Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 13
Hringsdalur viS ArnarfjSrð. kirkjubækurnar samt, og ekki fara þær með fleipur. Ein,ar tók því ljúfmannlega að miðla mér einhverjum fróðleik um Ketildali. — Hreppurinn er merkilegur af því að þar hafa gerzt merkir atburðir, sem talsverð áhrif hafa haft á atvinnu líf landsmanna. Einar Gíslason, föður- bróðir minn, byrjaði þjóðhátíðarárið 1874 fyrstur manna hér á landi á því, að veiða smokkfisk til beitu, og það breiddist ákaflega fljótt út um Arnarfjörð og nálæga firði. Hann smíðaði fyrsta öngulinn eftir sínu hyggjuviti og dró á hann nokkuð af smokkfiski, en svo fékk hann upp- drátt af frönskum öngli frá Jóni Th. Joihnsen, frænda sínum á Suðureyri við Tálknafjörð og smíðaði öngla eftir teikningunni. En svo var það einu sinni, að gestur kom til Einars í Hringsdal. Það var Kristján Hjaltason frá Súðavík, en hann hafði verið suður á Rauðasandi að grafa í dysjar. Hann vildi fá flutning yfir fjörðinn, en Einar var þá nýkominn af sjó og hafði aflað mikið á smokkfiskinn, sem hann var þá farinn að beita, og sagði, að það væri nú bágt með það núna. Það væri mikið til að gera að. En hann bauðst til að flytja hann yfir fjörðinn daginn eftir, og bauð Kristjáni að hann skyldi vinna með þeim um kvöldið, en fá smokköngul hjá sér um leið og hann færi. Kristján þáði þetta og gekk í aðgerðina, og þar gekk undan honum, því hann var fljótur að kljúfa hausana. Þetta var Bolvíkingur, sonur Hjalta, sem þar var oddviti og mikilhæfur maður. Daginn eftir lætur Einar svo ferja Kristján yfir á norðurströnd, en um morguninn áður en lagt var af stað, færir Einar honum öngul. Kristján reynir svo öngulinn í Djúpinu, og þar var nógur smokkur. Þeir höfðu nóg að gera um haustið, smiðirnir á ísafirði, Helgi sálugi Sigurgeirsson og Teitur sálugi Jónsson, að smíða öngla fyrir Djúpmenn. En nú er veriö að segja, að Kristján hafi verið fyrsti íslendingurinn til að draga smokk úr sjó, og því hefur Jó- hann kennari Hjaltason haldið fram á prenti. En það er ekki rétt, því að Kristján fékk öngulinn hjá Einari, sem var búinn að veiða á hann áður. Það var ekki nema sjálfsagt af Djúp mönnum að votta Kristjáni þakklæti sitt fyrir að koma fyrstur með þenn an happagrip, smokköngulinn, að Djúpi, með því að sæma hann verð- launagrip, eins og þeir gerðu, en því má heldur ekki gleyma, að Einar bauð Kristjáni að smíða fyrir hann öngulinn og hvatti hann til að láta það ekki liggja í láginni, að hann hefði fengið þennan öngul. Einar fékk hins vegar engan verðlaunagrip. En séra Magnús Þorsteinsson frá Húsa- felli, er jarðsöng Einar sáluga, ritaði (Ljósm.: Páll Jónsson). við nafn hans í kirkjubókina: „Sérstak ur dugnaðar- og framfaramaður og hvers manns hugljúfi". Þessi orð eru flestum verðlaunagripum dýrmætari vegna þess, að þau eru sönn. — Það var líka Einar föðurbróðir minn í Hringsdal, sem smíðaði fyrsta kúfiskplóginn í Arnarfirði. Það var haustið 1889. Ég man vel eftir þessu, því að ég stóð oft í smiðjunni hjá Einari sáluga, meðan hann var að smíða plóginn, en ekki veit ég, hvort hann hafði nokkra fyrirmynd. Enga fyrirmyndina sá ég að minnsta kosti. Og ég man líka vel eftir því, þegar fyrsta dragan var tekin á Hringdals- sandi. Þá var ekki búið að setja upp neitt spil, — það kom ekki fyrr en nokkrum dögum seinna, þegar séð var, að þarna var eitthvað að hafa, — og því var dregið með handafli einu. Það var notaður legustrengur- inn af Suðra gamla, og það hafa verið eitthvað milli tuttugu og þrjátíu manns, sem tóku þátt í drættinum. Ég man vel eftir því, að Guðmundur Bjarnason, faðir Ragnars bónda í Lokinhömrum, sem nú er nýdáinn, kom á strenginn. Hann var þá vinnu- maður hjá okkur, og ég man sérstak- lega eftir því, að hann var með mó- rauða vettlinga. Svona geta smáatriði setið í manni. f þessari fyrstu drögu fengust 15 skeljar. Þá var spilið sett upp, svo að ekki þurfti að draga aftur á hand- ■ T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 469

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.