Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Page 17
ALDO PALAZZESGHI: PARISÍNÁ FRÆNKA ÉG FÓR þangað oft með ömmu minni. Hún stóð á öndinni, vesalings manneskjan, í þessum oröttu stigum og hvíldi sig á þriðja hverju þrepi. Það fannst mér of mikiö. Ég skim- aði upp og niður, en hún hafði á mér nánar gætur, því að hún var sí- hrædd um, að ég steypU mér yfir handriðið. Mér fannst við .údrei ætla að komast upp á fjórðu hrsðma, efstu hæg hússins. Þegar við vorum hálfn- uð, settumst við á stembekk, sem var í horninu á stigapallinum, því hafði ég fundið upp á, þó að ég væri alls ekkert þreyttur. Parisína frænka, sem ég kallaði hana, leiddi gesti sína æv’.nlega inn í borðstofuna. Það var skuggalegt her bergi, troðfullt af húsgögnum, og þar voru ókjörin öll af postulíni, krist- al og silfurmunum í skápitm. Þessu hafði auðsjáanlega verið sankað sam an skipulagslaust, en þó bar það vitni um, að fjölskyldan nafði lengi verið vig góð efni. Veggirnir voru þaktir skrautlegum veggskjölum og myndum af fiskum, ávöxtum og villi dýrum, og þar voru líka fjórar kon- ur, sem táknuðu árstíðiroar. Á miðj- um vegg hékk gauksklukka, fuglinn fór út og inn um glugga á svissneskri sveitakrá. Mér fannst mtst til um þennan fugl, sem mér þótti hvergi eiga heima nema í þessari íburðar- miklu borðstofu. Þarna voru ævinlega yrir tvær konur. Önnur þeirra var Settimía frænka, gömul og grá, hrukkótt og skorpin eins og soðin kastaníuhnot. Hún var með lítinn, svartan stráhatt meg fölnuðum skreytingum og vafði um sig saffrangulu, aflóga sjali. Það brást ekki, að hún sat úti við glugg- ann, þar sem sást yfir húsaþökin, og spennti greipar í keltu sinni utan um eitthvað, sem í fljótu bragði virtist helzt vera tala af talnahrndi, en var raunar neftóbaksílátið hennar. Af vörum hennar streymdu alls konar ambbgur og furðulegar. upphrópanir: „Það rignir nöglum og nálum“, sagði liún, bekkurinn færðist gegn venju upp í skörina, þegar hún :alaði, skelm irinn hét skemill á hennar máli, hún óskaði þess, að tekið væri í durginn á þeim, er henni var i ncp við, og þar fram eftir götunum. Hin var frú Freund, þýzk kona um fnnmcugt, ljós hærð, holdug og sveitt, augun döpur og hörundig eins og á kornbarni. Hún var með hatt með svörtu neti, alsettu gylltum doppum, sem ekki glampaði lengur á, enda orðið hart af óhrein- indum. Fötin voru líka slitin og ó- hrein, og stígvélin hennar voru af hermanni úr fótgönguliðinu. Hún tal- að ítölsku reiprennandi, er, bar sum hljóðin fram meg annarlegum hætti. Parisína frænka var sms vexti og lítil fyrir mann að sjá. I.Iún var eirð- arlaus eins og fiskur í oúri, á sí- felldu flökti fram og aftur um her- bergið, aðra stundina við borðið, hina úti vig gluggann. Eiginleg-. var hún líkari stúlku, sem orðin var visin og hrukkótt fyrir aldur fram, en sextugri konu. Hún heilsaði mér aldrei. — „Komdu sæl og blessuð" sagði amma ævinlega eins vingjarnlega og henni var unnt, en Parisína svaraði frem- ur kuldalega: „Sæl sjálf“ Það var eins og hún væri að amast vig ónæð- inu, sem henni var gert, en í raun- inni var hún alltaf sem á nálum og oft æst í skapi. Og það kom varla fyrir, að hún virti mig viðlits. En bæri það við, þá fannst mér ég alltaf geta lesið sömu spurninguna úr augna ruði liennar: Hvað er hann'að gera aér? Hvers vegna kemrr hún með hann inn til mín, þennan gepil? Frú Freund veitti mér ekki heldur neina athygli. Ég gat í mesta iagi gert mér von um, að Settimía frænka gæfi mér tóbakskorn, ef ég aræddi að biðja hana um það. Ég liafðist ekki annað að en bíða þess, ao gaukurinn kæmi út og léti í ljós álit sitt á þessu samkvæmi. Það mátti helzt ímynda sér, að Parisína frænka væri aðra stundina að stjórna stórorrustu úti á húsþök- unum, en fylgdist hina stundina með stóruppskurði, sem verið væri að gera í næsta herbergi. Eða þá að við værum ag bíða eftir dómsúrskurði í máli, sem varðaði okkur lif og ham- ingju. Eða var kannski samsæri á döfinni, andátrúarfundur i uppsigl- ingu eða hver veit lvvað? Eitthvað var það mikilfenglegt og cvanalegt. Það jók á spennuna, að annað veif- ið leið Nikka, stofustúlkar-, eins og skuggi fyrir dyrnar. „Allt í lagi?“ virtust konurnar tvær spyrja hvor aðra með þöglum augnagotum. „Allt í lagi!“ En það leyndi sér samt ekki, að hér var allt í uppnámi. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ J 281

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.