Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 16
GUÐMUNDUR ARKFINHSSON; SVIPIR GÖTUNNAR Eg geng eftir götunni. Þessan einu götu í öllum heiminum. Og í svip sé ég fólkið og bílana fara hjá. Það er mikil ös, enda sunnudagur, og allir eru á þönum. Mikið liggur ■þeim á. Og sólin skín á fólhið, sem hraðar sér hjá J ótal tilbrigðum. Sumir eru á leið í bíó til þess að horfa á ameríska gangstera þreyta skotfimi sína, en aðrir stefna ekki að neinu ákveðnu marki, og þó ligg- ' ur þeim engu að síður á. Lífig er . stutt, aðeins örfáar helgar, sem menn verða að njóta út í yztu æsar. Eg horfi á þessi andlit, og það er eitt- 'hvað í svip þeirra, sem minnir á ör- þyrst dýr í leit að vatnsbóli. Og sól götunnar skín á rykið og fólkig og inalbikið. Og allt i ernu mæti ég honum. Eg sé, hvar hann kemur álengdar, og hann sker sig skemmtilega úr, þar sem hann gengur rólegum skrefum með hendurnar í buxnavösum, eins og órói dagsins komj honum ekki við Einn og tveir — einn og tveir, og hann setur annan fótinn fram yfir hinn eins og hann viti ekkj af því, eins og þeir séu sjáifstæðir einstakling- ar, sem hann þekkir ekki. Hann horf ir beint fram fyrir sig, og kannski raular hann lagstúf, sem ekki heyr- ist, en það lítur út fyrir, að hann sé að syngja. því að varirnar geiflast til, og þag er vandræðaiegt bros yfir skeggjuðu andlitinu. Hvert er hann að halda. þess; maður í grárri prjóna peysu, grófum vaðmálsbuxum og ailtof stórum rosabullum, brettum niður um hnén? Kannski ætlar hann ekkert sérstakt. Er bara þarna á gangi af tilviljun og nýtur veðurblíð- unnar, eða kannski er hann á leið á stefnumótið. sem hann var að fara á fyrir þr.játíu árum, en nú hefur hann gleymt að fara í sparifötin og er ekki vitund að flýta sér, þótt hann sé ekki kominn lengra en þetta. Og hann heldur áfram að raula vísuna, sem hann ortj einu sinni og enginn veit, hvað fjaiiaði um, nema kannski golan, sem strýkur um .vanga hans. Það eitt er víst, að þessj söng- ■ur er ólíkur öllum öðrum söng. Og skref fyrir skref miðar honum í átt- ina, og hann veit ekki af því, sem fram fer í kringum hann, enda varla von, þvi ag þessi gata heyrir honum ekki til og ekki fólkið og bílarnir. Samt er hann hér á ferð um hverja helgi samkvæmt áætlun, eins og him intungl á göngu eftir markaðri braut. Loksins nemur hann staðar undir auglýsingaskilti, sem á er letrað stór um stöfum „Coca-cola“ og dregur upp tóbaksdós úr vasanum og snúss- ar sig á íslenzka vísu. Því næst horf ir hann píreygur í kringum sig, eins og hann eigi von á einhverjum, og það er upphafningarljómi yfir and- litinu. En það kemur enginn, svo að hann stingur dósinni aftur í vasann og setur annan fótinn fram yfir hinn og er lagður af stað á nýjan leik. Kvöld. Sólin er horfin af himni, en það er daufur roði á vesturloft- inu og tekið að húma. Ævintýraleg birta leikur um hús og menn götunn ar, en um þetta leyti eru aðeins fáir á ferii, eins og þeir hafi aldrei náð sér á strik í kappgöngu dagsins og helzt úr lestinni. Eg veiti athygli litlum náunga. Hann er klæddur ljós um frakka og ber svartan, harðan hatt á höfði, og úr gagnstæðri átt kemur sjálfur Bismark, ríkiskanzlari Þýzkalands. Og sem þeir mætast, tek ur litli