Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Page 16

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Page 16
sleininn sezt‘\ segir gamall máls- háttur. Og svo var einníg um mig; eg varð feginn að hafa mig aftur á kreik. Það var farið að birta í lofti, og sást betur til tunglsins. í norðvestri mátti nú greinilega sjá fyrir fjöllunum, sem ég þekkti nú greinilega. Enda var ég örugglega búinn að ná réttum áttum. Svo hófst gangan enn á ný. forðaðist fannirnar, eftir því sem hægt var. Það var svo þungt að bera fæturna í snjónum, en reyndi a þræða hæðir og holtarana, þar sem snjóléttast var. Og hinir þreyttu fæt- ur þokuðu mér áfram smátt og smátt í áttina til fyrirheitna iandsins. Það var orðið bjart af degí, þeg- ar ég dróst niður úr Bóndhólsskarði og greindi hverareykina, gamal- kunna og vmgjarnlega og fann hina þægilegu lykt fyrir vitunum. Og sælu húsið, .lítið en vingjarnlegt, stóð þarna kippkorn framundan og beið. — SæLuhús. Enginn skiLur það nafn til fulls, nema sá einn, sem komizt hefur í kynni við ógnir öræfannna. Þegar ég kom að dyrunum, sá ég, að þær voru óiokaðar. Þá hlutu að vera menn inni. Eg ýtti á hurðina. Hún virtist vera lokuð að innan. Eg ýtti á hana aftur og nokkru fastar. Þá var opnað að innan, og Árni stóð í dyrunum. ,,Nei, ertu komin“! varg hon- um að orði. Og fagnaðarhreimurinn leyndi sér ekki í röddinni. „Hvar er Valtýr?“ spurði ég. „Hann fór snemma í morgun áleið is niður í byggð, ætlaði að leita með sér á miðurleið og safna síðan mönn um til að koma með hingað austur, ef með þyrfti“, var svarið. Árni fór nú að hita okkur kaffi, og ég tók til nestispoka míns Að því búnu tókum við að ræða um hvað gera skyldi. Talaðist svo tii milli okkar, að Árni skyldi ríða tafarlaust niður í Geitafell og segja fréttirnar. Lagði hann síðan á hest sinn og var von bráðar horfinn í éljasort- ann niðri við hraunið. Eg Lokaði kofanum vandlega, hafði sokkaskipti, tíndi saman poka og annað, sem verða mætti til skjóls og aðhlynn- ingar, hreiðraði svo Um mig á bálk- inum út við vegginn og sofnaði von bráðar. Þegar nokkuð var liðið á kvöldið, vaknaði ég við umgang og mannamál. Komnir voru þá þeir Valtýr og Árni og þeirn þeim voru þrír bændur neð an úr dal, þeir Andrés Jakobsson í Haga, Sæþór Kristjánsson i Austur- haga og Jón Gunnlaugsson í Yzta- hvarhmi. Sögðu þeir mér þær frétt- ir, að um það leyti, sem Árni hafði komið í Geitafell, hefðu leitarmenn, ba'ði úr Aðaldal og Reykjahverfi, ver ð í þann veginn að leggja af stað í leit austur á fjöllin, og tókst naumlega að ná í suma. — Jón bóndi hafði með sér vín í vasafleyg, og sitthvað fleira höfðu þeir með sér, mér til hressingar og aðhlynningar. Þar á meðal sæng frá Kristrúnu Davíðsdóttur á Langavatni. Mér fór að þykja nokkuð nóg um. Aldrei hafði verið látið svona mikið mr mig fyrr. Glatt var á hjalla um kvöld ið, og menn voru ánægðir. Hinn týndi sauður var fundinn. Eg hafði lítið um mig, fékk svima ef ég fór á fætur og var sár og aum ur í öllum limum. Svo tóku menn á sig náðir. Sængin frá Kristrúnu skýldi mér vel og reyndist sú bezta, sem ég hef nokkru sinni komizt í kynni við. Morguninn eftir, þann 21., vorum við árla á fótum. Beita