niá, að sauðburður byrji eitthvað fyrr. Þorskur og lax uppi í land- steinum, svo að hægt er að fá á góð- an afla með einföldum veiðitækj- um án þess að ýta báti á flot. — Og spurningin mikla, sem gestinum er ofarlega í huga frá þeirri stundu, er hann stígur fyrst á Grænlands- grund, sækir að með vaxandi þunga: Hvernig má það vera, að sú manna- byggð, sem hér hélzt við í mörg hundruð ár, leið undir lok í þess- um allsnægtum? Vera má, að fiski- gengd í grænlenzkum fjörðum sé óstöðug, og að vísu kann það að vera einhliða mynd af landkostum Grænlands, sem fyrir augu ber á hásumardegi í sjálfum Eiríksfirði, en vissulega mun hverjum svo fara, sem nokkurt skyn ber á norræn lönd, að honum blöskrar það bjargræð'i, sem hér virðist vera og hann segir við sjálfan sig, að hinar fornu byggðir hafi eyðzt af einhverju öðru en bjargarskorti. En bezt er að vera gætinn í ályktunum. Hér er gáta, sem margir hafa reynt að ráða, en engum tekizt enn, svo að sannfær- andi sé. En eins og landið í hinum fornu byggðum kemur nú fyrir sjón- ir, er það sannarlega ekki þesslegt, að það hafi drepið börn sín. Einhver annar eða eitthvað annað hefur gert það. Þegar ég var búinn að koma mér fyrir í tjaldi mínu í Brattahlíð, lét ég verða mift fyrsta verk að ganga að bæjarstæði Eiríks rauða, skoða rústirnar af hinni myndarlegu stein- kirkju, sem eru mjög skýrar, og bæjarrústirnar, sem eru að sama skapi óskýrar, enda hefur þeirn ver- ið raskað bæði af vísindamönnum og nútíma Grænlendingum. Bæjar- stæðið er sæmilega skemmtilegt, en ekki meira. Það er til dæmis furðu blautt, því að bærinn hefur verið reistur einmitt þar sem vatn sígur hvað mest fram undan klöppum / BRA TTAHLÍÐ X I M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 493

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.