Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 22
DAGUR í BRATTAHLKÐ - Framhaid af 495. síðu. verig af lagðuT löngu áður en byggð eyddist í Brattahlíð, því að það þarf langan tíma til að mannvirki hverfi svo gersamlega. En þegar grassvörð urinn var rofinn, komu mannvistar merkin í ljós. Kirkjan hefur verið mjög lítil torfkirkja, várla nema 2— 3 metrar, á breidd og 4—5 metrar á lengd að ínnanmáli. veggir ákafie^n þykkir í fljótu bragði kann svo líti) kirkja ag þykja fjarstæða ein. en við höfum hér á íslandi enn þann dag í dag tvö guðshús, sem ekki e;u miklu stærri, bænhúsin i Gröf á Höfðaströnd og Núpsstað i Fljóts hverfi, svo að okkur þarf ekkeri að blöskra. Ég gæti trúað þvi, að þessi grænlenzka kirkja hafi einmitt veri? sambærileg við bænhúsin. sem hér voru um allar sveitir á miðöldum Og á Grænlandi hafa sams konar guðshús venð algeng. ég sá i ferð inni rústir af tveimur slíkum smá kírkjum meg knnglóUum kirkju garði í kring, tvær útgáfur af Þjóð hildarkirkju, ef svo mætti að orði komast, nema hvað ummerki voru ólíkt skýrari, og má eflaust telja þær frá síðustu öldum byggðarinnar Kirkjugarðurinn umhverfis Þjóðhild arkirkju virðist vafalaust hafa verið kringlóttur. en af sjálfum kirkju- garðsveggnum var ekki enn búið að finna neinar leifar En lag reitsins mtin áreiðanlega koma fram með fullri vissu, því ag ekki er annað sýnna en að hann sé allur útgrafinn. Þegar ég fór frá Brattahlíð, var ekki búið að rjúfa nema lítinn hluta hans, en þar höfðu þegar fundizt margar grafir. Jarðvegurinn í garðjnum er með afbrigðum leiðinlegur, mest sjávarmöl af versta tagi, því að i Brattahlíð eru fornir sjávarkambar hátt upp eftir hlíðum. í möl þessari eru varðveizluskilyrði fyrir bein mjög léleg, svo að ekki er mikið eftir af jarðneskum leifum þeirra fornu Grænlendinga, sem leg hafa fengið í þessum reit. Grunur leikur á, að skilyrðin séu ef til vill ekki elns afleit á öðrum stað í garðinum, og dr. Balslev Jörgensen yfirlæknir, sem sér um upptöku bejnanna, telur þrátt fyrir allt, að hann muni fá þarna töluverðan mannfræðilegan eínivið úr aS vinna. Ekki véitir af. því að talið er, að niðurstöður þær, *em menn hafa hingag til notazt við um mannfræSi Grænlendinga hinna fornu, séu ekki allt of áreiðanlegar Engir forngripir höfðu fundizt, þegar ég hvarf á brott frá Bratta- hlið, og það er vafalaust réttast að .;era ekki ráð fyrír miklu af slíku tsgi. Ekkeri: er eins fáskrúSugt að fí.-rngripum og gamlir kirkjugarðar. En hugsanlegt er, að eitthvað finnis: Slíkt hefur komið fyrir áður i græn lenzkum kirkjugörðum Þar hafa fundizt trékrossar og jafnvel rúna- steinar. Menn spyrja: Skyldu nú ekki finnast steinar með einhverju hinna þekktu nafna, Þjóðhildur. Leifur, Þorkel) Leifsson. Ekki er það senni legt, og þó getur margt komið fyrir sem enginn trúir að óreyndu. En þóti ekkert slíkt finnist, get ég ekki ann að hugsað mér en að þetta fólk hafi fengif. sitt hinzta hvílurúm i þessum reit suður rtjj lækinn í Brattahlíð. eigi allnær húsunum, eins og sagan segir. Engin skynsamleg skýring er til á þessari kirkju önnur en sú, að tiún sé undanfan kirkjunnar >em seinna var reist heima við bæinn, eins og allar kirkjur, ei ekki kemur eitthvað óvenjuiegt til. Ef ekki væri hin forna saga um Þjóð hildarkirkju, mundi maður að vísu álykta sem svo, að kirkjan vi^ iæk mn væri fyrsta kirkja í Brattahlíð, en maður væri vita ráðalaus að finna skýringu á því, hvers vegna hún er svo langt frá bænum. En þá kemur hin gamla saga til hjálpar, og allt fellur í ljúfa löð. Sagan skýrir stað- setningu kirkjunnar, og kirkjan sann ar orð sögunnar. 0 Eg fór frá Grænlandi hinn 29. júní. Margt kann ag hafa gerzt í Brattahlíð á þeim tíma, sem síðan er liðinn. En rannsóknin mun að lík- indum ganga hægt, þvj að hún er að ýmsu leyti erfið, þótt meginatriði liggi fremur ljóst fyrir. Meldgard magister gerir sér ljósa grein fyrir því, að hér er um svo merkilegt við- fangsefni að ræða, að ekkert má til spara, að vanda rannsóknina sem bezt. Mér kæmi ekki á óvart. þót: hið stutta grænlenzka sumar entist honum ekki til að leiða hana ti) fullra lykta. En þaS skiptir ekki meg ínmáli, þag er hvort eð er svo mikið órannsakað á Grænlandi, og vafaiítið að áfram verður haldið á þeim vett- vangi, þótt Þjóðhildarkirkja sé að fullu könnuð. En það verður skemmtilegt að frétta, hverju fram vindur. Þessi rannsókn vekur óvenju- lega athygli, fyrst og fremst vegna hinnar fornu sögu, en trúlegt er að hvergi verði eins almennt fylgzt Lausn 20. krossgátu með henni og hér á Islandi. Það er ætlun Meldgárds að Ijúka sumarstarf- inu í Brattahlíð snemma í ágúst. Úr því fer að verða kuldasamt að fást við fornleifarannsóknir í landnámi Eiríks rauða. Horfin manngerð - Framhald af 499. síSu. 1 hlaða þær, sýslumauui,un hrekur nýj- an bófaflokk á flótta í gilbotninum i viku hverri, og á meðan sitja aðrir heima á búgarðinum, leika á gítara og syngja kúrekasöngva við undirleik heillar hljómsveitar Nú er meira að segja farið að reisa líkneski af Hetjunni okkar í öllum sínum gervum: Hinn djarfi frum- byggi, hinn hugrakki könnuður. hinn hrausti Indíánadrápari. Ef til vill þörfnumst við þessara helgisagna og drauma. En ég vildi gjarna sjá líkneski af honum, þar sem hann liggur í ölvímu á krárgólfinu með flösku i annarri hendinni og tóbaksrullu i hinni Þessi kúreki er ekki lengur til, og hann hélzt ekki lengi við, eftir að Viilta vestrið var tamið Flækingurinn hrökklaðist undan menningunni og dó út. Hann er orðinn eins óg Indíáninn, hinn horfni Ameríkani. Og nú höfum við rænt hann hans réttu stöðu í sögunni. Við höfum slægt hann og í stað innyfla höfum við sett sjónvarpsþræði. En væri til of mikils mælzt, að ætl- ast til, að við varðveittum sanna mynd af honum í hugum okkar'' Hann var útlagi, hann var úrkast, hann var daunillur. hann var drykk- felldur, hann var vansæll. Hann var allt þetta og meira. Hann var hinn mikli ameriski flæk- ingur — en án hans hefðum við aldrei eignazt Villta vestrið. Þökk sé hon- um. 502 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.