Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Qupperneq 21

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Qupperneq 21
Magnús bækur sínar og sveitar- skjöl. Húsbóndinn vísaði mér á stigann og lyfti fyrir mig hlera, sem var yfir stigagatinu. En þar vissi ég, að mér var mestur vandi á höndum að haga mér rétt, því að nú mátti vita, að augu allra heima- manna hvíldu á mér. Hver yfir- sjón, sem mig henti á slíkri stund, yrði óbætanleg. Ég tók nú af mér húfuna og gekk svo fyrir atla heimamenn og heilsaði með handa bandi. Að því búnu vísaði Magn- ús mér til sætis á innsta rúmið í baðstofunni vestanmegin, en sjálf ur settist hann gegnt mér á annað rúm. Hann hóf nú viðræður við mig, og var auðheyrt, að hann sveigði umræðuefnið ag því, sem hann hélt, að væru áhugamál mín og hann vissi, að ég var kunnug- ur frá daglegum störfum mínum. Allt tal hans var svo blátt áfram og alúðlegt, ag ég gleymdi allri feimni og svaraði svo sem ég hafði vit’til. Magnús á Kotvelli var ekki kvæntur og átti ekki börn, en tvö fósturbörn voru þar á heimilinu. Bústýra hans hét Þuríður Ólafs- dóttir, og var hreinlæti hennar og snyrtimennsku í hússtjórn og mat argerð viðbrugðið. Þegar ég hafði setið litla stund, dró hún fram borð, sem stóð undir baðstofu- glugganum, breiddi á það hvítan dák, og síðan bar hún á borðið marga diska með alls konar góð- meti og auk þess einn disk tóman, sem á var hnífur og gaffall. Þessi diskur var mér hin mesta ráðgáta, því að á þeim tíma mötuðust menn hversdagslega aðeins með hníf og spæni eða skeið. Þarna í baðstof- unni voru fósturbörn húsráðenda og nokkur hjú, en svo var þetta fólk nærgætið, ag ekki varð ég þess var, að neinn veitti eftirtekt vankunnáttu minni í meðferð borðgagna. Þag frétti ég fyrst, þegar ég kom heim og sagði frá því, hvað mikið var við mig haft. Magnúsi þótti ég borða lítið og sagði, að ég ætti að borða mikið, svo að ég yrði stór og sterkur Ag lokinni máltíðinni stóð ég á fætur, þakkaði húsráðenduni fyr- ir góðgerðirnar og tók síðan að kveðja heimafólkið. En húsbónd- inn reis á fætur til þess að fylgja .mér til dyra, svo sem ég væri tign gestur. Á dyrahellunni kvadrli ég hann. Þá var ég ekkert feiminn, en innilega þakklátur fyrir þann hlýleik og sóma, sem hann hafði sýnt mér. Hann tók þétt í hönd mína og brosti til mín að skiln- aði. Hvolpurinn var mjög feginn komu minni, og ég tók prikið Kunni ekki viS það Ófeigur Jónsson og Guðrún Jóns- dóttir bjuggu rausnarbúi í Næfur- holti og voru bæði traust og farsæl á forna vísu. Það var í vetrarkulda, að Ófeigur kom inn frá gegningum og „mætti einni vinnukonunni í bæjardyrum. Hljóp hún með ga\sa upp um háls- innf á honum og sagði: „Er þér ekki kalt, elskan mín?“ Ófeigur sagði konu sinni frá þessu, þegar inn kom: „Eg vissi ekkert, fyrr en hún var komin upp um háls- inn á mér“. „Og leiðstu henni það?