Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 9
SVEINN SVEINSSON FRÁ FOSSI Séð yfir Mýrdalssand, þar sem Skjóni átti mörg sporin. — (Ljósm.: Lars Björk). ÞAÐ hefur lengi verið svo, að mönnum er tamt að tala um hest- ana sína og hrósa gæðingum sín- um. Þetta er ósköp eðlilegt, því að svo mjög hafa menn og hestar verið háðir hver öðrum, sérstak- lega meðan hesturinn var „þarf- asti þjónninn“. En þegar vélarn- ar komu til sógunnar þá var mun urinn svo mikill í vinnubrögðum og ferðalögum, að hesturinn var talinn verða að mestu úr sögunni eftir nokkur ár eða áratugi. — Þetta hefur nú líka reynzt svo að nokkru leyti, sérstaklega hvað varðar vinnubrögð og langferða- lög. En eins og sýndi sig á Lands- móti hestamanna nú síðast á Þingvöllum, eru hestarnir ekki aldeilis með öllu úr sögunni á landi hér, og það er vel. Þegar ég var ullarmatsmaður við Skaftárós, var það eitt sumar, þegar vélbáturinn „Skaftfellingur" var að sælkja ulUna og flytja hana til Reykja- víbur, að ég var beðinn að fara með sjúkling suður með bátnum. Það var að visu örðugt, þvi að þá var síminn eloki kominn austur, en mér var treyst og því mátti ég ekki bregðast, og sendi svo reiðhestana á skotspón- um beim. Þegar til Reykjavíkur kom, kom ég þessum sjúkling til veru hjá Iíjálpræðishernum og á framfæri til Halldórs Hansens. Hann var þá nýr af nálinni sem læknir og hinn elsku- legasti maður. Var þá mínu verki lokið I það sinn varðandi þennan *'ei'ka miann. Hn þá tók nú annað við litlu betra, því að nú var ég eiginlega orðinn strandaglópur í Reykjavík, vildi og þurfti að komast austur sem fyrst, en engar ferðir í bili. Þá var enn lítið um bílferðir og alls ekki lengra en að Ægissíðu. Þá vildi mér það til happs, að ég hitti bræður tvo, vini mína, sem fluttiu að austan þá um vorið til Reykjavíkur. Ég hafði selt þeim sjö vetra fola rrn vorið, seoi þá langaði að eiga. skjótt- an að lit. Hann var lítill en knár og gæðingsefiít En þeir voru í vand- ræðum með hann því hann snttist eftir að strjúka og þá gat hann alveg tapazt. Talaðist nú svo til með ok.kur, að ég keypti hann nú aftur nveð hnabk og beizli. Urðu mér þetta lun mestu happakaup eins og hér yerð- ur rakið í þessari grein. Lagði ég svo af stað frá Reykjavik þsnnan sa-r.va dag, þegar áliðið var orðið. og át.tum við Sikjóni litli vel saiman, báðir léttir og vildu austur. Tókst með < * ur mikil vinátta, enda hafði ég oft gef- ið honum aukabita í uppvextinum, því að hann fæddist ekki fyrr en á höfuðdegi. Ferðin gekk vel, og komst ég um REIDHESTURINN SKJÓNI T í M I N N — SUNNUDAGSBLA* 657

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.