Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Side 18
gítar, og þú hefðir varla heyrt það leikið á píanó heldur. Þrátt fyrir alla þessa Liberace- kalla, sem þú sérð hamra á píanóið kúrekamyndum og sjónvarpssögum, er þa?j staðreynd, að ekki var til fullt hundrað píanóa á öllu svæðinu milli Kansas City og San Franciscó. Ef litið er á skrár yfir burðargjöld, verður ástæðan augljós. Píanó voru munaður, sem venjulegur veitinga- maðu.r gat ekkj veitt sér. Hljóðfæri Villta vestursins voru harmonika, fiðla og munnharpa. Kúrekarnir dönsuðu auðvitað — en einkum hver við annan. Og þeir dönsðu hin rólegu spor þess tíma. Þejr þyrluðu ekki dömunum í kring- um sig né sýndu útgáfur atvinnu- dansara á rokk og roll. Og stúlkurnar, þessar máluðu, ljóshærðu konur, sem sóttu krárnar; við verðum a?i horfast í augu við þá staðreynd, að siðferði þeirra var ekki upp á marga fiska. Á myndum, sem enn eru til frá þessum tímum, muntu varla sjá nokkra ljóshærða konu. Skolvökvinn var nefnilega sjaldgæfur, og kæmi einhver hönd- um yfir flösku af honum, voru méiri líkindi til að hún drykki inni- haldið, en að hún sullaði því í hárið til þess að lýsa það. Konur voru nefnilega sjaldgæfar á þessum slóð- um og fagrar konur enn fáséðari, og engin kona undir fimmtugu þurfti að drepa tímann með því að dansa. Þetta var rómantíkin En hvað um Filip fína? Jú, þarna var slangur af byssu- bófum, ævintýramönnum og fjár- hættuspilurum, og þeir spiluðn gjarna á kránum, en varla póker. Atvinnuspilarar eyddu sjaldnast tím- anum í svo seinvirkt spil. Fáir drukku whiskey, flestum var of annt um lifrina til þess. Hinn mikli flutn- ingskostnaður ásamt smekk manna varð til þess, að gott whiskey var álíka sjaldgæft og píanóin. Heima- framleiðslan var drukkin, annað- hvort „Rauðauga“ eða eitthvað, sem kallað var „Taos elding“, en það var hvorugt neinar guðaveigar. Sann- leikurinn er sá ,að engin góð vín voru fáanleg, og rækist einhver kræsinn inn í krána, gat hann valið um romm og konjak. En segja má, að þetta séu ekki alvarlegar ávirðingar hjá sjónvarpi og kvikmyndum miðað við það, sem gert hefur verig við Hetjuna okkar. Við skulum athuga, hvemig sagan okkar yrði, ef raunverulegur kúreki frá 1870 væri í aðalhlutverkinu. Þarna stendur hann í dyrunum og aftur beinast allra augu að honum. Þetta var mjög rétt í hinni útgáf- unni. Ef raunverulegur kúreki kæmi inn í krána beint utan af gresjunni, yrðu allir inni varir við komu hans um leið og hann birtist. Ekki vegna þess, að hann er ókunnugur og jafn- vel heldur ekki vegna mikilúðlegs útlits hans. Menn líta vig honum og snúa sér svo undan. Og hendur allra grípa til — nei, ekki byssunnar, heldur nefsins. Hinn kaldi sannleikar er sá, að þeir finna líklega af honum lyktina. Það var nefnilega hinn versti daunn af kúrekum þessara tíma. Ef svo vildi til, að hann var líka vísunda- veiðimaður, hafði hann enga þörf fyrij. að bera byssu. Fnykurinn af honum einn gat allt ag því fellt full- frískan karlmann á þrjátíu faðma færi. Þess var heldur varla að vænta, ag kúrekinn væri samkvæmishæfur eftir margra mánaða veru á sléttun- um, óþveginn og ávallt í sömu föt- unum. Hið sama má reyndar segja um hinar miklu hetjur vestursins, ame- ríska riddaraliðið. Það er oft getið um hina ótrúlegu hæfileika Indíán- anna til ag finna herdeildir, sem komnar voru inn á landssvæði þeirra. Það hefði verið öllu athygl- isverðara, ef Indíánarnir hefðu ekki getað það. Þegar herflokkur hafði verig á ferðinni vikum saman, ávabt í sömu svitaistorknu, óhreinu ein- kennisbúningunum, hefur varla verið ýkja erfitt fyrir villimennina að finna af þeim dauninn. Þegar