Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Síða 20
Skógavé og öræfavíddir - Framhald af 488. síSu. svif en að fitla við fjaðrir í úrum. En ckki auðnaðist honum að geta jafnfríðar dætur og fyrirrennurum hans, þótt eflaust hafi þær um margt vel gerðar. Af því er sú saga, ag eitt sinn heyrði Stefán dætur sínar vera að skimpa gest, sem víða hafðj farjð í kvonbænum. Þá mælti hann: „Verig þið ekki að gera skop að gestinum, stelpur Hann átti hingað gott erindi, þótt lítið .yrðj úr. Hann kom hfngað til þess að biðja einhverr ar ykkar, en þegar hann sá ykkur, þá liætti hann vig það“ Þegar fiskveiðasýningin mikla var í Björgvin árið 1898. brá Möðrudals- bóndi sér þangað, og mátti það vissu lega til tiðinda teljast á þeim tíma. Og hann fór ekki erindisleysu, því að j Austra er sagt frá, að hann hafi komið heim meg „rakstrarvél, hey- skurðarvél, mjólkurskilvindu og strokk og ýmislegt fleira til nyt- semdar og prýði heimili sínu“. Það var enn fylgzt með nýjungum í Möðrudal. En svo vel, sem Stefáni vegnaði í Möðrudal, kom þó þar, að hann hugðist bregða á nýtt ráð. Árið 1905 tók hann sig upp og hélt .til Vestur- heims og ferðaðist þar víða um byggðir íslendinga För þessa fór hann í þvj skynj að eiga langdvöl vestra. En honum fór sem fleirum, að hann undi þar ekki og sá sig um hönd. Möðrudalur á Efra-Fjalli kall- aði hann til sín á ný. Hann kom heim þegar að ári liðnu — því að hann fann, að í annarri heimsálfu var hann sem rótarslitinn vísir. VI. Það má vel rætast úr um gróður og grasvöxt í Möðrudal í sumar, ef þar verða fluttir tólf hundruð hest- burðir heys í garð í ár, svo sem stundum hefur verig gert, þótt ó- kunnugum kunni að þykja slíkur hey skapur þar með ólíkindum. En Jón bóndi Stefánsson var ekkert að fár- ast yfir tregri sprettu og kaldrj tíð, þegar við tókum hann tali á bæjar- hlaðinu, þótt bændur í hlýrrj og gróðursælli byggðarlögum bæru ugg í brjósti. En Jón í Möðrudal er engum manni líkur. Enginn íslendingur hefur 'hald ig jafnmarga konserta og hann, því að um tugi ára hefur hann fagnað hverjum gesti. sem að garði bar, með söng og orgelspili í stofu og kirkju, enda eflaust i heiminn bor- ínn með gáfu snillingsins á sviði tón iistar. En honum hefur ekki nægt -að syngja og leika, heldur hefur uann einnig samið lög, málað, ort og skrifað laust mál og bundið. Hefði hann verið hellisbúi á steinöid suð- ur á Frakklandi eða Spáni, myndu handaverk hans lifa í klettunum, þar sem veiðidýr löngu liðinna tíma birtust og brjóstamiklar konur ætt- flokksins stigju fram úr myrkri ald- anna. Meg eigin höndum reisti hann nýja kirkju á rústum hinnar, sem fallin var, og málaði í hana altaris- töflu, og þar er hann sjálfur organ- leikari og forsöngvari, þegar messað er — og raunar þó öllu heldur hvern þann dag, er hann hefur einhvern til þess að ganga með sér í það hús. Um söðlasmíði hefur hann verið hinn mesti afkastamaður um dagana, og ég hef fyrir satt, ag það haf| ó- sjaldan borið við, að gestir, sem sátu frarn á nótt við söng og gleðskap i húsum hans, hafi að morgni, þegar hinir árrisulustu menn komu á fæt- ur, fundið reiðskap sinn uppskinn- aðan, líkt og dvergar hefðu setið að vinnu um nóttina, en Jón sjálfan furðu lostinn yfir svefnhöfga ann- arra. Ferðamaður hefur hann einnig verið með afbrigðum og mikill hesta maður. Að fara niður á Vopnafjörð, austur á Jökuldal eða Hérað og nið- ur í Öxarfjörð er í hans augum svip að og skreppa úf fyrir túngarðinn. . Kominn á níræðisaldur tók hann sig til í fyrravetur, þegar ungir menn sýndu fræknleik sinn með nokkurra kílómetra skíðagöngu, og