Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 22
ems og þegar ég teymdi lest á hon- um, t. d. yfir Mýrdal'ssand, þá varð hann mikið svangur og órór að vera svona lengi yfir sandinn, gekik ég þó annað veifið og teymdi hann þá líka við hlið mér til að stytta okkur tímann. En þegar Skjóni litli var úr sögunni þá ferðaðist ég eiginlega aldrei einhesta úr því. Nú er bezt, að ég segi ekki fleiri sögur af ferð- um okkar Skióna. Þetta sýnishorn á að duga. En þótt Skjóni litli hæfði mér bezt af öllum hestum, sem ég hef átt í mínum búskap, þá varð ég var við það ef einhver sat hann annar ien ég, að hann var eins og annar hestur, ég tala nú efcki um, ef það var einhver þungur og fjörlaus mað- ur. Annars átti ég manna duglegasta hesta og hryssur, vegna þess að ég þurfti manna m-est að brúka þá. — AZTEKAR Framhald af bls. 654. menn og sem leppa til að draga hulu yfir það, sem hann raunverulega var að vinna að ,og náði á s4t vald hverri borginni á fætur annarri. Herfylk- ingar Indíána stóðust hvergi hreyfan- leik spönsku hermannanna í orrust- um og hernaðarkunnáttu þeirra. Áð- ur en leið á löngu, hafði Cortés kom- ið sér það vel fyrir í austanverðu landinu, að hann fór að geta stefnt að því að vinna Tenochtitlan öð"u sinni. Óeining Indíánc kom nú enn en sinni til skjalanna. Texcocoar, sem lengi höfðu verið nánustu bandamenn Aztekanna í Tenochtitlan, og sáu allra Indíána mest ofsjónum yfir upp- gangi þeirra, höfðu orðið ósáttir við Montezuma. Eft'" undanhald Cortés höfðu Aztekarnir góðan möguleika á því að verða öflugastir í dalnum, en Texcocoar skutu þeim ref fyrir rass með því að leggja til orrustu við Spán verja. Nú vendu þeir sínu kvæði í kross og gengu til liðs við aðkomu- mennina í von um að öðlast aukin völd í skjóli þeirra. Fyrir þeirra til- stilii fengu Spánverjar bækistöð í Texcocovatni og gátu þaðan lagt undir sig þær borgir í nágrenninu, sem þeir höfðu ekki náð á sitt vald áður. Að því loknu lét hann skríða til skar- ar. Hann setti á flot lítil herskip, sem höfðu verið smíðuð í Tlaxcala og flutt ósamansett upp að vatninu. Þessi floti átti að halda Indíánunum í skefjum á vatninu og styðja megin- herinn, sem halda átti inn í borgina landveg. Cortés skipti liðinu í þrjá Wuta, sem skyldu loka öllum út- gönguleiðum og umkringja borgina. Flotinn rækti hlutverk sitt á skömmum tíma og atlagan gegn borginni hófst. Indíánarnir vörðust af mikilli hörku, og hverja einustu nótt gerðu þeir út menn til að rífa niður þær brýr, sem Spánverjar höfðu byggt um daginn. Spánverjar gátu ekki beitt liðinu eins og þeir hefðu vi'ljað í þessum átökum, og hvorugur aðil'inn bar af hinum. Aztekarnir héldu fast við þann gamla sið sinn að taka heldur fanga til að fórna stríðsguðinum en gera út af við and- stæðingana. Þetta gerði að verkum, að Indíánasveitimar sem voru margar með Spánverjum, þvældust meira fyrir en þær gerðu gagn, er þær reyndu að forðast handtökur. Cortés breytti nú um hernaðar- áætlun, og ráðagerð hans hlýtur að hafa þótt merkdeg í augum Indíán- anna. Hann sendi innfædda banda- menn sína á undan til að rífa niður öll hús, sem þeir gátu, og