Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 19
Byssukappi bandarísku kúrekamyndanna — sléthakaður ungltngur með hattinn hangandi ofan í augu til þess að undlrstrika hinn kæruleyslsiega garpskap sinn. — Það er heilt haf af blekkingu milli hans og hlns eiginlega bandariska fyrirbrlgðis — kúrekans. þriggja til sex mánaða þrotlaust strit og þriggja til sex daga ölæði, þegar hann loks komst til bæjar. Hann þekkti hungur, og hann þekkti kulda. Ef hann lifði það að geta snúið sér að öðru starfi, bar hann með sér menjar um sitt fyrra iiferni. Það voru ekki skammbyssur með perlumóðurskafti í fallegum hylkjum spennt um mittið né rómantísk helti eftir að villtur foli hafði kastað honum af baki. Ef hann hafði eitthvað spennt um mittið, var eins líklegt, að það væri kviðslitsband og heltin var sennilega til minja um það, sem stundum hefur verið kallað „menningarsjúkdómur". En við getum varla skellt skuldinni á þá, sem starfa við kvikrnyndir og sjónvarp. Hluti helgisagnarinnar um hinn Mikla ameríska flæking, er myndaður af honum sjálfum. Líf flækingsins er enginn dans á rósum, ekki einu sinni í dag, og þegar hann laumast með vöruflutningalest eða situr sína þrjátíu daga í svarthol- inu léttir hann sér lífið mep dag- draumum. Flækingarnir kunna að vera nafn- lausir menn, en þeir kæra sig ekki um að felast bak við algeng nöfn eins og John Smith eða Bill Jones Þeir vilja miklu fremur þekkjast undir nöfnum eins og Friskó-strákurinn eða Stóri Dick frá Kansas City. Þeir skera þessi nöfn í veggi fangaklefanna eða vöruflutningavagnanna og spinna upp sögur um hið ævintýraríka, frjálsa líf sitt. Eina vörn þeirra gegn gráum veruleikanum er þessi háværa lygi, sem þeir segja öðrum og hin mjúk- láta, sem þeir hvísla að sjálfum sér. Þannig var þessu líka farið með gömlu kúrekana, en fjarlægðin hefur óskýrt mjög útlínur skröksögunnar og tíminn liefur gert hana að helgisögn. Við þetta bætist svo aðstoð fjölmargra bragðarefa. Við skulum taka dæmi. Það var Ned Buntline, sem kynntist manni, Kothe að' naf.ni, sem var drykkfeiídur vísundaveiðimaður hjá hernum, og gerði hann ódauðlegan serr. Buffalo Bill Cody. Og svipað var geit fyrir ýmsa vafasama náunga svo sem Biily Kid, Jesse James og fleiri af sama sauðahúsi. Kvikmyndahúsagestir og sjónvarps- notendur virðast ekki gera sér grein fyrir því, að hinar margumtöluðu hetjur eru táknrænar fyrir þá mann- gerð, sem alltaf leitar til slíkra staða, sem Villta vestrið var, jafnvel enn í dag. Þetta er utangarðsfólk, óánægðir menn í stríði við sjálfa sig og þ.ióð- félagið. Þar við bætist svo furðulega stórt hlutfall sadista, geðsjúklinga og slangur af kynvillingum. Þetta vekur enga furðu, ef litið er á þær aðstæð- ur, sem þessir menn urðu að búa við. En furðan vaknar, þegar í l.iós kemur, að þessir sömu menn hafa verið gerð- ir að þjóðhetjum og ofurmennum Þegar maður er búinn að sjá í sjónvarpinu hinn ósigrandi lögreglu- stjóra keppast við að koma lögum vfir alla skúrkana á réttum 28 mínútum og tveimur auglýsingum, með hiálp gullinhærðra kennslukvenna og elsku- legra, freknóttra krakka, sem læðast til að vara sýslumanninn við eða sækja riddaraliðið, fer ekki hjá því, að manni verði dálítið bumbult. Og ef ósviknum kúreka frá því fyrir alda- ír.ót gæfist kostur á að líta á kunn- in'gja sína eftir ummyndun þeirra í sjónvarpinu, yrði hann sennilega veik- ur. En gert er gert. Þegar kortagerð- armenn okkar fóru yfir gresjurnar, var þeirra fyrsts verk að skipta um nöfnin, sem frumbyggjarnir hnfðu gefið fjöllum, ám og bæjum. Grein þessi fengist af velsæmisástæðum varla birt, ef nokkur þeirra væru talin upp, þótt það kynni hins vegar að undirstrika þá staðreynd, að Villta vestrið var enginn hégómi, heldur staður, þar sem menn börðust fyrir Iífinu við óbiíð skilyrði, og þar sem jafnvel blót og formælingar eða klúr brandari gat gert lífið léttbærara. Og kortagerðarmennirnir fengu vilja sínum framgengt, og eins fór með rithöfunda og höfunda kvik- myndahandrita og sjónvarpssagna. Stjórnmálamaðurinn lét heldur ekki sitt eftir liggja og hóf frumbyggjann til skýjanna. Því eigum við nú sterku, þöglu hetjurnar og það, sem þeim fylgir: gæðingana, gljáfægðu skammbyssum ar og úfnu brandarakarlana, sem fá illan bifur á bankagjaldkera bæjar- ins, af þvi að hann klæðist hreinni skyrtu, gengur með yfirskegg og lang- ar til að strjúka kvenhetjunni í stað hestsins hennar. Það er hægt að hleypa af skamm- byssunum 50 sinnum án þess að Framhald á 502. siðu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 499

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.