gekk fjöru tíu kílómetra á skíðum í einni lotu. — Eg blés ekki úr nös, sagði Jón. Það lágu margir hnakkar í röð upp við húsvegginn, þegar við kom- um að Möðrudal. Jón leit á okkur með likum svip og fjárbóndi skoðar fénað sinn i haustréttum, renndi síð- an augum til hnakkanna og mælti: — Mér vannst vel í morgun. Eg er búinn að koma miklu í verk. Við stundum því upp, að okkur langaðj til þess ag sjá kirkjuna og skrafa lítið eitt við hann, þótt skömm væri að því, þegar slæpingjar kæmu á bæi til þess að tefja fólk. — Eg vinn allra manna mest, svar aði Jón umbúðalaust, — og þó má ég alltaf vera ag öllu. Það eru þeir, seim aldrei komast ag verki, sem aldrej mega vera að neinu. Að svo mæltu tók hann á sprett og hljóp inn í bæ til þess að sækja sér jakka. Því að jafnvel Jón í Möðru dal varð þess var, að það var fjári kalt í veðri. Vig gengum inn um sáluhliðið í garðinum, þar sem bóndinn frá Fögrukinn vildj ekki liggja kyrr forð um, fyrr en Oddrún hafði þulið yfir honum særingamar — Jón fremst- ur og við í halarófu á eftir. — Þessi kirkja átti engan eyri, þegar ég byrjaði að byggja hana, segir Jón. — Nú á hún 3633 krónúm meira í sjóði en kirkjan á Seyðis- firði. Hún hefur fengið peninga úr öllum áttum — áheit og gjafir. Einar læknir hét strax á hana á leiðinni hingað á vígsludaginn — hann vildi fá sólskin. Hann fékk það, og síðan kemur hér ævinlega sólskin, þegar gengið er í kirkju. Svo göngum við inn. Það er sjaldn ast margmenni við kirkju f Möðrudal á Efra-Fjalli, og þess vegna er þetta ekki musteri, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Fyrir gafli er al- taristaflan hans Jóns. Kristur situr í hvítum klæðum tæpt á brún bjargs, sem vaxið er pálmviði hið efra. Þetta bjarg er sótt austur á Gyðinga land. Neðan vig bjargig skipa tveir hópar manna sér í raðir. Það sést sniðhallt aftan á fólkið í annarri röð inni, en hinn hópurinn snýr andlit- um að þeim, sem í kirkjuna koma. í baksýn eru þrír tindar Víðidals- fjalla eins og þeir blasa við af Möðru dalsheiði. Þannig kallast þau á, löndin helgu, á altaristöflu Jóns Stefánssonar. Orgelið er í kór við norðurhliðið, og á því liggja Þorlákstíðir og fleiri kjörgripir. — Eg get opnað hvar sem er, án þess að fletta blaði, segir Jón, um leið og hann tekur Þorlákstíðir og sezt við orgelið. — Hún er mörg þús- und króna virði, þessi, bætir hann við. Ekki hefur hann fyrr sleppt orðinu en hann byrjar að spila og syngja, stillt og settlega. — Getið þið sungið? spyr hann svo. Við hristum höfuðið raunamædd. Sú gáfa var okkur ekki gefin. — Það var slæmt, segir Jón. En ég skal syngja fyrir ykkur samt. Eg er harður við stórbokka, en hlífi vesalingum. Eg ætla að vera góður við þig. En himnaríkislagið syng ég ekki núna. Það er komið beint af himnum ofan og ekki eftir neinn mann. Þag fá ekki aðrir að heyra það en Páll ísólfsson og Páll Kr. Þegar söngmenn koma, býg ég þeim í kappsöng. Eg byrja allra manna hæst, og get samt sungið hvaða lag sem er til enda. Einu sinni kom Ein- ar Kristjánsson, stórfrægur maður. Eg bauð honum að syngja með mér, og svo sungum við og hann sprakk. Eg söng og söng, og seinast fór hann að syngja undir: „Haltu kjafti, haltu kjafti“. Á samri stundu er Jón farinn að syngja annag lag með þeim regin- hljóðum, ag betur hefði hæft víðern- inu utan dyra en litlu kirkjunni hans. Næst syngur hann lag eftir sjálfan sig, Jón A. Stefánsson. Það hefur verið prentað og er iðulega flutt í útvarp. — Eg fæ á hverju ári peninga frá útvarpinu fyrir þessi lög, sem snngin 500 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.