Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Síða 22
í sveitum, sem sýndu sameiginlegt átak heillar þjóðar við að skapa ramma um hið daglega líf. Við sköp- un hans réðu þjóðhættir og samræmt fegurðarmat, sem leiddi af sér sér- stakan stíl, sem er hluti af menn- ingarsögu þessa lands, og ábyggilega einhver sérkennilegasti þáltur henn- ar, — sjáðu til dæmis torfkirkjurn- ar og gömfu bæina, sem enn standa. — Getur ekki íslenzk byggingarlist í dag lært af íessari arfleifð? — Ágæti þessarar arfleifðar hlýtur náttúrlega að verða hvatning, en efn- in, sem nú eru notuð, eru svo ólík þeim, sem þá tíðkuð'ust og lifnaðar- hættir svo breyttir. Hver kynslóð verður að byggja í samræmi við sína menningu. Notkun stíltegunda geng- inna kynslóða ber ekki vitni um menn ingarafrek. okkar kynslóðar, og þess vegna verður ,arkitektúr“ að standa báðum fótum í nútímanum. — Að öðrum kosti dagar hann uppi eins og nátttröll. Birgir Sjósiys í Landeyjum Framhald af 275. síSu. fullhugi hinn mesti, með valda skips tiöfn, og vildi því freista lendingar. Ef til vill meðfram vegna þess, hversu mannmargt var í sandi. Tókst hon- um vel að komast inn að eyrunum. En utarlega í hliðinu hreppti bát- urinn sjó, sem kastaði honum út í eyrina öðru megin og jafnframt af kilinum. Flestir skipverjar hurfu þegar í brimgarðinn. Nokkrír kom- ust þó á kjöl, og þeir. sem í landi stóðu, urðu fyrir þeirri þungu raun að sjá einn eftir annan týnast í hina votu gröf. Mun atburður þessi aldrei hafa horfið þeim, er sjónarvottaT voru. Svo djúpt varð hann srafin’- í hjarta þeirra og minni. Lithi siðar rak svo líkin smam saman upp í sandinn. Samkvæmt kirkjubókum Landeyjaþinga voru þau flest jarðsett að Krossi, stundum fleiri saman. Tvo rak þó aldrei — að því er séð verður — þá: Helga Guðmundsson og Hjört Snjólfsson. Með Tobíasi. en svo hét skip Sig- urðar, fórust samtals 14 menn og /oru þeir eftirtaldir: 1 Sigurður Þorbjörnsson. 43 ára. kvæntur bóndi að Kirkjulandshjá- teigu, áfti 4 börn um og innan ferm- ingar. 2. Árni Jónsson, 33 ára. kvæntur bóndi að Lágafelli. átti 4 börn í ómegð. 3. Finnbogi Einarsson, 24 ára. ókvæntur bóndason frá Bryggjum Sigurður bróðir hans drukknaði með Jóni Brandssyni. 4. Grímur Þórðarson, 23 ára, ókvæntur vinnumaður frá Búðar- hóls—Norðurhjáleigu. 5 Guðmundur Þorsteinsson, 32 ára, bóndi að Kimakoti, átti unnustu og 1 barn í vöggu. 6. Helgi Guðmundsson, 22 ára. ókvæntur vinnumaður frá Bakka. 7. Hjörtur Snjólfsson, 27 ára, kvæntur húsmaður frá Álftarhóli. átti 3 ung börn. 8. Jón Guðmundsson, 19 ára, vinnu maður frá Syðri-Vatnahjáleigu, vann að búi aldraðrar móður. 9. Jón Þorsteinsson, 26 ára, vinnu- maður frá Kirkjulandi, átti unnustu og ungt barn. 10. Magnús Guðmundsson, 25 ára, fyrirvinna aldraðrar rAóður og ekkju að Hólmahjáleigu. 11. Magnús Magnússon, 24 ára, ókvæntur vinnumaður frá Syðri- Vatnahjáleigu. 12. 'Guðmundur Sigmundsson, 27 ára, ókvæntur vinnumaðör frá Brún- um undir Eyjafjöllum. 13. Einar Þorsteinsson, 30 ára, kvæntur bóndi*frá Hvammi, Mýrdal, átti 3 börn í ómegð. 