Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 7
Skorzeny hefur fengizt vi8 búskap eftir striSIS. Hér sltur hann framan vlð hús sitt. hann. Lendið svo nálægt hótelinu, sem mögulegt er“! Þeir þutu bratt niður og skyndilega lenti svifflugan með miklum 'hávaða, síðan varð allt hljótt. Fyrsta hugsun Skorzenys var: Ég er lifandi, og síðan: við höfum þrjár mínútur til umráða. Hann skreið út úr flakinu og komst að raun um sér til mikills hugarléttis, að nokkrir her mannanna, sem verið höfðu í svif- flugunni, voru færir um að skríða út úr henni. Þeir höfðu lent um tíu metra frá bakhlið hótelsins. ítalskur varðmaður stóð hreyfingarlaus með gapandi munn og glápti á þá, þegar Skorzeny hljóp fram hjá honum að næstu dyrum. Innan þeirra sat loft- skeytamaður og dútlaði í mestu ró- legheitum við senditæki sín. Skorzeny sparkaði stólnum undan honum, sló byssu sinni niður í tækin og þaut út aftur, áður en maðurin gat áttað sig. Næsta hindrun var þriggja metra hár múr. Menn Skorzenys lyftu hon- um upp, og þá kom hann auga á sköllóttan mann í glugga, secn hann kannaðist við, — Mussolini. „Leitið skjóls“! kallaði hann til Mussolinis, — burt frá glugganum! og um leið var Skorzeny þotinn fyrir næsta horn. Þá blöstu aðaldyr hótelsins við. Þar stóðu tveir varðmenn með vélbyssur, en þeir höfðu vart komið auga á Skorzeny, er hastarleg skipun á ítölsku gall við, og Skorzeny sparkaði byssunum frá þeim. Það var Soletti hershöfðingi, sem gaf þeim skipun um að leggja frá sér vopnin. ftölsku hermennirnir þekktu hann ekki, en sáu tignarmerki hans, og það ruglaðl þá í ríminu. Forsalur hótelsins var svo fullur af Itölskum hermönnum, að þeir gátu lítið aðhafzt gegn þess- um mönnum, sem þutu inn í hótelið öllum að óvörum, vegna þrengsla. Skorzeny ruddist upp stiga, hljóp eftir gangi og að dyrum, sem hann hrinti upp í einu vetfangi. Þar stóð Mussolini og að baki honum tveir ítalskir liðsforingjar, sem alls ekki höfðu neina hugmynd um, hvað fram hafði farið, enda hafði engu skoti ver- ið hleypt af og allt gerzt í svo skjótri svlpan, að það gekk kraftaverki næst. Rétt þegar Skorzeny hafði miðað byssu sinni að Hðsforingjunum, stukku tveir af mönnum hans í gegn- um gluggann inn I herbergið og af- vopnuðu liðsforingjana, sem enn voru sem steini lostnir af undrun og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Skorzeny hljóp að glugganum og leit út. Sviffluga Radls var nýlent. Hann kallaðj til hans, og skipaði -honum að taka yfir- stjórnina í forsalnum. Þrjár aðrar 6vifflugur lentu heilu og höldnu, og hermennimir streymdu inn í hótelið. Sú þriðja lenti á bjargegginni, brotn- aði í spón, og þ.ar varð ekkl vart við neitt Iffsmark. Skorzeny hrópaði nú nlður í for- salinn: „Ég óska eftir að tala við yfirmann staðarins og það strax“! — Eftir nokkra bið birtist ítal'skur ofursti. „Ég ráðlegg yður að gefast upp tafarlaust", sagði Skorzeny. „Mussolini er undir vernd okkar og hótelið er hertekið. Þér fáið nákvæm- lega 60 sekúndur til þess að taka ákvörðun". — í nokkrar sekúndur varð dauðaþögn í forsalnum, en svo lýsti ofurstinn yfir uppgjöf sinni og manna sinna. Nú fyrst hafði Skorzeny tækifæri til þess að snúa sér að Mussolini. Hann var miklu ellilegri en Skorzeny hafði búizt við. Hann var í bláum föt- um, órakaður og þreytulegur, en svört augu hans skutu gneistum. — „II duce“, sagði Skorzeny, „foringinn hef- ur sent mig til þess að frelsa yður“. Og Mussolini svaraði með þeirri setn- ingu, sem fræg er orðin: „Ég vissi, að vinur minn, Adolf Hitler myndi ekki svíkja mig. Ég heilsa frelsurum mínum". En nú var þrautin þyngri að koma Mussolini burtu. Fallhlífarhermenn- irnir höfðu að visu náð endastöð svifbrautarinnar niðri í dalnum á sitt vald, eins og til hafði verið ætlazt. En ítölunum hafði tekizt að senda út neyðarkall, og nú voru án vafa allir vegir lokaðir, svo aö ógerningur var að flytja Mussolini tU Rómar með bíL Skorzeny hafði tal af fallhlífarher- mönnunum niðri við svifbrautina gegnum síma, sem lá milli hótelsins og svifbrautarstöðvarinnar, skipaði jþeim að hernema flugvöllinn við Aquilla, þar í dalnum, og halda honum þar til þrjár Heinckel-flukvélar kæmu með Mussolini og þýzku hermennina, en þeir voru 25—30 talsins. 75 höfðu farizt. Svifflugurnar, sem þeir voru í, höfðu ýmist brotnað í spón í lend- ingu, eða horfið niður í hyldýpiö neðan hótelsins. Það tókst ekki að ná sambandi við Róm til þess að biðja um flugvél arnar. En það var þó ein von enn: Uppi yfir hótelinu flaug Gerlach flug maður, sem áður er nefndur, mjög lítilli flugvél og fylgdist með því, sem fram fór við hótelið. Skorzeny lét menn sína ryðja stærstu steinunum af flötinni neðan við hótelið, og Gerlach, sem talinn var hreinn töfra- maður á sviði fluglistarinnar, tókst aö lenda vél sinni óskemmdri. En honum féllust hendur, þegar hann heyrði, að Skorzeny ætlaðist til að hann flygi með hann sjál'fan og Mussolini. „Það er hrein fíflska, sjálfsmorð, sagði hann, flugvélin getur við góð skilyröl borið tvo menn að meðalþyngd. En Framhald á bls. 478. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 463

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.