Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 9
um S'vokölluðu „skot|ulæknum“ er líka stenk og á að vera það. En þeg- ar mjög íhaldssöm.læknastétt ofsæk- ir blátt áfram með stuðningi stéttar- félaga sinna hvem þann, sem ekki er læknir, en reynir þrátt fyrir það að troða nýjar brautir í l'æknavísind- um, er um hreinar öfgar að ræða, sem leiða til andstöðu við allar fram- farir, er ékki fylgja troðnum slóðum, segir Poul Goos, og hann bætir við: Ef læknavísind.in vildu læra af mestu eðlisvísindamönnum nútímans og viðurkenna það viðhorf, að maður verður að ganga út frá því, að ekkert sé fyrir fram ómögulegt, nema það sé ómögulegt af rökrænum ástæðum, væri mikið fengið. Poul Goos segir þó, að sem betur fer sé farið að rofa til í viðhorfum efnisvísindanna og fleiri og fleiri l'æknar — sérstaklega hinir yngri — bætist í hóp þeirra, sem ekki séu hræddir við að kanna mýjar slóðir. Segist hann og hafa komið nokkrum þekktum og viður- ikenndum læknum í samband við Delawarrstofnunina. Nefnir hann sem dæmi sænskan lækni, dr. Lars Erik Essén í HeLsingborg, sem hafði sent fjölda blóðdropa til stofnunarinnar til sjúkdómsgreiningar. Vottar hann, að aLlar sjúkdómsgreiningar hennar í gegnum blóðdropana hafi verið í fullkomnu samræmi við lians eigin sjúkdómsgreiningar á viðkomandi sjúklingum og voru þar að auki i sumum tilfellum djúpsæjari. Þær voru eins og hann sjálfur orðaði það „nákvæmar út í yztu æsar oig gedðu mig sem steini lostinn af undrun“. Vitaskuld hafa vísindamenn stofn- unarinnar ekki tekið áhættu varðandi tilraunir á mönnum, en þeir hafa í mjög mörgum tilfellum fjarlæknað dýr, hunda, hesta, kýr o. fl. í bók Poul Goos eru tólf vottorð um slíkar lækningar, þar sem greint er frá beiðni eigenda þeirra um meðhöndl- un, sjúkdómsgreiningu og lækningu, ásamt vottorði eigenda dýranna um að lækning hafi átt sér stað. Þessi dæmi eru þó aðeins fáein af mörgum. Hér að framan var fjall'að um, er vísindamenn stofnunarininar „fylgd- ust með“ uppskurði í London, en sjálfir voru þeir í Oxford og tóku myndir í gegnum orkusvið blóðdropa af því, sem fram fór í London. Nú verður skýrt stuttlega frá öðrum svip- uðum dæmum: Verðandi móðir bað stofnunina um að segja til um aldur fóstuirsins, og sendi blóðdropa úr sér. Þrjár myndir voru teknar til að ákvarða aldur fóstursins. Fyrst var tækið stillt inn á „1 mánaðar fóstur", „3 mánaða fóstur“ og „6 mánaða fóst ur“. Það skal tekið fram, að sami blóðdropi var notaður við atlar þrjár myndatökurnar og konan var hvergi nálæg. Fyrsta myndin sýndi l'ítið þroskað, en þó greínilegt fóstur — önnur myndin sýndi mjög ljóslega eðlilega þroskað fóstur í eðlilegri stellingu, og sú þriðja sýndi miklu stærra fóstur, sem fyl.lti nær alla Ijósmyndaplötuna. Hér verður að minna á, að það er ekki sjálfur blóð- dropinn, sem er myndaður, heldur óefnislegt orkusvið hans. Önnur myndin — þ. e. myndin af þriggja mánaða fóstrinu, var skýrust og sýndi því raunverulegan aldur fóstursins. Athugun leiddi í ljós, að sú aldurs- ákvörðun var rétt. En það höfðu einn- ig komið fram myndir, þegar tækið var stillt á eins mánaðar fóstur og sex mánaða fóstur. Skýringin á þessu er sú, að orkusvið fóstursins er óháð tíma og rúmi. Fyrsta myndin sýndi því, hvernig orkusvið þess hafði litið út, þegar það var eins mánaðar gam- alt, en hin síðasta, hvernig það myndi líta út, þegar það yrði sex mánaða. Hér eru enn ein rök fyrir því, að þessi orkusvið, sem byggja upp hinn efnislega heim, tilheyra ekki þeim veruleika, sem við skynjum, heldur minnst hinum fjögurra vídda veru- leika þeirra Pl'ancks og Einsteins. Eftir þessa velheppnuðu tilraun, sem líktist hreinum göldum, reyndu menn að verða sér úli um aðra verð- andi móður, til þess að unnt væri að endurtaka tilraunina. Sú, sem hendi var næst, var köttur stofnunarinnar, læða, sem hét Tinker. Enginn hafði brjóst í 'Sér til þess að stinga hana með nál til að fá blóðdropa, en það heppnaðist að fá munnvatn hennar, sem síðan var sett í tækið. Myndin, sem fékkst, sýndi fjögur stór form „einhvers" og tvö lít'il. Og á sínum tíma fæddi Tinker fjóra fullvaxna kettlinga og tvo smáa! Ég undirstrika, segir Poul Goos, að myndimar eru teknar í viðurvist alvörugefinna vís- indamanna. Útilokað er, að brögð séu í t'afli, og með tilliti til þess verður að segjsst. að þessar myndir geta ekki logið. Árið 1952 sendi dýralæknir blóð- dropa úr sjúkri kú, sem var á búgarði tuttugu km utan við Oxford. Dýra- læknirinn bað um rannsókn, svo að hægt væri að sjá, hvað væri að maga kýrinnar. Myndin, sem tekin var í gegnu.m orkusvið blóðdropans, sýndi form magans með ógagnsæjum ljós- um bletti og ljósri, boginni línu. Tæk- ið sýndi, að ljósi bletturinn var steinn og linan vírspotti. Dýralæknirinn var vantrúaður á þetta, en skar nú kúna upp. Þá komu þessir hlutir í ljós! Dýralæknirinn sendi myndina til dýralækningaskólans með tilboði um a-vitnisburð hans sjálfs og eiganda kýr- '‘innar. Svarið var — ekki eitt einasta :orð, hvorki til dýralæknisins né eig- andans! Myndatökutæki de la Warrs hafa einnig sýnt, að þau geta komið að [íagni á allt öðru sviði. — Við olíu- porun nálægt Kuwait við persneska Hóann, skorti mjög nauðsynlega ivatn. Liðsforingi nokkur, sem hafði ihæíil'eika til að vísa á vatn með hin- pm svokallaða ,,'spákvisti“, reyndi að Ifinna neðanjarðarvatnsæðar með þeim hætti og varð var við vatn. En til þess að vera öruggari áður en bor- un hæfist eftir vatninu, voru teknar 35 mm myndir á ýmsum stöðum þar hjá, sem liðsforinginn hafði orðið vatns var, og síðan voru þær sendar til Oxford og Delawarrstofnunin beð- in um að benda á ákveðinn borunar- stað, ef hægt væri. Filmurnar voru settar í sérstaka vél, sem er ætluð til þessara hluta. Ótal tilraunir víðs vegar um heim taka af allan vafa um, að órofa sam* band sé milli lífvera og Ijósmynda af þeim. — Þusundir ekra af sjúkum gróðri hafa verið meðhöndlaðar með því að beina réttri geilsatíðni að mynd um, sem teknar hafa verið af hinum sjúku gróðursvæðum úr flugvéL T * M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 465

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.