14. Jón Ólafsson, 37 ara, kvæntur Oóndi, sama staðar, átti 2 ung börn. Eins og fyrr er sagt fórust þannig á rúmum mánuði, árið 1893, samtals 30 manns í sjósókninni frá Landeyja- sandi, þar af 24 úr sömu sveit. Það er ofur auðvelt að fara nærri um hug og ástæður þeirra, er eftir stóðu. Margt tárið hefur verig fellt. Mörg hjörtu hafa særzt þeim sárum, sem voru lengi að gróa. Mér telst svo 'til, að 23 börn innan 16 ára haíi orðið föð- urlaus í Austur-Landeyjum einum við þessa válegu atburði. Þar urðu og um leið 10 ekkjur og r'orstöðulausar unnustur, auk margra aídraðra for- eldra, sem misstu fyrirvinnu sína Meðalaldur þeirra. er þaðan fórust, var aðeirrs 30 ár eða blómaaldur mannlegs lífs. Missir þeirra varð því ekki einungis þungur harmur að- standendum, heldur einnig óbætanl. tjón fjölskyldum þeirra og sveit. Víðs vegar vöktu því þessir atburðir rílta samúfi og hluttekningu. Blaðið ísa- fold beitti sér fyrir fjársöfnun hin- um bágstöddu til hjálpar, sem nokkru mun hafa numið. Og um 40 árum síð ar kom fram í Landsbanka íslands sparisjóðsbók, sem geymdi rúmar 1400 .krónur, er safnað hafði verið í þessu skyni. En mest og bezt mun þó hafa verið hjálpað innan sveit- arinnar sjálfrar. Ber það íbúum henn ar gott og glöggt vitni, að aðeins tvö heimili — að því er séð verður — skyldu leysast upp að futlu við þess- ar þungu fórnir. Það er nú að jafnaði svo, að menn finna bezt sjálfa sig, þegar á reynir. Það bezta í mannin- um kemur þá og oftast f,-am í dags- ljósið og út í lífið. Hér virðist ein- mitt sú hafa orðið raunin á. Senni- lega hefur fólkið í Austur-Landeyj- um vaxið og færzt saman við þessar miklu fórnir. Ef til vdl er þaðan runnið að einhverju leyti sú félags- lund og sá bróðurhugur, sem ýmsum finnst enn í dag einkenna þá sveit öðrum frentur. Er vcl, begar á slíkan hátt er mætt þyngstu raununum og eftirköstum þeirra Nú er sjósókn opinna báta frá Landeyjasandi úti með ölhi sem bet- ur fer. En úthafsbáran syngur þar enn sína þungu söngva. Ferðamaður að sumarlagi heyrir þar oitast aðeins hljómkviðu stórbrotinna náttúruafla. En sá, sem minnugur er sögunnar, heyrir um leið tregablandið undir- spil harðrar lífsbaráttu og mikilla fórna liðins tíma, sem veri er að hafa í heiðri, muna og geyma. Við erum öll í ómældri þakkarskuld við fortíðina, fólkið og landið, sem við erum vaxin af. Sú skuld verður bezt viðurkennd og goldin með því að rifja upp og varðveita frá gleymsku allt það, sem er lærdómsríkt og á annan hátt minnisvert úr lífi og lifs- baráttu liðinna tíma. Og ef ti] vill er ræktin og hollustan við þetta líka um leið eitt bezta veganestið, sem við getum tekið með okkur fram á veg- inn. Lausn 53. krossgátu 5) K H T ’wj o R > o K Aj N Ý fl ■R "eJ L U •R ir |g" H fi H u || fl Tj H V i 1 T I 6 L U N uj M fl ri T 7T ó N E ' D r1 0 i 1 fl N 7T II G P t> V 1 \r i T fl u k U ij N I? u M IM I T fl U N1 2 3 4 * 6 7 8 fí S i s 'ó T 4 L 1 k ;& K fl ■R L fl' 1 u n R fí FJ T^ Ý S a |R|N fí F L u 6 R 0 fl ft L E V p 1 E T S a fl & fí u L J n v K £ T T 3 J V K fl « V J N V T || R u £ T I I L M T M □ B K M fí N1 fí Ð || H M & V EEIODsl Ý u M u H J F 6 L 0 HlFC H fí 1 L, r* K. L ÉZÍ 286 i 1 n i n n SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.