sagn- fræðingar skrifa, ag riddaraliðið hafi þeyst fram „í öllu sínu veldi“, er því ekki víst, að þeir eigi einungis við, að þag hafi verið fjölmennt. En við skulum leyfa Hetjunni okk- ar að fara í bað. Þag er ekki nema sanngjarnt, því að meira getum við varla leyft. Hann verður ekki í hvít- um legghlífum, hann verður ekki í skrautlegri skyrtu og ekki með stet- sonhatt. Augu hans verða að vera mjög hvöss og leiftrandi, ef þú átt að sjá þau í gegnum hárlubbann, og hann er ekki nauðrakaður. Skegglausir kúrekar voru sjald- gæfir og af augljósum ástæðum. Enginn flakkaði um gresjuna í leit að öðrum kúreka til þess að snapa rakblöð. Kúrekamir vorj fúlskeggj- aðir, við komumst ekki í kringum það. Nú erum við að nálgast rafmagn- að augnablik, svo að við skulum sleppa frekari athugasemdum við klæðaburð og snúa okkur að skot- atriðinu. Hin drengllega viðvörun, er Hetjan skipar Filip flna að skjóta — hann þrífur til byssunnar — deyj- andi maðurinn hnígur niður — vi? þekkjum þetta allt, og þetta er allt 'ygi- Líkskoðun dómstólanna var næsta handahófskennd á þessum óróatím- um, en þó er nóg til af greinar- góðum skýrslum um árekstra milll manna. Þær sýna okkur svart á hvítu, að á móti hverj uan einunn manni, sem lét lífig augliti tíl aug- litis við óvininn, voru tíu skotnir í bakið. Hin drengilega „viðvörun" hefm- ekki átt upp á pallborðið hjá hetjunum. Keppikeflið var að koma að óvininum óvörum eða liggja í launsátri fyrir honum og láta hann hafa þag óþvegið. En jafnvel þótt við gerðum ráð fyrir því, að Hetjan okkar væri drenglynd, þá er mjög ólíklegt, að hún væri fljótari til byssunnar en fjárhættuspilarinn, sem venjulega bar litla derringer-skammbyssu í erminni, en ekki undir jakkanum. Og það er næstum ómögulegt, að Hetjan gæti lokið verkinu svo snyrti- lega meg einu skoti á fimmtiu faðma færi. Ef lesin eru samtima frétta- blöð, greina þau yfirleitt frá sundur- skotnum líkum og oftast af örstuttu færi. Þér kemur þetta e'f til vill nokkuð á óvart, en ég vil bæta nokkru ' : Sterkar líkur benda til þess að kú- rekinn okkar hafi ekki einu sinni borið skammbyssu. Algengasta vopn kúrekans var hnífurinn. Á gresjunni notaði hann riffil, þegar hann þurfti á skotvopni að halda. Hann var svo miklu hentugri. Skammbyssan var helzt notuð í borg- unum af mönnum, sem voru byssu- bófar að atvinnu. í uppþotum á krán- um notaði kúrekinn hnefana og — þegar hann hafði tækifæri til — þumalfingurna, hnén og fæturna og fór þá ekki úr stígvélunum. Hann var allsendis ófeiminn vig ag reyna _ að reka augun úr andstæðingnum, sparka í hann og stappa á honum, ef svo bar undir. Og, ef satt skal segja, kom það lika fyrir, að hann notað tennurnar til ag fjarlægja fingur, nef og eyru. Maður, sem var því vanur að snæða hnossgæti eins og hrá vísundainnyfli, fúlsaði ekki við munnfylli af brjóski öðru hverju. Svona sannleikur er ef til vill ekki fyrir hina klígjugjörnu. En það var fátt í lífi hins sanna kúreka, sem við- kvæmir menn geta smjattað á. Tilvera hans var dýrsleg og ruddaleg, þvf að hann var vegalaus flækingur. Hann þeysti aldrei fyrir framan kvikmyndavélina fyrir 1.000 til 5.000 dala laun á viku. Laun hans voru frá 10 til 50 dalir á mánuði, og fyrir það varð hann að sveitast blóðinu, hungr- aður og þjáður í óbyggðum. Líf hans var oft slíkt, að hann hafði ríka á- stæðu til að öfunda skepnurnar, sem hann gætti og jafnvel dýrin, sem hann var að veiða. Hann var heimilislaus, rótlaus, án fjölskyldu, án nokkurra raunverulegra vina, án tilgangs eða vonar í lífinu. Hann rak fyrir aðstæð- unum; lífi hans var skipt niður í 498 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.