Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Page 9
Séra Jón Skagan, sem (engi var prestur á Bergþórshvoli, segir hér frá því, er þrjátiu menn fórust við Lándeyjasand á einum mánuði. Siðan eru nú rétt sjötíu ár. Sjóslysin miklu við Landeyjasand 1893 Með'an ég þjónaði Landeyjaþing- um, varð mér oft litið í prestsþjón- ustubók þeirra frá árunum 1886— 1914. Staðnæmdist ég þá ósjaldan með djúpri alvöru við dánarlistann frá árinu 1893. Þar blasti við aug- um ein af hinum mörgu og átakan- legu fórnum, sem þjóðin varð að fær'a Ægi í harðri baráttu fyrir lífi sinu og afkomu. Þann vetur gistu 24 menn úr sömu sveit, Austur-Land- eyjum, hina votu gröf. Samtals voru þeir 30, sem þá fórnst fyrir Land- eyjasandi. Og með því að á þessum vetri eru liðin 70 ár frá þeim vá- legu atburðum, þykir mér hlýða að minnast þeirra að nokkru. Áður en lengra verður hal'dið, tel ég rétt að lýsa Austur-Landeyjum í örfáum dráttmm, aðstöðu þeirra til sjósóknar og öðrum afkomumögu- leikum miðað við fyrri tíma. Tak- mörk þeirra eru tvær kvíslar Mark- arfljóts, Álar að austan og Affall að vestan. Á öldum og árþúsundum hefur hið mikla fljót myndað þetta land með framburði sínum. Og eins og önnur landssvæði, sem mynduð eru af framburði, eru Austur-Lan eyjar lágar og votlendar, en frjósam- ar í betra lagi. Gróðurinn er sam- felldur að undanteknum nokkrum sandflákum niðri við sjóinn. En sveitin er fremur lítil að víðáttu og á engan sameiginlegan afrétt fyrir búfénað sinn. Jarðir eru flestar smá- ar og hafa löngum borið aðeins lít- inn bústofn, þótt mjög hafi það \ TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 273

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.