Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 3
neðan við varpann. Þótti akkur lík- legt, að þar væru komin dýrin, sem við sáum á sunnudaginn. Kristinn átti byssu allgóða, aftan- hl'æðu nr. 12. Hafði hann, eftir að ís- inn rak að, búið sig undir að taka á móti bjarndýrum, ef þau kæmu í heimsókn, og hlaðið nokkur selaskot. Þrífur hann nú til byssunnar, sem hékk uppi í bæjardyrunum, og hugs- ar að láta ekki veiðina sér úr greip um ganga. Dýrin stóðu neðan við varpann, og nösuðu heim að bænum. Er nú ekki að orðlengja það, að Kristinn beinir byssunni að stærsta dýrinu, þarna úr bæjardyrunum, og hleypir af. Dýrið féll við skotið, en var þó ekki alveg dautt. Samt hreyfði það sig ekki úr stað, og dó litlu síðar. Við þetta hrukku hin dýrin frá og drógu sig nokkuð fram á ísinn, svo að ekki varð komið á þ_u skoti úr bæjardyrunum. Kristinn fer nú á eftir þeim, og fór ég með honum. Tók ég mér íshögg að vopni, Er ekki að orðlengja það, að hann skýtur þarna dýrin öll þrjú, og sýndu þau ekki af sér neina grimmd, aðeins fitjuðu upp á trýnið og urruðu að okkur, en, nokkuð þurft- um við að eltast við síðasta dýrið til að komast að því. Var nú gengið að því að aka dýrun- um inn í fjárhús, svo að þau frysu ekki áður en hægt væri að ná af þeim belgjunum, en þetta gerðist, þegar frosthörkurnar voru sem mest- ar. Síðan reið Kristinn sem hvatast inn í Leirhöfn til að fá Sigurð Kristj- ánsson til að taka belgi af dýrunum, en hann var sá eini í nágrenninu, sem treyst var til að gera það svo í lagi væri. Tók Sigurður belg af tveim dýrunum þá um kvöldið, en eitt var láti.ð biða morguns. Belgina seldi Kristinn svo um vor- ið fyrir kr. 300.00 hvern, og þótti það góður skiidingur í þá daga. Það er gömul, íslenzk þjóðtrú, að þeir, sem leggi bjarndýr að velli, verði fyrir einhverju óhappi eða skaða. í þetta skipti lét þjóðtrúin sér ekki til skammar verða. Um vor- ið voru aUar ær Kristins lamblausar, nema ein. Var ekki laust við, að sumir vildu setja það í samband við bjarn- dýradrápi.ð. DRAUMURINN FAGRI Það var 1906, að mig dreymdi eftifrarandi draum. Ég var þá gest koimandi á Hóli í Stöðvarfirði ásamt annarri stúlku og sváfum við í sama rúmi. Þótti mér, að maður, sem ég kannaðist ekki við, kæmi til mín og bæði mig að koma til konunnar sinnar, sem væri í barnsnauð. Ég var treg til, ekki vegna þess, að mér litist mað- urinn tortryggilegur, en vegna hins, að ég hafði enga reynslu í þessum efnum. En hann sótti það sem fastast og taldi líf konunnar Ilggja við að ég kæmi með sér. Lét ég þá undan. Hann tók þá upp hjá sér klæði og batt fyrir augu mér og leiddi mig út úr húsinu og að mér fannst fáein spor frá því. Leysti hann þá klæðið frá augum mér. Stóð ég þá við bæjar- dyr og bauð hann mér inn að ganga. Ég kom inn í lítið herbergi, þar sem kona lá í rúmi með tvö ný- fædd börn fyrir ofan sig. Inni var fátæklegt, en hreinlegt. Ég sá það strax, að mér myndi vera ætlað að losa fylgjuna. Ég gerði það og gekk allt vel. Batt þá maðurinn aftur fyrir augu mér og leiðir mig saima veg ttt baka. En þegar við ■n m mm+n —m ........................ komum að bæjardyrunum, þakk- aði hann mér fyrir og sagðist því miður ekki geta Launað mér sem skyldi, en ég yrði bæði heppin og lánsöm ljósmóðir. Morguninn eftir vaknaði ég og mundi drauminn og það sem meira var, hendur mínar voru blóðugar, og þvoði ég þær án þess nokkur vissi af. Ég hugsaði milcið um þennan draum, en sagði engum. En svo að tveim árum liðnum kom ljósmóðirin, sem gegnd. Stöðvar- og Fáskrúðsfjarðarum dæmi til mín og sagði ég henni þá drauminn. Hún var heilsutæp og hafði huga á að hætta störfum sökum þess. Þegar hún hafði heyrt drauminn, sagði hún að ég skyldi læra, en ég vildi ekki. En nokkru seinna fékk ég bréf frá þessari sömu ljósmóður, sem þá var hætt störfum, og sagði hún mér, að fara sem fyrst til Georgs Georgssonar læknis og gefa mi.g fram til að læra. En ég anzaði því aldrei, taldi mig ekki hafa hæfileika né efni, því að fátækt var mikil í þá daga. Síðan liðu mörg ár. Ég gifti mig og fór að hokra í tvíbýli. Ég hafði þá eignazt dóttur, sem þá var Þá vil ég geta nokkurra fleiri bjarndýra, sem vart varð þennan vetur. Á Grjótnesi, næsta bæ fyrir vestan Núpskötlu, var skotið bjarndýr. Kom það heimundir fjárhús, en gerði ekk- ert mein af sér. Þá varð móðurbróðir minn, Stefán Björnsson, bóndi á Valþjófsstöðum í Núpasveit, var við bjarndýr, er hann var á leið milli bæja, en það bar að svo sem nú skal greina: Skömmu eftir að ísinn rak að landi, fór Stefán að sækja lamb, sem hann átti úti á Presthólum, sem er ná- grannabær; eru ca. 3—4 km. milli bæjanna. Lambið var með öðru fé í fjárhúsum niður við sjóinn. Leggur Stefán svo af stað með lambið, og leiðir það. Lá leið hans suður með sjónum, skammt ofan við malarkamb- inn. Þegar hann er kominn nokkuð áleiðis, verður hann þess allt í einu var, að bjarndýr er komið á hlið við hann, sjávarmegin. Er dýrið til þess að gera skammt frá honum, og þefar í áttina til hans. Stefán gefur sig ekkert að þessu en hel'dur áfram með Framhald á bls. 669. tveggja ára. En nábýlishjónin höfðu átt níu börn og þrjú af þeim komu andvana, en fjórða var aum- ingi. En svo átti hún von á sér af því tíunda. Kona þessi átti erfitt með að fæða sökum grindar- skekkju. Var nú komið fast að fæð ingu og ljósmóðirin, sem þá var, taldi konuna eiga hálfan mánuð eftir. Hálfum niánuði seinna veiktist svo konan eina nóttina. Var þá maðurinn minn sendur eftir ljós- móðurinni, en þangað var drjúgur spölur og blindhríð. Nokkru eftir að maðurinn minn var fari.nn, kom drengur til mín og bað mig að koma fljótt til kon- unnar. Þaut ég hálfkl'ædd út í hríðina. Þegar ég kom til konunnar og ■hafði snert hana, kom barnið í hendur mínar og fylgjan á eftir án allrara þrautar. Konan varð mjög glöð og undrandi, sem von var, eftir það, sem hún hafði liðið að fæðingu hinna níu. Heilsaðist henni vel. Þa er trú mín, að þarna hafi æðra afl verið að verki með mér — Skráð eftir gamalli konu, sem ekki vill láta nafns síns getið. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 651

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.