Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 14
Grænlenzk húsmóðir i Bra'ttahlíð fyrir dyrum úti með barnahópinn. þeim, sem að baki rísa ,en raklendi er síður en svo einkenni landsins í Brattahlíð og virðist hafa verið hæg- urinn hjá að reisa bæinn á þurrari stað nokkrum tugum faðma sunnar. Einhvern veginn finnst manni að fyrsti landnámsmaðurinn hefði get- að valið sér skemmtilegra bæjar- stæði á Grænlandi og haft þó jafn- góða landkosti. Sá grunur styrkist, þegar maður kemur að biskupssetr- inu forna, Görðum í Einarsfirði. Þar er meg afbrigðum fagurt byggðar- stæði, höfn ágæt og olnbogarými meira að minnsta kosti við fyrstu sýn. Þannig kemur þetta okkur fyrir sjónir, nútímamönnum, en jafnvel þótt við þykjumst þekkja allvel það atvinnumenningarstig, sem fornmenn stóðu á, þegar þeir námu Grænland, ber okkur þó að inuna að vift getum aldrei sett okkur alveg í þeirra spor eða fengið augun léð úr höfði þeirra. Eiríkur rauði sá með sínum augurn, og hann hefur sennilega fyrst ng fremst svipazt um eftir góðum högunr fyrir sauðfé og fiski- gengd i sjömmi. Eftir því liefur hann valið' ,'ér bústað í Brattahlíð, en amini'.a hir* um aðra kosti eins og til dæmis gott skipalægi. Sennilega hefur hann orðiö að hafa skip sín hinum megin fjarðarins. Og enn ber að muna, að fleira kemur til greina en landkostir, þegar bústaður er val- inn, ýmislegt sem vísindaleg rann- sókn eða skynsamleg ályktun nær ekki til, persónulegur smekkur, sér- vizka, fordómar, visbendingar vætta og guða. Sagan um Ingólf landnáms- mann er fróðleg um þetta efni. Hann fór um héruð til að byggja útnes, af því að hann hugðist ekki velja sér bústað eftir landkostum, heldur að vilja guðanna. e En þetta var langur útúrdúr um bæjarstæðið í Brattahlíð, og vildi ég ekki þar með sagt hafa, að Eiríkur rauði hafi ekki valið sér góðan bú- stað, heldur hitt, að svo virðist, sem hann hefði getað valið hann enn betri, þar sem hann mátti einn taka af óskiptu. En allar minjarnar í Brattahlið sýna, að þar hefur verið búið stórt, Ég gekk um túnið þegar fyrsta daginn, fylgdi eftir vallargarð- inum frá sjó í stóran sveig fyi;ir ofan bæinn, skoðaði útihúsin, fjósin, hlöðurnar og fjárréttirnar, og grund- ina iniklu, þar sem talið er, að haldið hafi verið þing þeirra Grænlendinga, áður en þing var sett í Görðum. Þetta talar allt skýru máli, eins og rústimar í hinum fornu byggðum Grænlands gera yfirleitt, máli sem hver íslenzkur sveitamaður á miðj- um aldri og eldri mundi þykjast skilja orðabókarlaust. Ef til vill mis- skilur hann eitthvað, en flest skilur hann rétt, því að þetta sama mál tala íslenzkir eyðibæir, þeir eru minjar um sama menningarstig í at- vinnulegum efnum, og á svipuðu stigi stóðu íslendingar til skamms tíma. Það er oft talað um samhengið í íslenzkum bókmenntum ,en á sama hátt mætti taia um hið sterka sam- hengi í íslenzkri atvinnumenningu frá landnámsöld og fram undir vora daga. Eflaust hefur grænlenzk at- vinnumenning sérhæfzt nokkuð, eink um vegna margs konar veiðiskaps, sem Grænlendingar stunduðu um- fram íslendinga, en undirstaðan hef- ur vissulega verið landbúnaður sömu tegundar og sá, sem stundaður var á íslandi, kvikfjárrækt, og fénaður- inn einkum kýr og kindur. Ég gekk einn daginn, þegar ekki var hægt að vera við uppgröft fyrir úrkomu, langa gönguferð inn frá Brattahlíð, gekk eftir endilöngum heiðardal, sem verið hefur byggður í fyrndinni. Ég gekk frá einum bænum á annan, / 494 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.