Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 11
Skiphellir undir Eyjafiöilum. — Hér áSi Sveinn á Skjóna sínum. að fá okikur Sikjóna litla báða h'eta. Það mátti segja að það væri nájkvæm lega tveir sólarhringar, sem ég var frá Reykjavík og heim á hlað í Ás- um í Skaftártungum. Voru þá öll vötn óbrúuð frá Þjórsá, oig ég held að mér sé óhætt að segja að við Skjóni litli vorum báðir alls óþreytt- ir, þegar heim kom, enda átbum við vel saman, eins og fyrr segir, og svo var alltaf. Seinna þennan sama dag, sem ég kom heta þurfti ég að fylgja manni austur yfir Ásakvíslina, sem er svona hálftíma reið, en svo hittisit á, að enginn hestur var heima við nema Skjóni Utli, sern ég var nýkominn á. Og varð ég að taka hann, þótt mér þætti það hálfgerð synd, en þegar við vorum komnir yfir kvíslarnar, þá kom þar ferðafólk að austan og varð ég því samferða til baka. Einn mað- urinn sem var í ferðinni var á bráð- viUjugum hesti, og án þess að ég vildi þá urðum við saman á undan. Kom æsingur í hesitana okkar, svo að við urðum að lof-a þeim að reyna sig. Skjóni lit'li varð heldur á und- an og þótti þessum manni það firn miki'l, þegar hann vissi um ferð mína að sunnan þann sama dag. Var hann auk þess óvanur því, að hans hest- ur væri ekki fljótari öðrum hestum. Einu sinni sem oftar var ég á ferð á Skjóna Utla austur yfir Mýrdals- sand í byrjun vetrar með fleira fólki. Voruim við þá að fara í Tunguna til a-ð vera við jarðarför Hildar í Hemlu. Þau vorni eneð í förinni Einar hrepp- istjóri í Vestri-Garðisauka og kona hans Þorgerður Jónsdóttir frá Hemru. Þegar fcomið var vel austur á sand- inn var farið að ríða dálítið greiðar, en hestum þeirra varð fljótt erfitt, því að þeir voru teknir af jörð og komið haust, mæddust því og svitn- uðu. Var ég þá oft langt á undan, því að Sikjóna litla leiddist þetta rölt. Beið ég iðulega eftir samferðafólk- inu. Spurði Þorgerður mig, hvernig á því stæði, að Sikjóni gerði hvorki að mœðast eða svitna, en stirndi á hann sem gjafarhest. Ég sagði henni að ég tæki Skjóna á gjöf undir eins »)g kýrnar á haustin og það gerði muninn. í Hemru, — áður en við héldum út yfir aftur, — sagði Einar í Garðsauka við mig: Blessaður Sveinn minn, láttu nú ekld Skjóna þiinn vera að fara þessa spretti á undan. Eg lofaði því og efndi það, og var með þeini hjónum aftan til í hópnum. Með ok'kur var í förinni myndar- arkarl og mann-legur. Var hann á viljugum hesti og alltaf á undan yfir sandinn, og hafði Einar gaman af honum; en þegar við fórum út með hömrum nobkuð fyrir austan Vík, var þar lón, eins og stundum er, sem við rfðum yfir. Var það allt að því í kvið djúpt. Hann var enn á undan, þessi velríðandi maður. En þegar hann var koeninn vel yfir mitt lónið, þá vitum við ekki fyrr til en hestur hans tekst á loft, og maðurinn aftur af honum upp í loft á kaf í lónið og buslar þar þangað til hann nær sér upp og veður til lands. í hestinn náð- um við með naumindum, en að þessu var brosað, því að veður var þurrt og gott og vatnalaust, en maðurinn kom sundblautur tU bæjar. Eitt sinn sem oftar var ég á ferð yfir sandinn, þá á vesturleið frá Ás- 'um að Fossi í Mýrdal. Var þá á Skjóna litla einuim, en þegar ég kem út að HóLsá er þar fyrir stór floti af mönnum og hestum. Það voru þá Síðumenn að flytja strandmenn og vanalega er eklki farið hraðara með þá en töltreið. En á undan þeta voru farnir tveir menn á fjórum hest um að útvega gistingu í Vík; því að það var venja áður en stainn kom að senda einn eða tvo menn á undan til að útvega gistingu fyrfr menn og hesta og voru þeir sendtaenn látnir vera vel ríðandi. Nú varð ég sam- ferða þessum flota yfir brúna, og þó inokkuð lengra. En svo fór ég að smáiurka Skjóna til að fara á undan en hann var hálftregur að fara frá hestunum. Ekki eygði ég sendimenn Framhald á bls. 669. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 659

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.