þurfti hestum og kindum. Einnig þurftu mennirnir að fá sér kaffi og létta nestispokana. Síðan var gerð áætlun dagsins. Sæþór og Jón skyldu fara austur fyrir fjöll að Leita hests- ins. Valtýr og Andrés skyldu fara vestur í Mælifellshaga, sem eru vest- an Þeistareykjahrauns, og leita þá, því að þá var eftir að ganga. Og við Árni skyldum reka kindurnar nið- ur, sunnan hraunsins. Síðan héldu allir af stað. Veðrið var orðið sæmiléga gott, aðeins lít- ils háttar él. — Ekki vorum við Árni komnir langt vestur með hraun inu, þegar við sáurn til ferða Sæ- þórs og Jóns með þann brúna. Höfðu þeir fundið hann nokkurn spöl suð- austur úr Bóndhólsskarði. Var hann bæði með hnakk og beizli, og virt- ist honum ekki hafa orðið mikið um volkið. Sunnan og vestan Þeista- reykjahrauns biðum við nokkurn tíma eftir þeim Valtý og Andrési, úr Mælifellshögum. Höfðu þeir fund ið tíu kindur. Alls höfðu þá fund- izt þrjátíu og ein kind í leit þess- ari. Héldum við nú af stað með kind- urnar, og var ferðinni hraðað eftir föngum. Snjór var kominn allmik- ill víða, og þurfti sums staðar að troða slóð fyrir féð. Frostið jókst þegar á daginn leið, og varð ég kul- vís. Það varð því að ráði, að ég skyldi ríða á undan niður í Geitafell Einnig fóru þeir með Sæþór og Jón. Hinir þrír tóku að sér reksturinn. Þrátt fyrir töluverðan snjó og all- djúpa skafla sóltist leiðin vel niður eftir Hestarnir voru viljugir og ösluðu yfir hvað, sem fyrir var. Og Brúnn virtist ekki minnstu vit- und eftir sig. Dagur var fyrir nokkru af lofti, þegar í Geitafell kom. Þar beið okkar heitur matur og rjúk- andi kaffi og var hvorugt skorið við neglur. Hestar voru líka leiddir að töðustalli og gefið vel. Viðtökunum í Geitafelli þetta kvöld -mun ég seint gleyma. — Það var liðið langt á vöku, þegar rekstr- armennirnir þrír komu með féð, og allir nutu sömu umönnunar, bæði menn og ferfætlingar. En þá var ég löngu horfinn niður í dúnmjúk- ar sængur og drifhvít lök. Næsta morgun, þann 22., rákum við svo féð frá Geitafeili, yfir Geita- fellsháls, Laxárbrú hjá Laxárvirkjun og niður hjá Staðarhóli. Þar tók fjall- skilastjóri Aðaldælinga, Aðalgeir Davíðsson, við því. Þar kom líka til móts við okkur frú Aðaibjörg Bjarna dóttir, fréttaritari útvarpsins, og bauð okkur heim. Varð ég að segja henni sögu mína af útilegunni. Seinna kom hún svo í útvarpinu, nokkuð stytt. Eftir að hafa notið. hressingar á Hvoli og dvalizt þar nokkra stund, stigum við á bak hest- um okkar og héldum heimleiðis. Það var tekið að hlýna í veðri og kom- ig sunnan þíðviðri. Vig riðum aðal- veginn út dalinn og öðru hvoru mætt urn við bifreiðum sem spýttu krapi og aur i allar áttir undan hjólum sínum. f ljósaskiptunum komum við heim. Á hlaðinu stóðu kona mín og börn með bros á vör og blik í aug- um. Eg var kominn heim. LESANDI GÓÐUR! Eí þér haíiS lifað sögulega og óvenjulega atbur'Öi, sem ytiur dytti í hug að færa í letur ein- hverja kvöldstund, á slíkt efni hvergi betur heima en í Sunnudags- blatSi Tímans. Þar munu slíkar frásagnir varíveitast um aldur og ævi. Þúsundir manna halda blaðinu saman, og meÖ tíman- um veríur þaÖ dýr- mætt safnrit. 280 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.