fylla skurð- ina upp. Þessar sveitir hörfuðu, þeg- ar þeim voru veittar mótárásir, en í stað þeirra komu ríðandi og fótgang- andi Spánverjar til móts við Aztek- ana. Á þennan hátt tókst Spánverjum að komast örlítið lengra með hverj- um deginum og ná nýrri fótfestu. Az- tekarnir börðust af . geysimiklum þrótti, en fengu ekki rönd við reist. Þegar kom undir lok umsátursins, gerðu Aztekarnir sér nokkrar vonir um sameiginlega uppreisn gegn Spán- verjum. Þjóðflokkar við suðurenda vatnsins komust í gegnum fylkingar Spánverja að næturþeli og sögðu borgarbúum, að þeir ætluðu að taka upp baráttu með þeim gegn hvítu mönnunum. í gleði sinni sýndu for- ingjar borgarmanna þeim mikinn heiður og gáfu þeim dýrar gjafir, en þegar kom fram á nótt fór samkomu- lagið út um þúfur. Nýju bandamenn- irnir gerðu þá tilraun til þess að halda á brott með konur borgarbúa og böm sem þræla. Aztekar hefndu þessara heitrofa grimmilega, og allir aðkomumennirnir voru drepn ir, annaðhvort þegar í stað eða á alt- ari stríðsguðsins. Svo fór að lokum að máttur heima- manna þvarr, og þeir gátu ekki stað- izt framsókn Spánverja. Höfðinginn, Cuauhtemoc og fjölskylda hans flúði í bát norður eftir vatninu, eins og fjölm-'-gir aðrir gerðu. Eitt spönsku skipanna tók hann höndum, og hann var leiddur fyrir Cortés. Kröfum um fjársjóði svaraði hann á þá leið, að öll auðæfi borgarbúa lægju á vatns- botninum ásamt Spánverjunum, sem þar hefðu borið beinin veturinn áður. Þegar hann neitaði á þennan hátt að benda Spánverjum á fjársjóði sína, var hann settur í fangelsi og pynd- Lausn 69. krossgátu aður til sagna, og fáum árum síðar var hann myrtur, er hann var fangi Cortés á Ieið með honum til Hondur- as. Hann er nú talinn þjóðhetja í Mexíkó Meginheimild: George C. Vailland: The Aztecs of Mexico 1960 (Penguin). EIRÍKUR Framhald af bls. 656. hún veldur því, hve fólk dreifist mik- ið frá bænum og gerir erfiðara fyrir með allt félagslíf. En segja má einn- ig, að fyrir bragðið verðum við að vanda okkur meira, því að við verð- um að fá aðsókn frá höfuðborginni á sýningar okkar til að útkoman verði sæmileg. Og yfirleitt hefur starfsemi leikfélagsins gengið nokkuð vel, dá- lítið í bylgjum kannski, eins og allt. Félagið er áhugamannafélag og lif- ir algjörlega á eldmóði félagsmanna, og stöðugt bætast við nýir og áhuga- samir félagsmenn. Það er mönnum engin tekjulind að starfa í félögum sem þessum, en það er ánægjulegt. Skemmtilegast held ég þó mér hafi þótt að leika í Afbrýðisamri eigin- konu, enskum gamanleik, sem við settum upp á 25 ára leikafmæli mínu fyrir nokkrum árum. Eg held að það sé hverju bæjar- félagi nauðsynlegt, að þar sé haldið uppi félagsstarfsemi. Lífið væri snauðara að mörgu góðu, ef ekki væru til félög eins og skátafélög og svipuð félög, leikfél’ög og önnur félög til menningarauka. Einkum held ég að nauðsynlegt sé að efla félagastarf- semi æskulýðsins. Og ég held, að það sé þroskandi fyrir alla, eldri sem yngri, að vera í félögum til að vinna að göfugum áhugamálum, málefnum, sem gera lífið ríkara, bjartara og fegurra. K.B. 670 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.