Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Page 2
HALLDÓR STEFÁNSSON: HELFÖR VIÐ FIRÐINGA i. VIÐFJÖRÐUR. Inn úr Norðfjarðarflóa ganga þrír firð'ir, Norðfjörður nyrzt, þá Hellis- fjörður og Við'fjörður syðst. Austan að honum og Norðfjarðarflóanum er Barðsnes, iangt og frammjótt. Aust- an á því, nær gegnt botni Miðfjarð- ar er Geroir og norðanvert við hann Sandvík. Bærinn Viðfjörður er við fjarðarbptninn. Árið 1936 b]ó í Viðfirði með böm- um sínum sjö, þremur sonum og fjór- um dætrum, Ólöf Þórarinsdóttir, ekkja Sveius Bjarnasonar, bróður dr. Björns Viðfirðings. Sveinn maður hennar hafði lútizt í árslok 1927. Nöfn bræðranna voru Þórarinn, Sófus og Frímann, en systranna Sigríður, Guð- rún, Anna og Ólöf. Búskapurinn í Viðfirð’i var rekinn bæði til sjós og lands. II. IIELFÖRIN. Að morgni 30. september nefnt ár (1936) fóru bræðurnir til fiskjar á opnum vélbáti. Fjórði maðurinn á bátnum var einsetumaður á afbýli frá Viðfirði, Halláór Eiríksson að nafni. SéS frá NeskaupstaS inn i mynni Við- fjarðar og Hellisfjarðar. (Ljósm.: Páll Jónsson). Veður var kyrrt þennan dag, slétt- ur sjór innfjarða og á flóanum. Maður, sem stóð við slátt á túninu á Stuðlum á Barðsnesströndinni um morguninu, þegar báturinn fór þar út hjá, taidi sig hafa séð í honum með vissu fimm menn. Úr þessari sjóferð kom báturinn ekki aftur. Að kvöldi næsta dags var togar- inn Brimir írá Neskaupstað á leið norður me*, Barðsnesinu austanvert. Þegar hann var kominn norður um Gerpi á skipaleið úti fyrir Sandvík- inni, sáu skipverjar hvar rörpípa stóð upp úr sjónum. Þegar að var gætt, maraði bátur Viðfirðinga þar á kafi á réttum kili. Fram yfir eina þóftuna grúfði lík Frímanns, en í kjölsoginu þar hjá var úr Þórarins og stóðu vís- arnir á 10 mínútum yfir 10. Á þeim tíma myndi slysið hafa orðið. Svaraði timinn til þess, að báturinn hafi þá verið staddur útaustur af Barðsnes- horni, hann hafi svo borizt með straumfallinu inn með nesinu fram 674 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.