Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 17
HINN HORFNI i AMERIKUMAÐUR { í Bandaríkjunum blómstrar fyr- irbrigði það, er á íslenzku hefur verið nefnt kúreki. Þótt hlutverki kúrekans sé löngu lokið í land- námi þessa víðlenda ríkis, hefur hann unnið sér sæti á sviði kvik- mynda og sjónvarps. Hann hefur tröllriðið svo mjög þessum tveim- ur ríku þáttum í daglegu lífi Bandaríkjamannsins, að segja má, að kúrekamyndir ásamt auglýs- ingum séu meginuppistaðan í dag- skrá fjölmargra sjónvarpsstöðva vestanhafs. Ýmsum hefur blöskr- að, hve mjög kúrekinn hefur ver- ið fegraður og gyhtur og hve langt hefur verið vikið af vegi sannleikans í frásögnum af hon- um. Einn þeirra er höfundur þess- arar greinar, sem hér birtist laus- Iega þýdd. Hún ber flest einkenni þess, að hún er skrifuð fyrir Bandaríkjamenn, þar sem segja má, að efnið, sem tekið er til meðferðar, sé þíýrra einkaeign. Ég er enginn fjárhættuspilari — síðast er ég lagði nokkuð undir, var, þegar ég gekk í hjónaband — en ég er samt fús til að veðja dálítig við þig. Ég þori að veðja fimm á móti ein- um um það, að gangir þú yfir að . •sjónvarpstækinu þínu núna og kveik- ir á því, muntu sjá eitthvað áþekkt þessu: Strákarnir eru að gera sér glaðan dag í kránni. Loftið er mettað sígar- ettureyk og hópur manna ryðst um við barinn og kaupir sér að drekka og ekki drykki af lakara taginu. í einu horninu situr Prófessorinn og glamrar á píanóið fyrir þá, sem vilja dansa. Hrikalegir kúrekar hringsnúast og stappa og þyrla dans- félögum sínum um gólfið, því að gnægg er af hinum Ijóshærðu, mál- uðu krárstúlkum í ermalausum, flegnum, rauðum silkikjólum. Sumar þeirra láta líklega við ókunnuga hjá barnum, en aðrar sitja við borð i rökkursælum hornum. í salnum miðjum stendur póker- spil sem hæst. Fjárhættuspilarinn Filip fíni er í bænum — spilið er Iokaður póker, drykkurinn er whisk- ey og spilamennirnir byssukarlar miklir. Skyndilega opnast vængjahurðirn- ar upp á gátt, hinn ókunni stendur í dyrunum og þögn fellur á salinn. Jafnvel Filip fíni hikar við að stinga ásnum upp í ermina, lítur upp og mætir köldu augnaráði Hetjunnar okkar. Þú hefur auðvitað strax þekkt Hetjuna okkar. Stígvélin hans eru gljáburstuð, svipurinn hreinn, svarti stetsonhatturinn í fallegum brotum og yfir nauðrakað andlitið hefur færzt hörkulegt glott. Hann starir drykklanga stund á Filip fína og drafar síðan með sam- anbitnar varir: „Þú áttir víst ekki von á mér eða hvað, Filip? En nú hef ég náð þér. Jæja, ómennið þitt — skjóttu!“ Filip fíni rís upp úr sæti sínu og önnur höndin þýtur upp í axlaslíðrið. En kúrekinn hleypir af byssu sinni um leið og hann rís á fætur. Filip fellur saman og hendur hans fálma eftir snyrtilegu gati, sem myndast framan á fallegu vestinu. Og kúrekinn glottir kalt í dyrun- um í fimmtíu faðma fjarlægð. Hann stingur byssunni í hylkið, snýst á hæli og stikar út í nótina Enginn hamlar för hans, því að svona hefndin í Villta vestrinu. Auk þess er enginn tími til þess að stöðva hann, bví að nú byrjar auglýsing. Já, svona er hefndin í Villta vestr- inu. Eða öllu heldur, svona sérg þú hana í sjónvarpinu, á kvikmynda- tjaldinu eða lest um hana. Það er aðeins einn falskur tónn í þessu öllu. Þetta gerðist aldrei á þennan hátt. Við skulum fara yfir þetta aítur, meðan auglýsingin stendur yfir í sjónvarpinu. Fyrst skulum við gægjast inn í krána aftur, þetta fyrirtæki, sem ein- kenndi svo mjög Villta vestrið og er elskað af öllum þeim mönnum, sem varðveitt hafa hjarta lítils drengs, já, og oft reyndar höfuðið líka. Um og eftir 1870, þegar kúrek- arnir voru næstum eins margir á sléttunum og kúaklessurnar, var kráin oft fyrsta byggingin, sem reist var í hverju nýju bæjarfélagi. Stund- um var hún aðeins tjald. Þá var bar- inn venjulega planki, sem lagður var ofan á tvær tunnur eða jafnvel tvo kúreka, sem voru orðnir nægilega drukknir. En þar sem bærinn okkar er lík- iega dálítið yngri. skulum við gera ráð fyrir þvi, að krá hans sé í timb- urhúsi. f henni eru borð og stólar og dálítið dansgólf, já, jafnvel stigi og svalir með lélegu handriði, svo að skúrkurinn geti fallig í gegnum það, ef þörf krefur. En loftið í kránm er ekki mettað sígarettureyk. Þeir voru fáir, kúrek- arnir, sem reyktu sígarettur. Sumir reyktu vindla, en á móti hverjum einum, sem þag gerði, voru tíu, sem tuggðu tóbak. Mikilvægasta húsgagn- ið í hverri krá var því spýtubakki úr messing. Söngtextinn var venjulega: „Ó, hve ég sakna þín í kvöld." en þar var enginn Gene Autry né Roy Rogers til þess ag leika lagið fyrir þig á T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 497

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.