Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Blaðsíða 4
Fyrsta rafmagnsvél sögunnar varð til fyrir þremur öldum Seytjánda öldin var ströng og grimim. Hvorki var það veðrátta né uppskerubrestur, sem olli því, held- ur var þessi óáran að mestu mann- anna verk, þá sem endranær. Siðabót Lúthers hins þýzka hafði náð fót- ■festu í Norðurlöndum og í talsverðum hluta Þýzkalands. Hún olli því, að biblíuna mátti lesa á móðurmáli ým- issa þjóða, en þó bar ekki mikið á b-ettum siðum. Það var eins og höfð- inginn í því neðra hafi haft af því veður, að eitthvert los hefði komið á trúfestu manna, því að sjaldan hefur hann sýnt slíka framtakssemi. Hann lét sig ekki muna um að drepa „eig- ín hendi“ búpening manna jafnt á Ströndum norður sem i skjóldölum Mundíufjalla og gekk um ljóslifandi eins og heimamaður ásamt höfuðárum sínum, en aðallega hafði hann sig frammi á lútherskum stöðum. Hér á íslandi var fyrsta galdra- brennan í byrjun aldarinnar, og sú síðasta í lok hennar. Á hinn bóginn var þetta öld mikillar guðstrúar, bæði sannrar og ósannrar. Þetta var ö’d Hallgríms Péturssonar og Tyrkja- ránanna. Á Kópavogsfundi 1662 misstum við stjórnarfarslegt sjálf- stæði og sórum einvöldum Danakon- ur.gi eiða. Passíusálmana fengum við í sárabætur. (En gamall íslendingur felldi tár). Þá var verzlunareinokun á íslandi. Þá var Ameríka öll röð fátækra nýlendna nokkurra Evrópuþjóða. En í Evrópu geisaði grimm og blóðug styrjöld svo áratugum skipti, þrjátíu- ára stríðið. Það var valdastríð, en grímuklætt sem trúarbragðastyrjöld. Og att saman lútherskum og kaþólsk- um kristnum mönnum, sem börðust eins og villt dýr, en rán og nauðgan- ir, hungur og pestir fylgdu herjun- um, sem lítinn annan mála fengu en þann, sem þeir gátu sjálfir hrifsað séi. Einn af aðalforsprökkum þessa stríðs var Gústav Adólf, Svíakonung- ur. Þrátt fyrir þessa óáran voru samt allvíða til menn, sem hugsuðu um annað en sverð og byssur og sálma- söng. Hér á eftir verður aðeins rætt um einn þeirra. Offo frá Guericke Otto von Guericke fæddist í Magde- borg, sem þá var sjálfstæð þýzk ríkis- borg, 20. nóvember 1602. Hann var við nám í Leipzig 1618, þegar þrjátíu ára stríðið brauzt út. Guericke var Lútherssinni eins og allir Magde- borgarmenn höfðu þá lengi verið. Ilann hvarf fljótlega heim til föður- borgar sinnar og tók þar bráðlega sæti í borgarráðinu. Enn geisaði stríðið. Magdeborg var milli steins og sleggju í stríði þessu. Hin vold- uga klerkastétt vildi eindregið veita hinum lúthersku Svíum lið. Aðrir lögðust margir á sveif með kaþólsk- uaH, vildu fylgja þýzkum keisara, hvort sem sá segði kaþólskar eða lútherskar bænir. Þeirra flokk fylgdi Guericke. Sendimenn beggja aðila komu til Magdeborgar, Falckenberg hershöfðingi fyrir Gústav Adólf og seinna hershöfðingjarnir Wallenstein og Tilly fyrir þýzka keisarann. í hvor- ugt skiptið tókust samningar. Tilly lét þá vopnin tala sínu máli að venju og í maí 1631 réðust hermenn hans á borgina, felldu menn, myrtu og rændu. Þeir, seíh falið höfðu fémæti, voru píndir. Meira en 30 þúsund borg- arbúa létu lífið. Eldur brauzt út og eyddi flestum húsum. Hús Guericke brann í því báli. Ungt barn hanS særðist svöðusári af sverðshöggi. Hann og kona hans voru tekin til fanga ásamt eldri syni þeirra. í fang- eisinu vanh Guericke fyrir lausnar- gjaldi sínu, en það nam 300 döium, með því að gera við vasaúr yfirmanna hersins. Nokkrum mánuðum seinna var honum sleppt. Klæddur tötrum og algerlega eignalaus komst hann úr borginni. Með hjálp aðalsmanns nokkurs og með samþykki Svía fékk hann stöðu í Erfurt sem nokkurs kon- ar borgarverkfræðingur. Hin unga kona hans og særða barnið höfðu hvorugt þolað aðbúnaðinn og voru bæði látin. Brátt fór hann aftur til Magdeborg- ar og þar í fæðingarborg sinni fékk hann aftur virðingarstöður og var kallaður borgarstjóri. Hann var ein- mana orðinn, þessi hái, granni maður með arnarnefið. Hann hafði þá éinu ástríðu að gera ýmsar tilraunir til að svala forvitni sinni og afla fjár, sem hann eyddi í t'lraunir þessar. Forvitni hans var mikil og margvís- leg. Viðfangsefnin mörg. „Magdekorgarkúlan“ Eitt af því fyrsta, sem Guericke tók að athuga og gera tilraunir með, var „tómið“. Hryllingur tómisins — „Horror vacui“, — var á þeim timum mikill raunveruleiki og ekki árenni- legt að fara að gera tilraunir á því sviði, en Guericke hafði margan hrylling séð og áræddi það. Það var almenr.i álitið, að einhver ósköp skeðu, ef mönnum tækist að mynda lofttóm. Hvort „guð myndi líða und- ir lok“ eða „myrkrahöfðinginn leys- ast algerlega úr böndum", voru menn þó ekki á einu máli um. Þessi hug- Fyrsta rafmögnunarvélin, gerS 1663. Myndin er eftir teikningu frá þeim tíma. 184 TÍMIN N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.