Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 21
 i!ílliiliiii!i!iíi!Ii!ifiiiiii Jón í MöSrudal á reiðhesti sínum. HefSi hann verið uppi á dögum þeirra Brynhildar Buðladottur, Sigurðar Fáfnisbana og Gunnars Gjúkasonar, hefSi hiakS við aS ríða vafurlogann á Grana sinum. (Jjósm. Páll Jónsson) eru eftir mig, segir hann. Gæti ég komiS þessu lagi á framfæri £ út- löndum, myndi þag verða mér tekju lind. Og á ég að segja ykkur, hvað ég er fljótur að semja lög? Einu sinni voru hér gestir að gantast og yrkja leirburð um stúlkurnar. Þá segi ég: Farið þið meg eitthvert er- indi, sama með hvaða bragarhætti það er, og ég skal samstundis syngja með lagi, sem ég bý til jafnóðum og ég syng. Þeir völdu erindi, sem ég kunni ekki til hlítar, en ég mundi þá eftir öðru erindi með sama brag- arhætti eftir Þorstein Erlingsson, og það söng ég óðar með lagi, sem varð til um leið og ég söng. Þeir horfðu forviða á mig, mennirnir. En nú nú ætla ég að lofa ykkur að heyra dálítið, sem enginn maður á íslandi getur nema ég — ekkj einu sinni Páll ísólfsson. Þetta var einhvers konar stafróf tónfræðinnar, er hann hafði sjálfur ort og söng nú fullum hálsi. Hann stóð við orgelið, lyfti vinstri hendi hátt á loft, en drap einum fingri hægri handar á nóturnar, eftir því sem þokaði fram stafrófsljóðinu. Tónaflóðig hríslaðist um Krist á bjargbrúninni. — Mér er uppsigað við höfðrng; ana, sagði Jón, þegar þessu var lok- ið, einkum kennarana. Það er af því, hve þeir kenna unglingunum illa tónfræði. Eg hef stundum fyllt kirkjuna af unglingum, sem hingað koma á skólaferðalögum, og kennt þeim tónfræði á ineðan þeir stóðu við. Og þá hafa þeir heyrt meiri tón fræði á lítilli stundu en á allr; sinní skólagöngu. Það er bágt til þess að vita, að kennararnir skuli vera svona slakir í tónfræði. Einu sinni kom Þorsteinn á Reyð- arfirði hingað með mann. Þú mátt vara þig á þessum, sagði hann. Þetta er frægur forsöngvari og beljandi söngmaður. Á hverju þekkir þú moll og dúr? spurði ég. Eg sé það á merkjunum, krossunum og því, sagði hann. Nú, þannig, sagði ég — ég sé það á því, hvernig lögin enda. Og nú fletti Jón hér og þar upp í sönglagahefti, brá í skyndi flötum lófa yfir upphöfrn, leit á síðustu nót umar og sagði: — Moll... moll... dúr... um leið og hann lyfti lófan- um til þess að sanna okkur svart á hvítu, að honum hefði ekki skeikað. Talið beindist í aðrar áttir, þegar við vorum komin út úr kí-.'kjunni. Fyrir fjörutíu og þremur árun: i, keypti Jón jörð sína á þrjátíu þús- uTid krónur, sem er jafnvirði of fjár nú á tímum, og galt allt á tveimur árum. Alla tíð hefur hann búið við hina mestu gestanauð og engan sinn líka átt í því, hve miklum tíma hann hefur fórnað í þágu gesta sinna og mikið á sig lagt fyrir þá, oft án þess ag horía þar til nokkurra lauria ann arra en ánægjunnar einnar. Þar að auki hefur hann reist kirkjuna af eigin ramleik og verið öllum örari til stuðnings við menn og málefni. Við spurðum, hvernig hann hefði eiginlega klofið þetta fjárhagslega. — Eg hef aldrei hugsað um pen- inga, svaraði Jón. Þeir hafa bara komið, þegar mér lá á þeim — ég veit ekkert hvernig. Eg hugsa ekki uai það. Og talið beinist aftur að hugðnæm ara efni en peningum. Möðrudals- bóndinn hefur sent þeim fyrir sunn- an leikrit eftir sig. Það er um furðu þjóð, sem byggir Þórisdal og hefur spennt þak yfir dalinn,- — Það yrðu ekki dýrir búningarn- ir, segir Jón, því að þetta fólk er í fötum úr gagnsæju efni og sjást ekki einu sinni þræðirnir í saumunum. Bara eins og ský á leyndustu stöðum. Þessir dalbúar ríða flugum, þegar þeir fara á fjarlægar slóðir, og í leiknum segir af dömu, sem þeysir á flugu sinni í Herðubreiðarlindir á vit þeirra, sem þar búa. En hún bindur flugu sína ekki nógu vel, svo að hún losnar og strýkur, og pían úr Þórisdal er fjandalega sett. Hinn aldurhnigni garpur stendur lengi hjá okkur á hlaðinu og skrafar um alla heima og geima. Það kemur upp úr kafinu, að enn er ekki liðinn sá tími, að útlendir menn skrifi um Möðrudalsbónda. Likt og Gyða Thorlacius skrifaði um heimilj Jóns Jónssonar fyrir hálfri annarri öld og Zeilau um Sigurð Jónsson og heim- ili hans fyrir einni öld, hefur dansk- ur blaðamaður skrifað um Jón Stef- ánsson í Berlingske Tidende. — Eg á ekki þessa grein, segir Jón í gegnum opinn bílgluggann, — en mér væri þökk á því, ef einhver gæti útvegað mér hana. Bezt gæti ég imyndað mér, að þeir ættu hana, Gunnlaugur Snædal eða Kristján Gunnlaugsson, tannlæknir. Um leið og við ökum úr hlaði, klappar Jón á kollinn á dreng, sem hefur fylgt honum eftir. Og svo tek- ur hann á rás .til bæjar — hleypur, því að nú hefur Jón í Möðrudal hug á aS komast fljótt að verki. Hann er ekkert upp á það kominn að slá slöku við, þótt hann sé á níræðis- aldri, nema hann sé aS skemmta gest um sínum. Það eru engar ýkjur: Hann á hvergi sinn líka. J.H. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 501

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.