Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Side 14
Peistareykjabunga og umhverfi hennar. til hægri. Og áfram, áfram og alltaf tíl hægri streittumst við móti veðr- mit; en aldrei verður fyrir mér hin 'angþráða fjallshlíð, sem átti að'leiða mig heim að Þeistareykjum. Mér var nú orðið fullljóst, að ég hlaut að vera kominn eitthvað afvega, og aftur halla ég mér meir til vinstri. Af og til greini ég einhverjar þústur eða hæðir í gegn um sort- ann, og aftur og aftur geri ég mér wiir um, að ég sé að koma að hlíð- inni. Og jafnoft reynist það sjón- hverfing. Það eru aðeins hólar og klettar, sem verða svona ferlegir í diimmviðrinu. Hesturinn er orðinn mjög tregur, hvort sem ég sit á honum eða geng Enda get ég lítið á honum setið vegna kulda • og veðurofsa. En áfram höldum við enn um sinn, þótt færið sé tekið að þyngjast. Við sökkvum dýpra og dýpra í skaflana, sem myndazt hafa í lægðum og í skjóli við hæðir. Hest urinn fer víða í hné og öðru hvoru í mitt lær og jafnvel í kvið og brýzt um. Stígvélin mín fyllast af snjó. Loks nem ég staðar og athuga mögu- leika á því að ’grafa mig í fönn. En skaflarnir eru tæpast nógu djúpir, og í öðru lagi hef ég ekkert í hönd- unum til þess, og svo finnst mér það ekkert fýsilegt. Svo ákveð ég að skilja hestinn eftir, og halda einn áfram. Eg skil hann eftir í skjóli við klettótta hæð; tek út úr hon- um beizlið, bind það tryggilega um hál-s honum, spenni hnakkgjörðina vel, svo að hann týni ekki hnakkn- um. Svo klappa ég honum á makk- ann. — Vertu sæll, Brúnn. Hér skilj- ast leiðir um sinn. Þú munt áreiðan- lega skila þér heim, hvað sem um mig verður. Að þvi búnu halla ég mér í veðr- ið og brýzt áfram, á.fram í grenj- andi stórhríðinni, rammvilltur, al- einn uppi á reginfjöllum. — Óhugur sækir að mér, ég fer að hugsa um mennina, sem hafa orðið úti. Margir hafa þeir orðið úti á þessu landi frá því fyrsta. Átti það að verða hlutskipti mitt? Nei. Nei. Það mátti ekki verða, og ég herði gönguna. Enn gat skeð, að ég næði fjallsbrekk- unni, og þá var ég viss að ná sælu- húsinu. En hvað oft sem mér fannst djarfa fyrir hæs eða brekku, reynd- ist það alltaf sjónhverfing eða skyn- villa. Hungrið fór að segja til sín. Þær fáu brauðsneiðar, sem ég tók með mér um morguninn, voru löngu etn- ar. Þreytan sótti að mér fastar og fastar ,og kuldinn tók að gerast naer- göngull. Einkum var mér kalt á fót- unum. Stígvélin voru full af snjó, og eitthvað af honum hafði bráðnað, svo að ég var blautur í fæturna. Ekki hafði ég hugmynd um hvað tím anum leið eða hve langt ég hafði gengið, þegar ég sá móta fyrir ein- hverri hæð, rétt fram undan. Hvað var hér? Var ég nú loks að koma að hinni langþráðu brekku? Og áfram þoka ég mér ögn lengra. En hvað var nú þetta? Nei, þetta var eng in fjallshlíð. Það var aðeins hæð eða hæðir, og af þehn greindi ég óljóst bratta og grýtta brekku niður, langt niður. Og ég fikra mig niður. Það var þð að minnsta kosti skjól þarna niðri. Eftir því sem neðar dró, var urðin grófari og stórgrýttari, og það var erfitt að komast um urðina. En skjólið var bezt neðst, niðri í botninum, og þangað fór ég og settist að milli tveggja risavax- inna steina. - Þarna var kyrrt og gott að vera, og hríðarinnar gætti lítið. Eg fór að losa af mér stíg- vélin, hreinsa úr þeim snjóinn, síðan að klæða mig úr sokkunum og vinda úr þeim bleytuna; fyrst öðr- um, síðan hinum. Þetta gekk eftir 278 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.