“ spurði Guðrún. „Nei, ég Kunni ekki við það“, svaraði Ófeigur. Smjörið í Saurbæ Séra Þorvarður Auðunarson í Saur bæ á Hvalfjarðarströnd var sérlynd- ur og fastur á fjgrmunina, þótt bæði gæfi hann jarðir og lausafé, er hann var gamall orðinn, enda bamlaus. Fyrri kona hans, Sigríður Magnús- dóttir, var eigi svo fastheldin sem prestur, og þvi var það eitt sinn, er fátækur bóndi kom með smjör í leigumar, að nún gaf honum það aftur ag séra Þorvarði fjarstöddum. Sagði hún presti, hvað gerzt hafði, er hann kom heim. en hann þagði við. Tinkúpa var til í Saurbæ, og hafði verið venja að drepa í hana smjöri handa presti, tveimur eða þremur mörkum, er hann lét sér' endast vikuna. Nú brá svo við, að hann mitt og hélt léttfættur heim á leið. Þótt nú séu liðnir sex tugir ára síðan ég fór bessa sendiferð, er hún mér enn fersk í minni. Og oft hefur mér flogið í hug, að gaman væri að vita, hvaða hugsanir og til finningar hafa bærzt innra með þessum greinda og lífsreynda manni, Magnúsi Guðmundssyni. þegar hann kvaddi mig á dyra- hellunni þennan k’ rrláta og heiða haustdag. Mig skortir huekvæmni til að geta þar í eyðurnar, en ný- lega heyrði ég ljóðlínur, sem ég gæti vel trúað, að færu nærri að túlka hugsanir hans: „Vernda þú, drottinn, mjúkri mund, mannsbarn í leik að strái“. hætti að snerta á smjöri sínu. Loks spurði maddaman, hverju þetta sætti. „Einhver verður að gjalda í Saur- bæ, því ekki fórstu svo ríflega með' smjörið á næstunni", svaraði prest- ur. ðetin og fædd í spd Guðrún Gunnlaugsdóttir, húsfreyja í Stóra-Sandfeili, var látin. Hún var prestsdóttir Crá Hallormsstað og systir Stefáns Gunnlaugssonar land- fógeta, og var henni búin allvegleg útför. Meðal þeirra, sem boðið var í erfið, var séra Hjálmar Guðmunds- son á Hallormsstað. Var hann maður allkynlegur í háttum. Séra Vigfús Guttormsson söng Guðrúnu til moldar. Flutti hann á- heyrilega líkræðu og gat margs, sem prýtt hafði hina látnu konu. Hvorki datt né draup af séra Hjálmari á meðan séra Vigfús talaði, en þegar ræðunni var 'okið, stóð hann upp, gekk að kistunni og mælti: „Guðrún sálaða var enginn engill, getin og fædd í syndinni, eins og vér allir" ViSfal viö GunnEaug — Framhald af 269. síSu. hafa átt ágæta brautryðjendur, þá Rögnvald Ólafsson, Guðjón Samúels- son og Sigurð Guðmundsson. Eg held hins vegar, að íslenzkur húsbygginga- „standard" sé iakari en tíðkast í öðr- um menningariöndum. Það stafar ein- faldlega af þvi, að sú fagkunnátta, sem fyrir hendi er. er ekki nýtt sem skyldi. — Er ekki pifitt að samrýma hag- nýtt gildi og listrænt gildi í b.vgg- ingu? — Eg held að gildi byggingar fel- ist í því, að hún þjóni þörfum þess, sem maður byggir fyrir, en ekki óhófsþörfum hans. Þess vegna er ekki síður skemmtilegt að byggja hag- kvæman verkamannabústað heldur en auðmannasetur — Hafa ekki sumir húsbyggjendur ákveðnar hugmyndir um það, hvern- ig þeir vilja láta hús sitt líta út, þegar þeir koma til arkitektsins? — Jú, oft. en það er eitt m,'gin- hlutverk arkit.ektsins að leiða bá í allan sannleika án þess þó að beita þá ofbeldi. Því yfirleitt hlýtur arki- tektinn að hafa meiri þroska i þess- um málum en sá veit, sem ekki hef- ur atvinnu sína af þeim. — Þú talaðir áðan um byggingar- menningu í sveitum „á ný“. — Já, hér áður voru til byggingar Framhald á 286. síSu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 285

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.