maðurinn ofan og hneigir sig, en Bismark, ríkiskanzlari Þýzka- lands, lætur sem hann sjái það ekki, og litli maðurinn heldur áfram að hneigja sig, og guð má vita fyrir hverjum. Ef til vill er hann bara að ná sér niðrj á ríkiskanzlaranum, því að hann nemur staðar frammi fyrir götuvita, sem sendir frá sér rautt ijós, og hann hneigir sig djúpt, og hann hneigir sig fyrir rykinu, sem fýkur upp af götunni. Hinum megin við götuna er kona að skoða í búðarglugga og með henni er lítill rakki, sem hún teymir. Þen* er ósköp venjuleg kona, nokkuð tek- in að reskjast, og hún er í brúnni loðkápu og með hvítan hatt á höfði. Hún er niðursokkin í að skoða eitt- hvað, fallegan kjól eða kápu eða ef til vill skartgrip, sem hún vildi gjarnan eiga. Þegar hún snýr að lok um burt frá glugganum, er hún dá- lítið vonsvikin á svipinn, líkt og hún hefði keypt þennan skartgrip í hug- anum og. þætti miður að þurfa að skilja hann þarna eftir. Hún togar í hálsbandið á hundinum. „Komdu, hvuttaskömmin“, segir hún í gælu- tóni, og sá ferfætti röltir letilega af stað með tunguna lafandi út úr sér, af því að hlýtt er i veðri og hann er akfeitur. Þetta er annars merkilegur hundur af útlendu kyni með stór og sorgbitin augu, eins og hann hafi orðið fyrir miklu mótlætj í lífinu, og hann hristir hausinn yfir þessu ■makalausa ferðalagi frá einum búð- arglugga til annars og lötrar auð- sveipur á eftir konunni, sem tifar áfram jöfnum og öruggum gangi eins Guðmundur Arnfinnsson. og mótorbátur. En skyndilega nemur hún staðar og skyggir hönd fytír augu, stendur hreyfingarlaus og star- ir. Augun eru galopin, og sjáöldrin þenjast út, svo sem skrímsli eða vofu hefðj borið fyrir sjónir. Munnurinn er opinn til hálfs, og undrunaróp brýzt fram á varir henni. f fjarska hillir undir einhvern, sem nálgast, og hann er með hendur í buxnavös- um, gengur álútur, beygður af ósýni- legu fargi — svolílill depill undir hljóðum, óendanlegum himni, sem hvelfist langt ofar ryki götunr.ar. Og hann færist stöðugt nær, þessi komu- maður. Loks má grcina, að hann er í grárri prjónapeysu, þykkum vað- málsbuxum og allt of stórum rosa- bullum, brettum niður um hnén, og hann gengur sem í draumi, raulandi einhverja lagleysu fyrir munni sér, því að varirnar geiflast til inni í skeggflókanum og augun eru hálf- lukt. Nú er ekki lengur upphafning- arljómi yfir andlitinu, heldur ber það dauða og tjáningarlausa grimu. Og sem hann lötrar þarna í hægð- um sínum og á sér einskis ills von, verður honum litið yfir götuna, og hann hrekkur við. Líf kviknar í aug- um hans, og þau verða hörð og hvöss, eins og glampi i hnífsegg. Svo réttir hann úr sér og hefur varpað frá sér byrðinni, álagahamnum, og hann rek ur upp lágan og spottandi hlátur. Konan með hundinn stendur enn þá í sömu sporum og gónir bjálfalega út í loftið. Svo rankar hún við sér og lítur reiðilega til hundsins, sem glúpnar fyrir augnaráði hennar og veit, að hann hefur gert eitthvað af sér. Og hún skimar flóttalega í kring um sig, eins og hún vilji ganga úr skugga um, að enginn hafi orðið vitni að þessum óvæntu endurfundum, og hún hraðar sér af stað og hverfur út í mistrað kvöldið. 496 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.