Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 5
Skorzeny snýr baki við myndavéiinni. fullan og ljóstraði því upp í ölvímunni við njósnara leyniþjónustunnar, aö hann væri á tundurspillinum Spezzía, þar sem Mussolini væri geymdur. Þar sem þessar upplýsingar virtust eftir öllu að dæma áreiðanlegar, var sent liraðboð til Berlínar, og það stóð eklci á svarinu: „Farið um borð og frelsið Mussolini"! Hitler og Himmler skýrðu þó ekki nánar, hvernig 50 SS-menn ættu að fara að því að fara um borð í tundur- spilli, sem áreiðanlega -væri vel vakt- aður og varinn. En áður en Skorzeny haföi fundið ráð til þess að fara að þessum skipunum, bárust nýjar upp- lýsingar um, að Mussolini hefði verið fluttur til lítils bæjar í Sardiníu. Þeg- ar leyniþjónustan hafði komizt að, hvaða bær þetta var, kom í ljós, að Mussolini hafði aftur verið fluttur — í þetta sinn til litillar eyjar fáeina kílómetra frá Sardiníu. Þessi eyja liét la Maddalena og Mussolini var fangi í húsi, sem kallað var „Vilia Weber“. Næstu daga aflaði leyniþjónustan sér upplýsinga um staðinn. Það var auðsætt, að hann var vel vaktaður; — ítalskt herlið hélt vörð við höfn- ina, bæinn og sjálft húsið, þar sem „II duce“ var geymdur. Skorzeny sá í hendi sér, að 50 manna herlið gæli aldrei brotizt í gegnum þessar vamir. Hann varð sér úti um njósnaflugvél, sem var útbúin ljósmyndavél. Meðan hann var önnum kafinn við að Ijós- mynda umhverfi „Villa Weber“, komu þrjár enskar orrustuflugvélar aðvífandi og til að komast undan þeim, varð litla þýzka njósnaflugvélin að steypa sér i Miðjarðarhafið og láta skeika að sköpuðu, hvernig til tækist. í nauðlendingunni braut Skorzeny tvö rifbein og missti meðvitundina. En til allrar hamingju komst hann til'með- vitundar, áður en flugvélin sökk og gat bjargað flugmanninum. Þeir kom ust í gúmbát flugvélarinnar, og skömmu síðar kom ítalskur fiskibát- ur og tók þá upp. Þegar Skorzeny kom til áðalstöðva sinna, beið hans þar duimálsskeyti. Þar stóð þetta: „Musso Hni ekki á.la Maddalena. Hann er nú á lítilli eyju fyrir utan Elbu. TUkynn ið samstundis, hvenær mögulegt er að gera árás“. Skeytið var undirritað: Canaris aðmíráll. Skeytið kom Skorzeny í slæma klípu. Hann var viss um, að Musso- lini væri á la Maddalena í „Villa Weber“. Upplýsingar Canaris hlutu að vera rangar, — en Canaris var yfirmaður þýzku leyniþjónustunnar, og hver dirfðist að efast um réttmæti athugana slíks manns? — Samt sem áður ákvað hann að andmæla. Hann ræddi fyrst þetta vandamál við yfir- mann sinn, Student hershöfðingja, og hann var honum sammála um, aö upplýsingar Canaris hlytu að vera rangar. — Daginn eflir flugu þeir til aðalstöðva Hitlers til þess að skýra hvers vegna skipunum Canaris yrði ekki framfylgt. Um þetta leyti voru flestir leið- andi nazistar búnir að fá vitneskju um leitina að Mussolini. Það voru þvi engin smámenni á þýzka vísu, sem sátu í hálfhring í fundarsalnum i aðalstöðvum „foringjans", þegar þeir Skorzeny lcomu þangað til þess að reifa málið. Við hlið Hitlers sat von Ribbentrop, bak við hann sat Keitel, marskálkur og Jodl hershöfðingi. Himmler sat við hliðina á stóraðmír- álnum Dönitz og Göring. Þeir sátu allir þegjandalegir og þungir á brún, þegar Student gekk fram samkvæmt merki frá Hitler og kynnti Skorzeny, sem síðan fékk skipun um að gefa skýringar sínar. Hann stóð nú frammi fyrir þessum háu lierrum, taugaóstyrk ur, en engu að síður ákveðinn í að fá máli sínu framgengt. Brátt náði hann fullkominni stjórn á taugaó- styrk sínum og tókst með líflegri og frjálslegri frásögn að gefa glögga og sannfærandi mynd af öllu því, sem ótvírætt benti til þess, að Mussolini væri raunverulega fangi á la Maddó- lena. Hin ógnvekjandi stemming í salnum hvarf fljótlega og varð þægi- leg, þegar honum hafði tekizt að vekja hlátur með kímilegum lýsingum á því, hvernig menn hans höfðu dorgað upp- lýsingar upp úr drukknum hermönn- um. — Eftir að liann hafði lokið máli sínu, varð andartaks þögn. Allir litu til Hitlers, sem liafði horft fast á Skorzeny allan tímann. Skyndilega stóð hann á fætur: „Þér hafið rétt fyrir yður. Gerið áætlun og ráðizt á la Maddalena eins fljótt og auðið er. En það kom ekki til þess aö gerð yrði árás á ]a Msddalena! Á síðustu stundu — eftir að búið var að undir- búa árásaráætlunina vandlega — afl- aði Skorzeny upplýsinga um, að Mussolini hafði verið fluttur brott frá eynni. Skorzeny hafði fengið eitthvert hugboð um, að ekki væri allt með felldu. Þetta var aðeins órökstudd skynjun, en hugboð af þessu tagi höfðu oft orðið honum til mikillar hjálpar, svo að hann ákvað að ganga enn einu sinni úr skugga um, að allt væri sem skyldi. Hann og einn manna hans fóru dulbúnir niður í hafnar- hverfi bæjarins, og þar komst hann óvefengjanlega að því,’ að Mussollrti hafði þá um morguninn verið fluttur burt frá eynni. — Hann þakkaði sín- um sæla fyrir þetta hugboð, sem hafði bjargað honum á síðustu stundu. Þjóð verjar hefðu orðið að athlægi um all- an heim, hefðu þeir gert árás á tómt fangelsi og eftir slík mistök hefði verið ógerningur að frelsa Mussolini. Vopnahléssamningarnir milli ítala og Englendinga höfðu þegar verið undirritaðir á Sikiley, og Badoglio marskálkur beið nú aðeins eftir, að Bandamenn gerðu innrás á sjálfa ítalíu. Þá myndi Mussolini framseld- ur þeim. — Spenningurinn náði há- marki og þýzka leyniþjónustan beitB allri starfsorku sinni til þess að kom ast að, hvar Mussolini væri geymdur. Hvað eftir annað komst hún á villu- spor og fékk rangar upplýsingar, en allt varð að athuga gaumgæfilega. En dag einn tókst lienni að komast yfir dulmálsskeyti tU utanríkisráðherra ítölsku stjórnarinnar, sem vakti mik- inn áhuga hennar, þótt þar stæðj aðeins: „Öryggisráðstafanirnar við Gran Sasso gerðar, — Cueli“. Leyniþjónustan hafði fyrir löngu koihizt að því, að það var Cueli hers- höfðingi, sem bar ábyrgðina á Musso- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 461

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.